"Þið sjáið mig en ég sé ykkur ekkkki"!

Egill Ólafsson hefur oft sýnt tilþrif í leik og söng. Á einhverjum áramótadansleik í sjónvarpi lét hann frá sér þessa setningu. Datt hún í hug í gær þegar ég sá að 500 IP tölur höfðu kíkt í heimsókn, en ég hef ekki hugmynd um hvaða fólk þetta er.

Sennilega þarf ég að fara að skrifa meira um kynlíf og ofbeldi til að menn skrái athugasemdir. Storka femínistum virðist líka nokkuð auðveld leið. En ég held ég fari nú ekki út í neitt útlendingahatur.

Allavega, vona að þú, hver sem þú ert, sést á góðu róli með jólabaksturinn. Kökubaksturinn var hér á fullu í gær. Minn hlutur var rýr. Vonast til að geta bætt það upp með gyðingakökum og hálfmánum fylltum af góðri rabbabarasultu. Fannst þær bestar hjá mömmu í þá gömlu góðu daga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan og blessaðan daginn. Les alltaf bloggið þitt . Þá eru bara eftir 499 óupplýst mál. Settu nú upp svuntuna.....

Hólmdís Hjartardóttir (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 12:00

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Góður

Einar Bragi Bragason., 10.12.2007 kl. 12:05

3 identicon

Sæll, má til aðeins sem áramótaskaups-nörd...

Ég veit ekki hvort Egill sagði þetta, en það hefur þá verið þegar hann var kynnir í söngvakeppni sjónvarpsins '81 (þá vorum við ekki byrjuð í Júró), en allavega var þessi keppni tekin fyrir í skaupinu það ár.

Siggi Sigurjóns lék Egil í þessu skaupi, og einn af frösunum var einmitt þessi: "Sjáið þið mig, úti á landsbyggðinni? Ég - sé ykkur - ekki!"

 Bara svona til að hafa fraseringarnar á hreinu

Mundi (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 14:20

4 identicon

Heill og sæll - ég rakst á þetta blogg þitt, hef aldrei komið inn og ætlaði að leiðrétta þig með Egil en Mundi "vinur" okkar er nú þegar búinn að því.

Snilldarsetning engu að síður og hvetur okkur til að kvitta hjá þér.

Unnur Björk (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 15:16

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Takk fyrir kvitt. Það er náttúrulega alveg ótækt, ef ég er að fara með einhverja vitleysu varðandi uppruna þessarar gullnu setningar. Minnti þetta hafa verið á áramótaballi Stuðmanna í sjónvarpssal, allskyns búningar, meðal annars hvítir gallar með indversku ívafi. Steingrímur Hermannsson dansaði með tilþrifum og tók lokkinn reglulega frá enninu.

Gunnlaugur B Ólafsson, 10.12.2007 kl. 15:47

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég man eftir Steingrími með lokkinn! Hins vegar man ég ekkert eftir hinu - en það er ekki að marka - ég man ekki fyrir horn

Hrönn Sigurðardóttir, 10.12.2007 kl. 23:01

7 identicon

Ætli maður kvitti ekki fyrir sig. ÉG er ekki mikill aðdáandi bloggs en það eru einstaka gaukar sem maður er með í RSS skránni sinni. Þú ert meðal þeirra sem hafa þennan heiður þar sem þú ert fyrrverandi kennari minn úr Borgó. 1 áfangi í náttúrufræði, það var allt og sumt og endaði ég þó á þeirri braut og læri náttúru- og umhverfisfræði. Þess vegna set ég mig í hóp aðdáenda þinna sem bloggara. Þannig á ég eftir að kíkja öðru hvoru...

Eru það þá orðndar 493? 

kv.

Elín 

Elín Guðm (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 02:07

8 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Gangi þér vel, Elín, í umhverfis- og náttúruvísindunum ...   mbk,  G

Gunnlaugur B Ólafsson, 17.12.2007 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband