Eðlismunur

FálkiPennar íhaldsins fara mikinn í umfjöllun um pólitískar ráðningar. Henni er ætlað að draga athyglina frá þeirri staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn hefur með skipan dómara dregið úr tiltrú almennings á dómskerfinu og þeirri grunnreglu að allir séu jafnir fyrir lögunum. Þar fara fremstir í flokki þeir Hjörtur J. Guðmundsson, Andrés Magnússon og Stefán Friðrik Stefánsson. Allt öflugir bloggarar, en virðast ekki skynja alvöru þess að dómarar séu ráðnir á forsendum tengsla við einstaklinga eða flokka.

Þeir hafa helst dvalið við ráðningar í stöður ferðamálastjóra og orkumálastjóra. Satt best að segja finnst mér þeir vera farnir yfir strikið í leit sinni að einhverju sem talist geti til vansa í æviskeiði þessara einstklinga. Meðal annars að þeir voru í öðru en hinu sívökula stúdentafélagi, sem á að vera uppeldisstöðvar embættismannaaðalsins. Þau sem að sóttu um þessi störf hafa örugglega ekki gert ráð fyrir að fá slíka neikvæða úttekt á smáu og stóru í þeirra æviferli. 

Þrír grunnþættir gera þessar ráðningar eðlisólíkar. 1) Umsækjendum var einungis í tilfelli héraðsdómara skipt í fjóra flokka með tilliti til hæfnismats. Pétur Kr. Hafstein formaður matsnefndar segir hér um algjört stílbrot að ræða í þessu ferli. 2) Ferðamálastjóra og orkumálastjóra er ætlað að útfæra stefnu hins opinbera í þessum málaflokkum. Því er það í eðli sínu pólitískt og þar hefur vægi að hafa ferskar hugmyndir og ákveðinn frumleika í hugsun. Algengt er til dæmis í Bandaríkjunum að nýr forseti ráði nýja menn í sambærilegar stöður, þegar hann tekur við völdum. Þá sem að eru best fallnir til að útfæra hugmyndir forsetans í viðkomandi málaflokki. 3) Grunnforsenda okkar stjórnskipunar er þrískipting hins opinbera valds. Þar er dómskerfinu ætlað að halda algjöru sjálfstæði frá framkvæmdavaldinu. Því er það mjög alvarlegur hlutur að skipa til embættisins út frá ættar-, vina- og flokkstengslum.

Þarna er því grundvallarmunur. Annarsvegar tvö embætti sem felast í að framkvæma stefnu stjórnvalda, en hinsvegar er rík krafa um að dómarar séu óháðir stjórnvöldum eða flokksstarfi. Augljóst að Sjálfstæðiflokkurinn hefur endurtekið brotið þetta viðmið og gerir trúlega ráð fyrir að fá greiðann endurgoldinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Samkvæmt kenningu þinni hér að ofan væri hægt að ráða ansi marga opinbera embættismenn pólitískt, t.a.m. sennilega alla forstöðumenn ríkisstofnana. Er það t.d. ekki hlutverk forstjóra ÁTVR allt eins að "útfæra stefnu hins opinbera" í þeim málaflokki?

Almennt séð gilda annars sömu reglur um opinberar ráðningar óháð því hverjar þær annars eru.

Hjörtur J. Guðmundsson, 8.1.2008 kl. 21:35

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Es. Flottur fálki ;)

Hjörtur J. Guðmundsson, 8.1.2008 kl. 21:35

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Össur tiltók sérstaklega sem kost að auk þess að nýskipaður orkumálastjóri væri með mestu menntunina að þá hafi það líka skipt miklu máli að hann leggði fram ferskar og nýstárlegar hugmyndir um þróun starfsins. Vona að Árni hafi ekki tiltekið það sem kost í dag að nýskipaður héraðsdómari hafi nýstárlegar hugmyndir um framkvæmd dómsstarfa. Sýnir eðlismun á þessum störfum.

Gunnlaugur B Ólafsson, 8.1.2008 kl. 21:48

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Es, já fálkinn er flottur, en virðist til alls líklegur og það ekki allt fallegt  :)

Gunnlaugur B Ólafsson, 8.1.2008 kl. 21:51

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Forstjóri ÁTVR er ekki "áfengismálastjóri" og ég ekki "kennslumálastjóri". Er sjálfstæði dómstóla ekki einhvers virði, Hjörtur? En stjórar í orkumálum og ferðamálum geta aldrei haft stefnu sem að er óháð stefnu stjórnvalda. Sýnir eðlismun á þessu tvennu.

Gunnlaugur B Ólafsson, 8.1.2008 kl. 22:59

6 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Hæ Runólfur - Vissulega rétt -  Mbk,  G

Gunnlaugur B Ólafsson, 8.1.2008 kl. 23:47

7 identicon

Gott þetta innlegg um eðlismuninn Gunnlaugur. Með fullri virðingu fyrir ferðamálafræðingum tel ég að líffræðingar með sérþekkingu á náttúru landsins hljóti að teljast einstaklega vel til þess fallnir að gegna starfi ferðamálastjóra. Náttúra Íslands er með afbrigðum viðkvæm og er átroðningur á viðkvæmum svæðum sívaxandi vandamál. Það er því mikilvægt að þeir sem ráða ferðinni hafi sérstaka þekkingu á sviði náttúrufræða. Ekki er heldur verra að þeir geri sér grein fyrir gildi siðfræðinnar en með hjálp hennar má auka virðinguna ferðamanna fyrir náttúrunni sem aftur leiðir til bættrar umgengni. Mér finnst þessi ráðning sem sagt smart hjá Össuri.

Sigrún P (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband