Hvannadalshnjúkur (2110 m) -> 26. apríl 2008

Hnjúkur1Hnjúkur

ATORKA mannrækt & útivist (ég) er að skipuleggja hópferð á Hvannadalshnjúk í samvinnu við Jökul Bergmann fjallaleiðsögumann. Farið er seinni part föstudags austur í Öræfi og gist tvær nætur. Snemma morguns 26. apríl er lagt af stað á hnjúkinn og áætlað að gangan taki um 12 tíma.

Að ganga á Hvannadalshnjúk er gott að setja sem lokapunkt í áfanga að koma sér í form eða sem staðfestingu á því að maður sé í góðri þjálfun. Gangan sjálf er ekki upp mikinn bratta eða tæknilega erfið. Hún er hinsvegar 25 km og hækkun yfir 2000 m.

Meginviðmið er því að halda góðri samfellu í göngunni, láta úthald og seiglu ljúka áfanganum. Mæta síðan til byggða, njóta góðrar sameiginlegrar máltíðar og ánægjulegrar kvöldstundar. Lagt er af stað aftur til Reykjavíkur á sunnudagsmorgni.

Allir eru velkomnir að slást í hópinn og ef þið vitið af fjallageitum, þá er vel þegið að láta boðin ganga. Uppl. man@man.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það er nú drepfyndið að jöklamaðuinn heiti Jökull Bergmann!!!

Hólmdís Hjartardóttir, 2.3.2008 kl. 11:34

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Vissulega, foreldrarnir hafa strax séð hvert stefndi með piltinn.

Gunnlaugur B Ólafsson, 2.3.2008 kl. 11:52

3 Smámynd: Haraldur Halldór

Gangi þér vel að smala saman í hóp . Frábært að fara þarna upp ,sagði reyndar eftir fyrstu ferðina mína á hnúkinn að ég ætlaði aldrei aftur .....en er að skipuleggja mína þriðju ferð og ætla að taka með mér stóran hóp af vinum og kunningjum ..

Haraldur Halldór, 2.3.2008 kl. 12:21

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Frábært framtak. 

Ég skal láta þetta spyrjast.

Sigurður Þórðarson, 2.3.2008 kl. 16:50

5 Smámynd: corvus corax

Er ekki hægt að fara þetta á bíl?

corvus corax, 2.3.2008 kl. 21:51

6 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

er ekki hægt að fljúga

Einar Bragi Bragason., 3.3.2008 kl. 10:39

7 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Ég fór á toppinn í fyrra og var staðráðin í því að fara einhvern tíma aftur...... kom mér satt að segja á óvart hvernig þetta var.... ég bjóst við meiri erfiði.... en kanski var ég bara í svona góðri þjálfun......gangi þér vel með þetta......verð með í huganum....

Fanney Björg Karlsdóttir, 3.3.2008 kl. 11:36

8 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Því miður, verð í Bilbao Spáni.  Annar er það á dagskrá hjá mér að fara einhverntíman þarna upp.

Þorsteinn Sverrisson, 4.3.2008 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband