Á ég að gjalda þjóðrembunnar?

Hinn mikli áhugi almennings á þátttöku í samruna Evrópu og krafan um að taka upp sterkan gjaldmiðil og að búa við eðlileg vaxtakjör fer mjög svo í taugarnar á þeim sem vilja færa miklar fjárhagslegar fórnir á altari þjóðrembu og sjálfstæðis Davíðs Oddssonar. Hvort er líklegra að ákvarðanir um stýrivexti séu teknar út frá því sjónarhorni að hlaða undir bankana eða að tryggja hag íslenskra heimila?

Árni Johnsen varð pirraður á þingi í vikunni og sagðist vilja frið frá bloggurum sem væru að gera lítið úr krónunni. Björn Bjarnason vill í Fréttablaðinu í dag að stefnumótun byggi á skýrslu hans um tengsl Íslands og Evrópu. Allt annað sé fals. Króna og Seðlabanki séu tæki hagstjórnarinnar. Félagi Bjarni Harðarson vill helst banna auglýsingar Allianz sem benda fólki á með auglýsingum að ávöxtun í sparnaðarleiðum með evrum sé betri en sparnaður með krónum.

HeimiliÞetta minnir mig á að fyrir rúmu ári tók ég myntkörfulán til húsakaupa. Frjálsi fjárfestingabankinn braut ísinn en aðrir bankar upplýstu fólk ekki um þessi tækifæri af því að þeir högnusðust meira á verðtryggðum hávaxtalánum í krónum. Helsti ókostur lántöku í erlendum gjaldmiðli er gengisáhættan. Ég met stöðuna þannig að mitt stærsta hagsmunamál í komandi kjarasamningum kennara og ríkis sé að geta fengið launin greidd í evrum. Þá losna ég við gengisáhættuna.

Seðlabankinn virðist ekki vera að hugsa um hag heimilanna í landinu. Sama gildir um þetta upphafna sjálfstæðistal að það endar oftar en ekki í að setja upp hindranir á fólk og fyrirtæki að nýta sér hagræði af tengslum við stærri efnahgsheild. Banna átti bönkum að gera upp í evrum en slíkt dregið til baka. Nú hefur ASÍ og SA samið um heimildina til að borga laun í evrum, þó slíkt sé ekki komið til framkvæmda. Þingmenn og opinberar stofnanir mega ekki vinna gegn möguleikum fólks og fyrirtækja til að nýta þau hagstjórnartæki sem þau hafa.

Á meðan að Seðlabankinn er á þeim nótum sem hann spilar, þá er hann sjálfstætt vandamál þjóðarinnar en leggur henni ekki til lausnir eða tækifæri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Sammála þér.Kv. B

Baldur Kristjánsson, 8.3.2008 kl. 10:25

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Nú eru Danir víst búnir að missa sjálfstæðið fyrst þeir eru í ESB eða hvað? Það er flott að við getum staðið einir, óstuddir, engum háðir, mestir og bestir.

Gunnlaugur B Ólafsson, 8.3.2008 kl. 16:26

3 identicon

Ætlar samf.að hamra a evrunni endalaust.Halda menn að allt sé í blóma í Evrópusamb.? hvað með atvinnuleysið? hvað með eftirlaunafólk? Af hverju eru

bretar ekki í myntbandalaginu? Þetta Evrópusambandstal er bara til að rugla fólk,sem að fylgist ekki með pólitík.

Vilt þú,sem kennari,ekki heldur að nemendur þínir geti horft fram á góða atvinnu,

heldur en það vonleysi ,sem að ríkir á Meginlandinu ?

kv.olst. 

Ólafur Stefánsson (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 16:36

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Því fer fjarri, Gunnlaugur, að hægt sé með réttu að tala um "hinn mikla áhuga almennings á þátttöku í samruna Evrópu," eins og þú gerir í pistli þínum. Skoðanakönnun, þar sem margir taka reyndar ekki þátt og ýmsir taka ekki afstöðu, er ekkert lokaorð um þetta, og það hefur raunar dregið úr samsinni við því að vilja ESB-aðild á síðasta árstímabili. En aðalmálið, sem ég vildi koma að, er þetta: að það er enginn rosalegur áhugi á þessu, þetta er ekki efst á blaði hjá fólki, það er engin passion fyrir þessu nema helzt í vissum pólitískum kreðsum og hjá hagsmunaaðilum. Þú sérð ekki almenning skrifa í hrönnum um þetta í blöðum eða æsa sig upp í að heimta þetta í útvarpi, þannig að þetta er fremur veik sannfæring og skiptir menn engu höfuðmáli; einnig þetta skiptir máli, þegar spurt er um afstöðu fólks í skoðanakönnunum. Þar að auki vita margir sem er og hafa það í bakþankanum, að með inngöngu værum við að samþykkja, að ESB muni fá æðstu völd yfir auðlindum okkar.

SvoEinhverjar bezt stæðu þjóðir Evrópu eru utan ESB: Ísland, Sviss og Noregur. Og að reyra okkur fasta í evruna myndi skapa mjög erfiðan vanda fyrir okkur með tímanum. Þar að auki ber ESB vart gæfu til að hafna aðild Tyrkja, og þar með verður mestöll álfan á fáeinum áratugum suðupottur sundurlyndis og átaka.

Vísa annars á þessa efnismöppu mína: Evrópubandalagið, t.d. ekki sízt greinina Atlagan að fullveldi landsins.

Jón Valur Jensson, 8.3.2008 kl. 17:50

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ég finn vel fyrir því að almenningur er mun jákvæðari fyrir þvi að huga að umsókn en fyrir segjum ári síðan. Tek bara dæami af tveimur sómakonum sem voru í Kastljósi í gærkvöldi. Margrét Sigurðardóttir nýráðinn leikhússtjóri á Akureyri og Guðlaug E Ólafsdóttir kynningarstjóri (að ég held) fyrir Viðey og leikkona. Þær voru fengnar til að ræða hitt og þetta í vikulokin. Einstaklingar út í bæ sem ekkert hafa verið virkir í pólitískum kredsum heldur taka afstöðu út frá sínu hyggjuviti. Stjórnandi spurði þær hvað þeim finndist um Evrópu umræðuna sem væri búin að vera áberandi í vikunni. Það var áhugavert að sjá þær kvinnur gerast afgerandi um það að við ættum að sækja um aðild og við ættum að hætta þessu hlutskipti að vera hálfpartinn með í gegnum EES og ættum að taka þátt af fullum heilindum og virkni. http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4365629/0

Gunnlaugur B Ólafsson, 8.3.2008 kl. 19:37

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú sannar ekkert með tveimur dæmum, Gunnlaugur, ég var að tala um niðurstöður skoðanankannana, sem sýundu um 5% minna fylgi við ESB en fyrir ca. ári.

Jón Valur Jensson, 8.3.2008 kl. 20:32

7 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ég finn ekki niðurstöður skoðanakannana um minnkandi fylgi, en hinsvegar sýndi nýleg könnun Fréttablaðs að yfir helmingur landsmanna er hlynntur umræðum og umsókn um aðild. Niðurstaða slíkra umræða væri að sjálfsögðu borin undir þjóðaratkvæði.

Gunnlaugur B Ólafsson, 8.3.2008 kl. 21:17

8 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Uppgötvaði að Hjörtur J Guðmundsson sem að er einn helsti penni þeirrar heimssýnar að íslendingar megi ekki taka Evrópumál á dagskrá og hefur reynt að hræða fólk frá því að eiga möguleika á að kjósa um aðild í framtíðinni hefur lokað á mig í athugasemdum. Ég sem ætlaði bara að senda honum og tölvunni hans óskir um bætta heilsu  .

Gunnlaugur B Ólafsson, 8.3.2008 kl. 21:37

9 Smámynd: jósep sigurðsson

Sæll.Miðað við okkar ástand og sérþarfir eigum við einga von í ESB.Sá hluti þjóðarinnar fer minkandi sem styður þá aðild.Þetta er miklu flóknarai dæmi en það sem þú setur upp.Míðað við ástandókkar krónu í dag eigum við frekar að taka upp franka,einhliða eða í samvinnu við Sviss,jafnvel má líta annað.Þinn málfluttningur er dæmigerður. Hjörtur er bara samkvæmur sjálfum sér.kv jobbi

jósep sigurðsson, 8.3.2008 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband