Efnahagsaðgerðir

 Aðgerðir

Margir kalla á aðgerðir stjórnvalda í efnahagsmálum. Vandinn er þó ekki afleiðing af þeirra stefnu. Hann er að hluta vegna niðursveiflu sem er að ganga yfir Evrópu og Ameríku. Niððursveiflan er beint framhald af þenslu og uppsveiflu. Það var alltaf vitað að hinar og þessar stærðir efnahagsins voru of háar. Krónan var alltof há, við tókum of mikil lán og eyddum of miklu í allrs kyns óþarfa. Það sem fer upp hlítur að koma niður segir einhver röksemdafærsla sem gæti verið hundalógík.

Það virðist vera séríslenskt fyrirbæri í þenslu að binda allt meira og minna í steinsteypu. Byggja og byggja húsnæði. Án þess að hugsa það til enda hvaðan við eigum að fá fólk í öll þessi hús. Ástandið er hrikalegt á fasteignamarkaði. Það er útilokað að fá húsnæði fyrir ungt fólk nema fyrir nokkra tugi milljóna og með lánum á okurvöxtum. En ég efast um að stjórnvöld eigi að grípa inn í þetta ferli. Verð á húsnæði hlítur að lækka. Þó það sé erfitt fyrir marga byggingaraðila og húsnæðiseigendur að taka á sig verðlækkun á húsnæði þá verður það að ganga í gegn afskiptalaust eins og að hinar gífurlegu hækkanir á húsnæðisverði áttu sér stað án afskipta ríkisins.

Ég eins og aðrir lántakendur verð að finna leiðir til að standa við skuldbindingar mínar. Við tókum myntkörfulán á síðasta ári og mikil gengislækkun hækkar það lán. En ég tók lánið þegar krónan var mjög veik fyrir einu og hálfu ári. Síðan varð krónan mjög sterk og það kom sér illa fyrir suma en nú veikist hún verulega og það kemur sér illa fyrir aðra. Veit ekki hvort ástæða er fyrir stjórnvöld að gera eitthvað nú  þegar gengið lækkar frekar en þegar gengið hækkaði. Gengislækkun mun koma sér vel fyrir ýmsar atvinnugreinar. Þannig finnur þetta sitt jafnvægi, þó að uppsveiflur og niðursveiflur verði ef til vill óvenju milar og hraðar hér á landi.

Á heimavelli verða stjórnvöld þó að huga að nokkrum atriðum. Í slíkri niðursveiflu er nauðsynlegt að forsendur velferðarkerfisins haldi. Að fjölskyldur og börn eigi aðgang að heilbrgðisþjónustu og menntun óháð efnahag. Skattkerfið gegni hlutverki sínu sem tæki til jöfnunar. Einnig gæti þurft að athuga með aðgerðir til að vega á móti fyrirsjáanlegum og orðnum hækkunum eins og á matvælum og eldsneyti. Skattlagning á eldsneyti er einstaklega há hér á landi og því er nauðsynlegt að bregðast við mikilli hækkun erlendis frá með minnkaðri skattlagningu.

Morgunblaðið og fleiri hafa haldið því fram að gagnrýni á krónuna sem gjaldmiðil komi til með að veikja hana enn meira. Aðrir hafa bent á að það eitt að lýsa yfir því að stefnt sé að upptöku evru og aðild að ESB muni styrkja stöðu okkar á erlendum fjármálamörkuðum og draga úr efasemdum um eðli og undirstöður íslensks fjármálalífs. Það eitt og sér að ætla sér að hafa einhver alþjóðleg umsvif, eins og hefur orðið raunin, með gjaldmiðli sem einungis er notaður af 300 þúsund manns er geggjun fyrir alla nema nokkra þá sem halda að tryggð við krónuna sé sama og þjóðhollusta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband