Tik, tak, tik, tak

Nú styttist í að ríkisstjórnin þurfi að greina frá viðbrögðum sínum við úrskurði mannréttindanefndar SÞ vegna löggjafar um stjórn fiskveiða. Einungis um mánuður er til stefnu. Sjálfstæðisflokkurinn er í vanda með þetta mál og gæti á kurteislegum nótum gert lítið úr inntaki þess í heild. Þar reynir á að Samfylkingin selji ekki málefnastöðu sína fyrir ráðherrastólana.

TímasprengjaÞað að Guðni Ágústsson geri sér grein fyrir því að það er ekki hægt að standa gegn vilja 70% þjóðarinnar um aðildarviðræður að ESB sýnir að hann hefur skynbragð á það hvernig klukkan slær. Á sama tíma kemur Geir Haarde endurtekið fram eins og sendiboði yfirsiðameistara á Svörtu loftum og segir að málið sé ekki á dagskrá. Þar reynir á að Samfylkingin selji ekki málefnastöðu sína fyrir ráðherrastólana.

Á nokkrum mánuðum breyttist íslenskur efnahagur úr ævintýri í þrengingar. Vaxtaokur og lánsfjárskortur gera fyrirtækjum og fjölskyldum erfitt fyrir. Davíð segir að fólk hafi farið óvarlega í fjármálum og Geir segir að fólk eigi að keyra minna. Margt bendir til að þróun verði áfram á verri veg næstu misseri. Jafnvel þó ráðamenn geri fátt, þurfa þeir að eiga samræður við fólk um vanda heimilanna í landinu. Þar reynir á að Samfylkingin selji ekki málefnastöðu sína fyrir ráðherrastólana.

Ingibjörg Sólrún verður sem formaður Samfylkingarinnar, á þessum tímapunkti, að gera hlé á ferðum sínum til landa nær og fjær og huga að innviðum flokks og samfélags. Okkur vantar forystumenn sem tala inn í vitund þjóðarinnar og gefa okkur tilfinningu um að þeir viti hvað þeir gjöra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Góð grein hjá þér Gulli og orð í tíma töluð.

Hallgrímur Guðmundsson, 6.5.2008 kl. 12:02

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sammála

Hólmdís Hjartardóttir, 6.5.2008 kl. 12:19

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Takk Halli og Hólmdís. Heyrði svo í kvödfréttum að eitthvað samráð er komiið í gang milli stjórnvalda, atvinnurekenda og launþega. Þeir eru snöggir að bregðast við ábendingum :)

Svo er þetta fína viðtal við finnska forsætisráðherrann sem lýsir jákvæðri reynslu af ESB aðild. Að þeir hafi ekki tapað sjálfstæði heldur orðið virkir þátttakendur í sífellt fleiri málum sem byggðu á alþjóðlegu samstarfi.

Ef til vill verða Evrópumálin komin á dagskrá í kvöldfréttunum á morgun.

Gunnlaugur B Ólafsson, 6.5.2008 kl. 22:03

4 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ég tek undir þetta sjónarmið Gunnlaugur. Nú þurfa allir að leggjast á árar - hvað sem líður framboði til öryggisráðsins. Setti inn smá færslu um svipað efni á síðuna mína áðan.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 6.5.2008 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband