Verra að vera "kerling" en "negri"

straujaðu skyrtuna mínaHin langa barátta um útnefningu forsetaefnis demókrata er á enda.  Þessi slagur var að verulegu leyti prófsteinn á það hvort bandaríska þjóðin væri frekar tilbúin að útnefna konu eða blökkumann. Kjósendur höfnuðu reynslumikilli konu og völdu þeldökkan ungan mann.

Fordómar tengdir kyni og litarhætti hafa áhrif. Í allri umfjöllun var mikil áhersla lögð á að koma í veg fyrir neikvæða umfjöllun tengda kynþætti. Slíkt væri vanvirðing við sögu þrælahalds og kúgunar á svertingjum. Hinsvegar var því oft tekið sem léttu spaugi að vera með kyntengdar glósur á konuna í framboði. Þar voru menn ekki á tánum gagnvart mismunun kynjanna og kúgun kvenna. 

Þannig virtist meira umburðarlyndi fyrir kyntengdum fordómum sem að án efa hafa skaðað ímynd Hillary Clinton. Umræða um að hún sé kona sem sé farin að eldast , að hún hafi feita ökla, að hún hafi ljóta hárgreiðslu o.fl. af slíkum toga varð hún að una við í sinni kosningabaráttu.

Sambærilegar árásir á Barack Obama byggðar á kynþætti hefðu vakið hneykslan og fordæmingu í fjölmiðlum. Það virðist því vera verra hlutskipti að vera "kerling" en "negri".


mbl.is Clinton dregur sig í hlé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jámmm, ég get verið sammála þér þarna. Í mínum huga er þetta sorgardagur fyrir jafnrétti. En jafnframt óska ég Barack Obama til hamingju með útnefninguna og hver veit kannski verður breyting í Bandaríkjunum.

Pétur Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 00:45

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Greinilega í henni Ameríku

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.6.2008 kl. 03:06

3 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Þannig fór það í þetta sinn. Mestu máli skiptir samt, að þessarri baráttu milli mætra flokkssystkina skuli vera á enda. Það er ekki til neitt, sem heitir réttlát framboðsbarátta í neinu

lýðræðisríki neins staðar, ef grannt er skoðað.? Það er brýnt, að Demokrataflokkurinn nái vopnum sínum og reyni að tryggja Bandaríkjamönnum og öllum heiminum von um betri stjórn í

framtíðinni.

Með kveðju frá Lyckeby á Skáni, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 7.6.2008 kl. 03:21

4 Smámynd: Jón V Viðarsson

Helmingur af blóði Obama rennur í Afríku. Svo áhrif hans munu verða til góðs fyrir bæði USA og Afríku. Tel að miklar og merkilegar breitingar séu í nánd ef hann nær kjöri.

Jón V Viðarsson, 7.6.2008 kl. 03:31

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Halldóra Ingólfsdóttir fór á sínum tíma án sokka í fiskibúðina.......vona að við hér höfum þroskast síðan

Hólmdís Hjartardóttir, 7.6.2008 kl. 09:28

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Á við forsetafrúna

Hólmdís Hjartardóttir, 7.6.2008 kl. 09:28

7 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Hjartanlega sammála þér Gunnlaugur.  En svo er það stóra spurningin:  hvenær er maður svartur og hvenær hvítur.  Ég hef aldrei skilið hvers vegna bandaríkjamaður verður svartur við það eiga kannski ekki nema áttunda hlut uppruna síns í svartri manneskju.  Það segði mér að manneskjan væri meira hvít en svört.  Nú er ég alls ekki að segja að það sé betra, eða að þetta eigi yfir höfuð að vera issjú, en það lýsir kannski fordómunum vel, að um leið og þú ert komin með svört útlitseinkenni þá ertu orðinn "mengaður" og telst þá svartur en ekki hvítur.  Bandarískur blökkumaður að 1/8 hlut og með svört útlitseinkenni, myndi sennilega seint þora að merkja við "caucasian" þegar hann sækir um vegabréf, þótt genin væru 7/8 hvít.

Furðulegt.

Bergþóra Jónsdóttir, 7.6.2008 kl. 11:39

8 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Gleymdi svo hinu:  Woman is the nigger of the world.  John Lennon var fyrir löngu búinn að uppgötva það.

kveðja,

B

Bergþóra Jónsdóttir, 7.6.2008 kl. 11:41

9 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Ég hefði aldrei stutt Clinton, en mér finnst samt fráleitt að ætla að þótt hún hefði verið kosin, að þá hefði það orðið afturhvarf til Clinton tímans. Það vill svo til, að hún hefur sínar eigin sjálfstæðu skoðanir, en tók ekki skoðanir eiginmannsins með sér í framboðið.

Bergþóra Jónsdóttir, 7.6.2008 kl. 17:05

10 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þakka athugasemdir. Vissulega fékk Obama sín skot tengt klerki sínum og millinafni. Árásir á Hillary tengt kyni eru mun verri en Barack fékk á sig tengt kynþætti. Það er athyglisvert. Hún er vel við hæfi setning Lennons Bergþóra.  Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 7.6.2008 kl. 18:26

11 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Hvað er skítur og hvað er ekki skítur ? Sniðugt væri að fá einhvern nörd til að útbúa eins konar rafrænan skítamæli.Þá höfum við allt skítkastið á hreinu, eða hvað Auk þess hefur þetta fólk heila legíó af aðstoðarfólki,sem kann skil á ýmsum ráðum til að koma höggi á keppinautinn og

þar helst,sem undan svíður. Þar á meðal eru fremstir meðal jafningja, slítapennar af m0rgum

stærðum og gerðum.

Í stuttu máli, mér er nokk sama,hver fékk atærsta skítakvótann !

Með kveðju frá Karlskron, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 8.6.2008 kl. 13:10

12 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Kristinn ég hef búið alllangt skeið í Ameríku. Var fréttaritari þar og pistlahöfundur. Þannig að það er bratt að fara fram með alhæfingar um eðli hlutanna eða ásaka aðra um kunnáttuleysi.

Kannast ekki við að sannast hafi meiri spilling á Hillary, en aðra stjórnmálamenn, nema síður væri. Republíkanar eyddu gífurlegu fjármagni í að reyna að sverta ímynd Clinton hjónana með Ken Starr í aðalhlutverki. -Mistókst.

Dæmi um spilltan stjórnmálamann er varaforsetinn núverandi sem að úthlutaði eigin fyrirtæki verkefnum við endurreisn Írak, eftir að hafa ráðist þar inn á röngum og tilbúnum forsendum.

Gunnlaugur B Ólafsson, 9.6.2008 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband