Gleðidagur Írlands?

Hinn sundurlausi og tiltölulega fámenni kór sem eyðir lífsorku sinni í að andmæla samvinnu innan álfunnar okkar, hefur nú fundið farveg hamingjunnar undir neikvæðum formerkjum. Þeir fagna því að þjóðaratkvæði á Írlandi hafi hafnað Lisabon samningnum. Inntak hans er að gera stjórnsýslu sambandsins skilvirkari. Hefur gagnrýni þeirra sem vilja vera hér einir á skeri og engum tengdir ekki verið á þeim nótum að sambandið sé þunglamalegt og óskilvirkt bákn?

Írar eru og hafa alltaf verið mjög hlynntir Evrópusambandiu. Vafalítið höfðu afskipti franska utanríkisráðherrans af málinu, þar sem að hann hótaði því að írar myndu hafa verra af höfnuðu þeir samningnum. Ljóst er að 1% íbúa í sambandinu getur ekki komið í veg fyrir umbætur og breytingar. Vandi forsætisráðherra Írlands í dag er að hlusta á vilja þjóðarinnar og að tryggja að landið verði áfram með á Evrópulestinni.

Nei hópurinn á Írlandi náði upp stemmingu sem dugði til að hafna samningnum. En hann hafnar af sundurleitum ástæðum og aðalatriðið er að hann veit ekki hvað hann vill. Fámennur hópur er á móti sambandinu, sumir eru á móti því sem að haldið hefur verið fram að verði sambandsríki með eigin utanríkisstefnu. Írland er friðelskandi þjóð í alþjóðasamfélaginu. Sumir höfnuðu samningnum vegna afskipta annara þjóða. Eftir stendur að vandi íra og þeirra sem höfnuðu er ekki leystur. Hvernig vilja þeir sjá framtíð og samskipti Írlands og Evrópusambandsins?

Það eru því merki sjálfseyðingarhvatar sem birtast í fagnaðarlátum íslenskra andstæðinga sambandsins þar sem þeir fagna niðurstöðunni og vonast til að hún leiði til "sundrungar", "upplausnar" og "minnkaðs sjálfstrausts" innan Evrópu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

írar?

Valdi Sturlaugz (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband