Hollt að ræða málin

Í Mosfellsbæ hefur verið mikill verktakabragur síðustu misserin og sumum finnst vera farið fullgeyst. Tengibrautir að nýju hverfunum Helgafelli og Leirvogstungu liggja yfir svæði sem hafa mikið gildi fyrir útivist og umhverfi. Víðtæk samfélagsleg áhrif, þar sem eðlilegt er að málin séu rædd og krufin.

Þann 13. október kl. 20:30 efna Varmársamtökin til málþings um Tunguveg. Þar verða frummælendur Ólafur Arnalds jarðvegsfræðingur og prófessor í umhverfisfræði og Valdimar Kristinsson blaðamaður og hestamaður.

Ólafur skrifaði nýlega grein í Morgunblaðið sem nefndist "Vegur yfir lífsgæðin í Mosfellsbæ". Þeir bræður Ólafur og Andrés Arnalds hafa verið meðal þeirra fremstu í umhverfismálum hér á landi. Rannsóknir þeirra á jarðvegseyðingu hafa vakið mikla athygli og viðurkenningar

Það er gæfa fyrir Mosfellsbæ að hafa slíka menn í bæjarfélaginu. Andrés Arnalds hafði forgöngu um starf umhverfissamtakana Mosa, sem gengust fyrir víðtækri stígagerð og uppgræðslu. Það gjörbreytti eðli samfélagsins. Náttúrustemmingin breyttist úr mold- og sandroki í rómantíska skógarstíga.

Valdimar Kristinsson hefur á margan hátt verið forystumaður í málefnum hestamanna í Mosfellsbæ síðustu áratugina. Hann skrifaði margar góðar greinar um hestamennsku í Morgunblaðið um langt skeið. Margt bendir til að þó að lagning Tunguvegar skerði verulega svigrúm og þar með hagsmuni hestamanna og hesthúseigenda að þá þori forystumenn tilsvarandi félaga ekki að vera afgerandi í þessu máli. Það er gott að hafa bæjaryfirvöld góð til að landa byggingu reiðhallar og það er gott að hafa eigendur Leirvogstungu góða til að fjármagna unglingastarf.

Hér til hliðar er könnun um viðhorf til lagningar Tunguvegar um árósasvæði Mosfellsbæjar. Svo virðist sem íbúar sem eiga hagsmuna að gæta við lagningu vegarins hafi tekið vel við sér því á einum degi komu skyndilega um sextíu manns sem lýstu sig hlynnta veginum. En vonandi fáum við almennar kosningar í jafn umdeildu máli, sem að klárlega skerðir ákveðin grunngildi í bæjarfélaginu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Ég veit ekki mikid um framkvæmdir í Mosfellsbæ en eitt veit ég ....Mér lídur alltaf vel ad Hvilfli í fadmi fjallanna og gódra vina.

Eigdu gódann dag.

Gudrún Hauksdótttir, 3.10.2008 kl. 08:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband