Hreinsun

Varmársamtökin voru stofnuđ um góđan málstađ. Göfug gildi náttúruverndar, útivistar og íbúalýđrćđis. Baráttan um verndun Álafosskvosar var hörđ, en bćrinn og verktakar náđu sínu fram. Sjálfstćđismenn mćttu umrćđunni međ fálćti  en VG međ ađför forseta bćjarstjórnar og vina hans ađ samtökunum. Eftir stendur tilfinningin um ađ langt sé í land ađ tryggja eđlilega lýđrćđisvitund í ţróun bćjarfélagsins og heilbrigđan skilning á ađ ţađ sé ćskilegt ađ almenningur sé virkur og mótandi í skipulagsmálum. 

Mistökin blasa viđ öllum. Komin er vegtenging viđ hiđ nýja hverfi, en ţar er ekkert í gangi og engin uppbygging á ţví fallega svćđi. Búiđ er ađ loka af Álafosskvos og enn óljóst hvernig eđlilegri vegtengingu verđur komiđ ţangađ. Hinn risavaxni ţríbreiđi og uppbyggđi göngustígur međfram bćjartákninu Álafossi, sem byrjađ var á í fyrrahaust er ennţá ófrágengin sem opiđ sár. Ef til vill verđur hann hafđur hálfkarađur sem tákn ţeirra tíma ţegar stórkarlaleg verktakahugsun réđ för í skipulagsmálum og framkvćmdum. Skynsamlegast vćri ađ fjarlćgja malarhaugana sem áttu ađ verđa göngustígur um verndarsvćđi.

Í byrjun október á síđasta ári hvatti ég forseta bćjarstjórnar og vinafólk til ađ láta af níđskrifum sínum um Varmársamtökin. Ţar beindi ég athyglinni ađ gildi jákvćđra samskipta. Ţar skrifa ég međal annars; "Ég er tilbúin ađ hitta á ţessa ađila og vinna ađ ţví ađ hreinsa ágreining og draga lćrdóm fyrir framtíđina. Vilja ţau ţađ? ". Ekkert svar. Hinsvegar hefur forsetinn eytt út fjölda eigin athugasemda og fćrslna ţar sem ađ hann hefur metiđ svo ađ gćtu skađađ hann persónulega. Einnig er vinkona hans og helsti málsvari, sem iđulega virtist ekki ganga heil til skógar, búin ađ loka sinni síđu og allar athugasemdir á öđrum síđum dottnar út. Međ ţessu tvennu hefur átt sér stađ verđugt hreinsunarstarf.

Eftir standa ţó margvísleg ósannindi, sem ađ mér finnast ekki ásćttanleg. Látum vera ađ forystumađur VG í bćjarfélaginu finni sínum pólitísku áherslum helst farveg í tilfinningatengdri baráttu viđ opin umhverfissamtök og látum vera ađ hann lýsi persónulegri óvild gagnvart hinum og ţessum einstaklingum, sem ađ kosnir hafa veriđ til starfa fyrir íbúasamtök í bćjarfélaginu. Persónulega fannst mér hinsvegar óásćttanlegt ađ ráđast opinberlega ađ atvinnustarfsemi minni í bćnum međ háđsglósum. Ţannig ađ ég ákvađ í haust ađ bjóđa ekki lengur upp á dans- og jóganámskeiđ líkt og ég hef gert. Heldur kenni annarsstađar. Persónulega finnst mér óásćttanlegt ađ forseti bćjarstjórnar gangi fram međ ósannindi um ađ ég tengist einhverjum nafnlausum skrifum.

Nú er svo komiđ ađ ég vil ađ hann biđji mig afsökunar á ţessum dylgjum. Ég hef aldrei skrifađ neitt undir nafnleynd á blogginu og hef heldur aldrei ţurft ađ hreinsa neitt út af ţví sem ađ ég hef skrifađ. Skrif forseta bćjarstjórnar og félaga hans á Moggabloggi undir leyninöfnum urđu hinsvegar ađ ţví sem nefnt var Mosfellsbćjarmáliđ fyrir um tveimur árum og voru ađför ađ Varmársamtökunum. Ađdróttanir forseta bćjarstjórnar um ađ ég tengist hliđstćđum nafnleyndarskrifum gegn honum er orđiđ svo langdregiđ og endurtekiđ útspil ađ ég er búin ađ fara fram á ađ hann biđji mig opinberlega afsökunar. Frestur sem ég gaf honum gildir fram á miđnćtti í kvöld, en annars verđur ţess freistađ ađ fá slíkum ósannindum hnekkt fyrir dómstólum.

Afrit eru til af öllum fćrslum hjá Morgunblađinu og ađgengileg í málarekstri. Líka ţau sem búiđ er ađ eyđa.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband