Frystum West Ham

Samkvæmt mati formanns félags verðbréfaeigenda eru það um 20 einstaklingar sem bera ábyrgð á áhættutengdri útrás sem að skattgreiðendur virðast eiga að gerast ábyrgir fyrir að hluta. Það eru eðlileg viðbrögð Breta að vilja að Íslendingar standi við skuldbindinagar. En það hljóta líka að vera eðlileg viðbrögð Íslendinga að sveit útrásarvíkinga axli sína ábyrgð. Það voru tilteknir einstaklingar sem gengu fram með græðgi og sækni í áhættusöm verkefni.

Margt bendir til að við verðum gerð ábyrg fyrir stórum hluta af IceSave reikningum Landsbanka. Þó ég skilji ekki afhverju Edge reikningar Kaupþings séu á ábyrgð Breta. Skil heldur ekki hvernig og hvaða íslenskir ráðamenn höfðu heimildir til að setja upp ríkisábyrgð á þessari erlendu bankastarfsemi.

Björgólfur Thor Björgólfsson var fyrir stuttu skráður sem einn af 500 efnuðustu einstaklingum í heiminum. Þó að sjálfsagt sé mikið af þeim fjöðrum fokið, þá má ætla að enn séu þar mjög miklar eignir. Faðir hans Björgólfur Guðmundsson er einnig stóreignamaður. Þeir feðgar verða fyrst og fremst að bera ábyrgð á kröfum frá Bretunum. Einkavæðing fjármálafyrirtækja átti að fela í sér að einstaklingar eru ábyrgir fyrir skuldbindingum þeirra.

Þarf ekki að frysta eignir þeirra feðga á meðan heildarbúið er gert upp til að vernda ríkið og almenning gegn því að sitja uppi með tjónið?


mbl.is Ekki bara hryðjuverkalög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

"Skil heldur ekki hvernig og hvaða íslenskir ráðamenn höfðu heimildir til að setja upp ríkisábyrgð á þessari erlendu bankastarfsemi" Þetta skil ég ekki heldur og vil fá að vita hvernig þetta gat gerst.

Það að Bretar séu í rétti er ég ekki sammála. Þeir ættu að ath aðeins hvað Íslendingar eru búnir að moka miklum peningum til Englands bæði þegar útrásarkálfarnir keyptu úrelt og ónýt fyrirtæki þeirra, allar þær verslunarferðir sem Íslendingar eru búnir að fara í síðustu 20 ár og öll þau vörukaup er Íslensk fyrirtæki hafa sömuleiðis gert síðustu 30 ár en nær öll tíska á Íslandi er aðkeypt frá Bretlandi.

Halla Rut , 10.10.2008 kl. 09:28

2 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Jú, það ætti að vera búið að því fyrir mörgum dögum og koma í veg fyrir að stertimennin reyni að lauma fé og eignum undan, efast samt um að þeir hafi manndóm í sér til að gera eins og þú leggur til, þessir dúdar hugsa aðeins og eingöngu um rassgatið á sjálfum sér, er ekki einu sinni viss um að þeir skammist sín yfirhöfuð að einhverju ráði og finnst ábyggilega að þeir hafi lítið rangt gert. Ég sé þá allavega ekki fyrir mér að selja allar sínur eigur til að sýna lit, ekki er nú reisnin mikil þegar á reynir.

Georg P Sveinbjörnsson, 10.10.2008 kl. 09:28

3 Smámynd: Halla Rut

Það er ansi stutt síðan að Jón Ásgeir kom í sjónvarpinu sínu og sagði okkur öllum að ríkið væri að STELA bankanum hans. Það voru nú ansi margir sem trúðu honum.

Halla Rut , 10.10.2008 kl. 10:54

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Satt er það Halla. Ég verð að viðurkenna að mér fannst það óheppilegt að Seðlabanki Íslands tæki 300 milljarða lán í Deutche Landesbank sem kom í veg fyrir að Glitnir gæti fengið fyrirgreiðslu hjá sama banka.

Svo erauðvitað margt á löngum stjórnmálaferli Davíðs sem var alltaf á þeim nótum að Baugsmenn væru vondu kapítalistarnir og Björgólfsfeðgar góðu kapítalistarnir. Þannig að það var óheppilegt og ýtti undir samsæriskenninguna að það væri Davíð sem boðaði til fréttamannafundar og tilkynntu þessar afdrifaríku ákvarðanir.

Sumir segja að með þjóðnýtingu Glitnis hafi spilaborgin hrunið. Veit ekki hvort að nokurn tíma verður hægt að ráða rétt í það hvort að þetta varð orsakavaldur að allsherjar lokun á viðskipti með krónu og fyrirgreiðslu til hinna íslensku bankana.

En fengu Björgólfsfeðgar ríkistryggingu á IceSave af því að þeir voru "góðu kapitalistarnir"? Í réttum tengslum við seðlabankastjóra og Flokkinn.

Gunnlaugur B Ólafsson, 10.10.2008 kl. 11:17

5 Smámynd: Halla Rut

Já sennilega er það rétt...það var allt gert fyrir Björgólfsfeðga.

Glitnir hefði farið hvort sem var. Ef ríkið hefði lánað þeim þá hefðu þeir farið með þann aur til útlanda og síðan rúllað of ríkið tapað. Þetta voru handónýt veð og þar að auki ekki í gjaldeyrir heldur Íslenskum krónum. 

Við héldum öll að Björgúlfur væri góði og heiðarlegi gæinn. Við horfðum öll á með aðdáun í augum. Horfðum á manninn sem var svikinn af þjóðinni og gerður öreigi en kom aftur, sá og sigraði. Gaman væri að vita nú, af hverju hann gaf ekki úr tvær bækur sem hann borgaði fyrir að láta skrifa um Hafskipsmálið. Var þar eitthvað sem sagði aðra sögu en hann vildi láta okkur heyra?

Halla Rut , 10.10.2008 kl. 11:29

6 Smámynd: Ingvar

Hér eur einning eignir sem væri rétt á að frysta.

http://www.landicproperty.is/content/is/heim/fasteignir/sko%C3%B0a_fasteignasafn

ihg 

Ingvar, 10.10.2008 kl. 13:41

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Gulli ég er sammála þér

Hólmdís Hjartardóttir, 10.10.2008 kl. 15:18

8 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það er rétt og IceSave er á vegum íslensks banka og samkvæmt EES eru skuldbingar um bankastarfsemi í öðrum löndum. Mikilvægt hefði því verið að setja einhver viðmið um hámarksumsvif.

Gunnlaugur B Ólafsson, 10.10.2008 kl. 19:37

9 identicon

Lætin í Brown snúast um fé inni á reikningum sem eru í eigu sveitafélaga, ríkisstofnanna, líknarfélaga o.s.fvr. Það er þess vegna sem hann gerir svona mikið mál úr þessu.

Málið er að breska fjármálaráðuneytið, undir stjórn Darlings, hvatti til þess að fé í geymslu væri ávaxtað og Icesave var stimplað OK. Þetta fé er ekki tryggt nema í mesta lagi upp að 20.000 evrum pr. reikning. Á reikningum nefndra aðila voru milljónir eða milljónatugir punda þannig að þetta skiptir engu.

Þegar þeir átta sig á þessu hringir Darling í Árna og spyr hann hvort að Ísland ætli að standa við 20.000 evra trygginguna. Þar sem ekki er til mikið erlent lausafé í landinu og ekki beinlínis auðvelt að fá lán þessa dagana getur Árni ekki svarað með afdráttarlausu Jái. Þeir félagar ákveða að þetta sé nógu líkt neii til að duga og fara í fjölmiðla og vekja upp almenna hneykslan yfir því að Ísland "ætli að bregðast almennum sparifjáreigendum".

Síðan þegar fréttir berast af glötuðu fé sveitafélaga o.s.frv. er fárið orðið svo mikið (vona þeir) að andúðin beinist að Íslandi og engin hafi vit á að spyrja spurninga. Svo vona þeir að eitthvað annað komi í fréttirnar áður en fólk kveikir á perunni.

Breska samfylkingin er fræg fyrir svona spuna taktík...

...og fylgismenn allra samfylkinga fyrir að falla fyrir henni.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 22:07

10 Smámynd: Sverrir Aðalsteinsson

Jú Gulli ég er sammála þér auðvitað eiga menn að svara fyrir sig. 

Sverrir Aðalsteinsson, 11.10.2008 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband