Nýsir hættir rekstri sundlaugar í Mosfellsbæ

LagafellslaugÍ dag tekur Mosfellsbær yfir allann rekstur Íþróttamiðstöðvar Lágafells af fyrirtækinu Nýsi. Gerður hafði verið samningur milli Mosfellsbæjar og fyrirtækisins um uppbyggingu og rekstur. Þarna var bærinn að þróa sig í nýjungum sem voru á nótum einkavæðingar. Að slíkur rekstur væri betur kominn í höndum einkafyrirtækja heldur en bæjarins.

Þessi þróun hlítur því að vera pólitísk vonbrigði fyrir einkavæðingar og verktakastefnu Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks í Mosfellsbæ. Eitt af því sem að langtímasamningurinn við rekstraraðila gerði að verkum var að með honum færðust nokkur hundruð milljóna kostnaður við uppbyggingu íþrótta-miðstöðvar yfir á hlutafélag.

Nú hefur í hinn einkavæddi rekstur víða snúið heim í faðm mömmu, ríkis eða bæja, sem tekur við öllum jakkafatadrengjunum sínum. En líkt og í tilfelli ríkisbankana þá mun almenningur í Mosfellsbæ væntanlega þurfa að bera ábyrgð á vanefndum og skuldum sem tengjast þessu verkefni. Því geta fylgt kostir að virkja sköpun einstaklinga en of langt virðist gengið þegar einka-fyrirtækjum er falin ábyrgð á eign, uppbyggingu eða rekstri innviða bæjarfélags. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband