Vorkenni Davíð

Þegar horft er á viðtal Sigmars Guðmundssonar í Kastljósi við Davíð Oddsson og einungis er lesið út úr tilfinningalegum viðbrögðum, þá er þar eitthvað stórmerkilegt á ferðinni. Hann er ætíð á varðbergi gagnvart spyrlinum, ætlar honum slæman ásetning. Upplifir aðför gegn sér skipulagða af Baugsmiðlum. Gefur lítið fyrir það að hann njóti ekki trausts og að það þurfi að skapa frið um bankann. Viðurkennir engin mistök.

Þessi einstaklingur sem aldrei hætti að vera formaður Sjálfstæðisflokksins heldur áfram eins og hann gerði á meðan hann var það opinberlega að sortera fyrirtæki. Hann átti erfitt með að ræða ummæli Sigurðar Einarssonar að hann hafi nefnt nauðsyn þess að "taka Kaupþing niður". Honum tókst líka að bendla hugsanlegar færslur hjá Kaupþing í London við setningu hryðjuverkalaga. Hann lýsir því yfir að hann hafi látið lögreglu vita af tengslum Kaupþings við auðjöfurinn í Katar.

Hin flokkslega vinátta við Björgólfsfeðga birtist á þann veg að þar eru engar meldingar látnar falla um nauðsyn á rannsóknum á hugsanlegu peningaþvætti tengdu Landsbankanum, tengslum við Rússnesku mafíuna o.fl sem legið hefur í loftinu. Nú, þarf þessi pólitíski vígamaður sem sorterar samferðamenn í vini og óvini, vonda kapitalista og góða kapítalista að fara að fá hvíldina. Eitthvað sem gefur honum sálarró og svigrúm til að gera upp málin frá sínu þrönga pólitíska sjónarhorni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Þór Strand

Gott að þú vorkennir Davíð.

En mig er farið að langa að spurja þig einnar spurningar þar sem þú er einn af þeim sem barðist hvað harðast fyrir því hérna á blogginu að fá núverandi ríkisstjórn finnst þér hún vera að gera eitthvað?

Einar Þór Strand, 25.2.2009 kl. 08:10

2 Smámynd: HP Foss

Davíð hefur nú sennilega tilfinningar eins og flest annað fólk, sýndi það í gær að hann hefur þær. Hann gaf spyrlinum ekki færi á staðhæfingum án raka, Sigmar stóð sig samt vel á móti þessum meistara.  Já, hann upplifir þessa aðför Baugsmanna því þeir hafa jú gefið það út að málaferli á hendur þeim séu undan hans rifjum runnar.  Án þess að þeir hafi nokkra sönnun fyrir því og það veist þú sennilega ekki heldur, frekar en ég.

Mér þótti hann ekki eiga í neinum sérstökum vandræðum með að ræða ummæli Sigurðar Einarssonar, hann sagði þær einfaldlega rangar og eðlilegt og reyndar kurteisilegt af Davíð að ræða það ekki frekar. Varla svaravert.

Hvað átti Davíð að ræða mikið sögusagnir um peningaþvætti fyrir rússnesku mafíuna sérstaklega? Gróa á leiti getur aldrei orðið undirstaða málefnalegrar umræðu en hann nefndi þó sérstaklega að menn skyldu athuga að hryðjuverkalögin hefðu verið sett á Landsbankann, taldi að Bretar hefðu haft þar áhyggjur af hlutum sem ekki lágu innan þeirra lögsögu, þannig að hann skyldi Bjöggana ekkert útundan. Það er ekki rétt hjá þér.

Ég held að þú þurfir ekkert að vorkenna honum Davíð, það væri frekar að vorkenna krötunum sem brugðust skyldu sinni, Ingibjörgu, Björgvin, Össuri, maður talar nú ekki um Eyjamanninn ykkar, hann Lúðvík. Hann virðist lítið skárri en Árni.

Þetta fólk hefur brugðist okkur með því að hlaupast undan merkjum á ögurstundu, hefði verið nær að þrauka fram að kosningum í vor með sömu ríkisstjórnina.
Ég hef ekki trú að að samfylkingin geti staðið saman að rikisstjórnarsamstarfi í heilt kjörtímabil. Þeim ættir þú í raun að vorkenna því ég get ekki séð að þeim verði kápa úr klæðum sínum.

kv-Helgi

HP Foss, 25.2.2009 kl. 09:23

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það er örugglega flestum sem við mismunandi aðstæður er hægt að vorkenna. Í gærkvöldi vorkenndi ég Davíð Oddssyni að bjóða upp á þetta sorglega hugtakaskema. Maðurinn sem telur að við séum heilaþvegin vegna áróðurs Baugsmiðla, maðurinn sem í einu orðinu leggur mikið upp úr sjálfstæði Seðlabankans og það sé óeðlilegt að minnihlutastjórn sé að eyðilæeggja "bankann minn" finnst svo eðlilegt að hann sem að hefur áfram verið starfandi formaður sjálftökuflokksins geti líka verið seðlabankastjóri.

Hann kemur með einhverja smjörklípu um að stjórnmálamenn hafi haft óeðlilega fyrirgreiðslu innan bankakerfisins. Þetta á hann að þekkja að var föst regla frekar en undantekning alla síðustu öld. Sjálfstæðismenn voru á spenanum. Síðan komu Bónusverslanirnar og gerðu út um heildsalaveldið, sem var bakhjarl flokksins í viðskiptalífinu. Þess verður seint fullhefnt af Davíð.

Maðurinn sem aldrei getur viðurkennt að gera nokkurn tíma mistök getur ekki viðurkennt þá staðreynd að hann nýtur ekki trausts 90% þjóðarinnar sem seðlabankastjóri samkvæmt skoðanakönnunum. En svo koma einhverjir og spjalla við hann og segja að þeir treysti engum betur, þá er það merkilegt og marktækt.´

En til er fólk sem að vorkenndi honum ekki, sá ekki hina sjálflægu hugtakanotkun og sorglega hroka. Þar á meðal er Agnes Bragdóttir sem að í morgunútvarpinu talaði eins og hér hefði lýðurinn síðustu vikurnar verið að vera krossfesta frelsarann.

Gunnlaugur B Ólafsson, 25.2.2009 kl. 10:32

4 identicon

Það er til geðsjúkdómur sem heitir ofsóknaræði. Sumir eru með hann á mjög háu stigi.

Stefán (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 11:46

5 identicon

Mér finnst þú og fleiri yfirlýstir andstæðingar Davíðs setja mikið niður,

Af hverju vorkennir þú honum ?? ertu svona aumingjagóður eða ertu eins og allir hinir vitleysingarnir sem hrópa Davíð burt ?? Af hverju ferðu í panikk þegar Davíð kemur fram og tjáir sig og það um málefni sem SKIPTIR máli, veistu hvað það málefni er ?? fyrir utan það að koma honum frá að ykkar mati ?? Allveg furðulegt hvað þú og þínir líkir forðist að ræða þjófnaðinn og hina raunverulegu sakborninga hrunsins og mætið eins og þroskaheft fífl og hrópið DAVÍÐ...... Alger óþarfi að hlífa glæpahyskinu með þessum hætti...... ertu kanski í Samfylkingunni blessaður...??

Ólafur (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 12:45

6 identicon

Davíð hefur ávallt sýnt mikla ástríðu í framkomu og verki, ég man eiginlega ekki eftir kappanum án þess að sýna tilfinningar, það er líklega það sem gerir hann að þessari miklu og um leið umdeildu goðsagnapersónu sem hann er orðinn. 

Það er enginn núlifandi íslendingur sem getur sópað að sér þvílíkri athygli að bróðurpartur þjóðarinnar er sem límdur við skjáinn og heyra hvað goðinn hefur að segja, ýmist með mikilli aðdáun, opnum huga eða óhagganlegum fordómum og þá jafnvel blandað virðingu sem skekur skilningarvitin út og suður. 

Það er ekki hugsjón frelsis til athafna sem hefur slátrað ímynd og efahag þjóðarinnar, þar á blekking, græðgi, hégómi og óheiðarleiki allan heiðurinn ekki Davíð Oddson.

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 12:46

7 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Gjafakvótinn og græðgisvæðingin voru sem sagt ekki innleidd á vakt Sjálfstæðisflokks undir forystu Davíðs Oddssonar?

Gunnlaugur B Ólafsson, 25.2.2009 kl. 13:16

8 identicon

Þetta er látið hlljóma eins og Davíð hafi setið í reykfylltum herbergjum að deila út gjafakvóta til gráðugra einkavina!  Spurningin sem ég er að velta fyrir mér er frekar heimspeki og siðferilegs eðlis, það er hvort að stjórnmálamaður vinni samkvæmt sannfæringu sinni og samvisku hverju sinni, hvort að markmið og athafnir eru hugsaðar samfélaginu til góða.

Allar meiriháttar hugsjónastefnur hafa beðið skipsbrot, ekki vegna þess að hugmyndafræðin hafi verið slæm, heldur alltaf er það mannlegt eðli, lestirnir sem verða okkur að falli eins og þú veist mæta vel.

Davíð sem persóna er ekki fæddur með silfurskeið í munni og hvorki fégírugur eða hégómlegur, því er spurning hvort að ekki eigi að ræða siðbót í mannlegu fari almennt frekar en að veitast með slíku hætti að einum manni sem að hefur ekki sýnt annað en að vera óvenju drífandi og kraftmikill hugsjónamaður.

Rétt eins og margt sem þú hefur bloggað af hugsjónum þínum Gunnlaugur, þar eru margar góðar samfélagspælingar og trúðu mér að ef þú hefðir valdið til að koma þeim í framkvæmd að ekki væru langt til þess að bíða að mannlegir brestir færu illum höndum um upphafleg markmið og tilgang.  Þá stæðir þú uppi eins og Davíð  að reyna að benda á að útkoman var ekki ætlunin og því ættir þú að viðurkenna sök þess er bjagar hugsjónir þínar í verki ?

Ég bara spyr.

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 14:01

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég upplifði hann nákvæmlega svona. Ávallt á varðbergi, óstyrkur, persónugerði spurningarnar og ásakaði spyrilinn hvað eftir annað fyrir að spyrja tiltekinna spurninga!!

Mér fannst hann eins og risi sem riðar til falls.....

Hrönn Sigurðardóttir, 25.2.2009 kl. 14:31

10 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Einmitt eins og risi sem riðar til falls. Vorkenni honum að hafa svona snarbrenglaðar hugmyndir um stöðu sína og mikilvægi. Geta ekki sýnt auðmýkt, viðurkennt mistök og sjá þörfina fyrir endurnýjun til að skapa traust. 

Veit ekki hvaða hugsjónir hann hafði nema að hin ósýnilega hönd og markaðurinn gætu leyst úr flestum samfélagsins vanda.

Gunnlaugur B Ólafsson, 25.2.2009 kl. 15:17

11 Smámynd: Júlíus Valsson

Ertu hissa Gunnlaugur?

Júlíus Valsson, 25.2.2009 kl. 16:21

12 identicon

Sammála þér að mjög mörgu leyti um þetta nafni.

Hinns vegar er Davíð alls ekki alls varnað og ég held að það sé rétt hjá honum að hann varaði stjórnvöld ítrekað við og líka að það voru ekki mörg önnur alvöru meðul sem Seðlabankinn bjó við til þess að stöðva ægivald fjámála furstana.

Ég gef heldur ekkert fyrir áróður Samfylkingarinnar gegn honum vegna þess að hann var ekki hagfræðingur og því ekki með menntun í jobbið. Davíð ætti að hafa haft allt í þetta jobb faglega, bæði mjög fjölbreytta reynslu og líka ágætis lögfræði menntun. Gleymum því aldrei að hagfræðingar heimsins höfðu 99,8% alrangt fyrir sér og keyrðu fjármálamarkaðina á fullri ferð fram af bjargbrúnini.

Benda má á t.d. að fyrrverandi forsætisráðherra Geir Haarde er hámenntaður hagfræðingur en hann var samt alveg jafn staurblindur á bankahrunið og vildi alls ekki hlusta á Davíð 

Eiginlega ætti að taka fram í auglýsinguni um stöðu nýs Seðlabankastjóra að hann mætti alls ekki vera hagfræðingur.

En hinns vegar er Davíð hornóttur gallagripur á ýmsan hátt, mest þó vegna þess að hann er hroðalega umdeildur pólitískt og svo undarlega hefnigjarn og stórbokkalegur að það er fyrst og fremst það sem gerir hann hálf vanhæfan til þess að gegn þessari mikilvægu stöðu í samfélaginu.

Þess vegna er hann alveg ófær um að sýna auðmýkt og viðurkenna mistök.

En gleymdu því ekki að það eru nú fleiri sem ekki kunna að sýna auðmýkt og þverneita ítrekað að bera nokkra ábyrgð á hruninu.

Ekki þarf að fara lengra frá þínum bæ nafni minn en til Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur formanns Samfylkingarinnar.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 17:42

13 identicon

Eru menn ekki að missa sig aðeins í þessari umræðu?

Ég hef alltaf skilið það svo að há laun manna, hvort heldur hjá ríkinu eða í einkageiranum, séu m.a. vegna þess hve mikla ábyrgð þeir bera. Í þessu tilviki hefur Seðlabankinn brugðist öllum meginmarkmiðum sínum, sem eru efnahagslegur stöðugleiki, lág verðbólga og standa vörð um gengi krónunnar. Þar af leiðandi er eðlilegt að stjórn hans axli ábyrgð og víki. Punktur og basta.

Hinrik (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 21:31

14 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Vissulega rétt, hárrétt! Engin af markmiðunum náðust. Það mætti þess vegna sleppa hruninu, þeir ættu að víkja þó ekki væri nema út af mikilli verðbólgu og óstöðugu gengi.

Gunnlaugur B Ólafsson, 25.2.2009 kl. 23:11

15 identicon

Þú talar í hringi. Ef litið er á hvenær verðbólgan jókst sést glöggt að það er á sama tíma og bönkunum var gefinn laus taumurinn í íbúðalánunum. Eina stjórntækið sem Seðlabanki Íslands hefur til þess að slá á verðbólgu sem er tilkomin vegna óhóflega greiðs aðgangs almennings að lánsfé, er að hækka stýrivextina og gera það þannig óhagstæðara að taka lánið. Það kallast að slá á eftirspurn. Við sjáum samt alveg hvað það hafði lítið að segja, það er viðurkennt að stýrivextir virka mjög hægt sem stjórntæki. Verðbólgan er vegna þeirrar þenslu sem ríkti á Íslandi um áraskeið og Seðlabankinn hafði ósköp lítið að segja með það. Davíð Oddsson ber miklu meiri ábyrgð í mínum huga sem fyrrverandi forsætisráðherra heldur en nokkurn tímann sem seðlabankastjóri. Þeir sem voru við völd og sköpuðu svigrúmið fyrir þessari þenslu, þeir eiga að hugsa sinn gang. Árni Matthiesen gerði sér grein fyrir því að nú er rétt að hann víki og er hann meiri maður fyrir vikið. Þetta verða fleiri að átta sig á. Það er ekki rétt að leggja Davíð Oddsson í einelti, hann ber vissulega ábyrgð en það er fjarstæða að hann beri það mikla ábyrgð að hann verðskuldi þetta aðkast, persónusmánun og lítilsvirðingu sem nú á sér stað gegn honum. Það er verið að eyða allt of miklu púðri í að reyna að bola burt einum manni þegar það eru miklu fleiri sem ættu að víkja, þar á meðal fólkið sem vinnur hvað harðast að því að bola Davíð burt.

Gunnlaugur, hvernig væri að svara spurningu Einars Þórs Strand. Finnst þér ríkisstjórnin vera að gera eitthvað?

Fyrir mitt leyti þá segi ég nei.

Kristinn Magnússon (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 22:30

16 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Kristinn takk fyrir þessa greiningu "þú talar í hringi"? Vonandi meinar þú þetta ekki neikætt. Ég hef komist að flest orsakasambönd liggja í hring. Það er ekki hægt að finna út hvort kemur fyrr egg eða hæna, erfðir eða umhverfi.

Sá sem að hefur arfgenga tónlistarhæfileika leitar í umhverfi sem örvar hina arfgengu eiginleika. Vertu ekki órólegur þó þú upplifir eitthvað sem hringavitlausu. Svona er bara lífið og náttúran.

Auðvitað er þetta sársaukafullt fyrir þá sem hfðu sett Davíð á stall sólguðsins. Auðvitað er þetta enn erfiðara fyrir hann sem að vildi fá að vera í friði með "bankann sinn". Ég meina það í einlægni frekar en kaldhæðni að ég vorkenni honum lifa í slíkum hugmyndaheimi.

Ég svaraði ekki Einari af því að hann var með athugasemd sem tengdist ekkert færslunni. En ef ég opna á fyrirspurnir að þá er ég býsna ánægður með stjórnina. Fólk skynjar ekki lengur þetta tómarúm eins og það sé ekkert að gerast.

Krónan er að réta úr kútnum, viðskiptajöfnuður hagstæður og án efa styttist í vaxtalækkanir. Það er verið að fikra sig í rétta átt maður skynjar það. Málin snúast um fólk en ekki forréttindi útvaldra.

Gunnlaugur B Ólafsson, 26.2.2009 kl. 22:53

17 identicon

Sjálfur teldi ég það ekki samúðarfullan mann sem finndi ekki til með Davíði blessuðum. Reyndar hlýtur það reyndar að vera nokkuð algengt í röðum Sjálfstæðismanna að þar vanti kannski eilítið upp á samúðina. Fannst það a.m.k. sýna sig svolítið í öryrkjamálinu fræga. Margir sem hér hafa skrifað gætu þó e.t.v. talið að Davíð hafi haft rétt fyrir sér í því máli sem öðrum. Þ.e. þegar hann sagði í kjölfar úrskurðar sem var honum sjálfum óhliðhollur að Hæstiréttur væri vanhæfur til að dæma..hahahaha.  Meina, hver er annað en fánýtur sé hann ekki Davíði sammála? 

Sigfús Örn Einarsson (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband