Miðbær Mosfellsbæjar

Á næstu mánuðum bíða Mosfellinga spennandi tækifæri við stefnumótun um miðbæ. Tilfinning margra er að þar þurfi að trysta undirstöður gróskumikils mannlífs. Þó að mörg þjónustufyrirtæki í miðbænum hafi átt erfitt uppdráttar, þá hlítur það að vera metnaðarmál að gera bæjarfélagið að miklu meira en svefnbæ. Að í stækkandi bæjarfélagi geti íbúar sótt menningu og þjónustu í heimabæ.

Grundvöllur að því að vel takist til við að láta miðbæjarskipulag verða grundvöll mannlífs er að hafa málið eins opið og mögulegt er. Íbúarnir komi að hugmyndavinnu. Þar á bæjarfélagið hrós skilið að hafa leitað eftir áliti fólks með vinnu svonefndra rýnihópa. Mjög mikilvægt er að halda áfram á svipuðum nótum, að bæjarbúar geti tekið afstöðu til mismunandi hugmynda.

miðbaerSlík opin vinnubrögð þurfa hinsvegar leiðsögn og aðkomu fagfólks. Skipulagsfræðingar þurfa að meitla væntingar og óskir fólks inn í skynsamlegan farveg. Ef farið er út í deilur um kirkju hér eða þar, framhaldsskóla hér eða þar, þá getur það leitt til minnkandi trúar á lýðræðið.

Staðsetning framhaldsskóla og kirkju eru brýnustu úrlausnarefni miðbæjarskipulags. Hugsanlega dugir að festa fyrst staðsetningu þeirra niður. Síðan þarf að velta fyrir sér möguleikum varðandi verslunar- og þjónustusvæði. Eru menn alveg hættir við kardimommubæinn í Háholti eða væri æskilegt að byggja hliðstæða lengju á móti sem færi að gefa heildstæða götumynd?

skipulagEf til vill þarf að hugsa málin á djarfan og nýstárlegan hátt. Flestir vilja orðið versla inni, en þó held ég að menn vilji ekki fá annað Krónuhús í stækkaðri mynd. Ef til vill er hægt að gera eitthvað spes. Byggja upp verslunarhús með rómantískri ásýnd og umgjörð. Staðsetja það í fallegum garði eða að láta það forma einhverja Versali með garði og útiaðstöðu í miðjunni.

Setjum fram hugmyndir! Sköpun og þátttaka íbúa er forsenda þess að vel takist til. Annars munu hagsmunir byggingaraðila og aðila með lóðaréttindi ráða för. Þá þarf eftir nokkur ár aftur að fara af stað með nýja leit að miðbæjarskipulagi með sál og hjarta.

Hvað finnst þér?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband