Uppsprettur kærleikans

Fór í morgunmessu hjá séra Ragnheiði í Lágafellskirkju. Góð og innihaldsrík samverustund. KK og Ellen tóku nokkur lög sem gerði athöfnina enn fallegri. Á allra sálna messu, sem er í dag er látinna minnst. Ragnheiður fjallaði um ömmu sína sem var henni uppspretta og efling góðra eiginleika, jákvæðni og kærleika. Hún hvatti fólk til að minnast þeirra sem hefðu reynst fólki haldreipi og fyrirmyndir. Kærleiksríkar fyrirmyndir. Hugurinn ráfaði til minninga um ömmur mínar, Kristínu og Ragnhildi, fólksins í Hraunkoti o.fl.

LágafellskirkjaÍ raun eigum við öll þetta val að vera farvegur kærleikans. Við erum samfélag og erum allt lífið að hitta á fólk sem að hefur jákvæð áhrif á okkur. Því er haldið fram að sérstaða Íslendinga í trúmálum sé sú að langflestir aðhyllast hina lútersku þjóðkirkju. Ef kirkjan vill gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu þá þarf hún að skapa möguleika á að hinn almenni kirkjugestur upplifi sig áhrifamann í söfnuðinum. Kirkjan er að fikra sig inn á slóð opnunar hjartans. Í stað þess að mæta til messu líkt og ég kynntist í bernsku með óttasvip og erfðasyndina á bakinu er áherslan að færast á næringarríka samverustund.

Þarna liggja möguleikar kirkjunnar til að vaxa og dafna. Festast í sessi sem mikilvægt hreyfiafl í samfélaginu. Ástarmiðstöð, kærleiksmiðstöð, mannræktarmiðstöð. Farvegur næringarríkra samskipta, uppspretta inntaks og vegarnestis. Í ljósi þessa samfélagslega hlutverks finnst mér það við hæfi að hinn almenni meðlimur safnaðarins sé gerður að þátttakanda í tilhögun uppbyggingar á miðstöð safnaðarlífsins, nýrrar kirkju í miðbæ Mosfellsbæjar. Slíkt hús verður sem hljómandi málmur eða hvellandi bjalla, ef ekki er leitað eftir því að hún verði vegur kærleika allra sálna safnaðarins. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sæll Gulli, það er ágætt að kíkja í messu af og til, ég verð að viðurkenna það að í þeirri deild er ég frekar slappur. Varðandi athugasemdina þína Gulli þá setti ég þetta fram í djóki þessi vindhraðamælir á Skagaströnd á það til að sína nokkur þúsund m/s þegar best er. Bara gaman að því. Það væri gaman að hitta þig þegar maður er á ferðinni fyrir sunnan sem ég veit náttúrulega ekki hvenær það verður næst. Kalli bróðir býr í Hveragerði og Kiddi í bænum. Ég verð í sambandi við þig þegar ég legg land undir dekkin á bílnum og þeysi suður.

Kv Halli 

Hallgrímur Guðmundsson, 5.11.2007 kl. 00:14

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Hæ Halli

Er á Reykjavegi í Mosó. Reyni að vera höfðingi heim að sækja!

Gunnlaugur B Ólafsson, 5.11.2007 kl. 00:19

3 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sæll aftur Gulli, gott að vita það ég finn þig nokkuð örugglega, ég er vanur því að finna það sem ég ætla mér.

Kv Halli 

Hallgrímur Guðmundsson, 5.11.2007 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband