Hvað með skuldir heimilanna?

Ríkið hefur með auknum tekjum verið að koma í plús. Nú á að tryggja grundvöll sveitarfélaganna. Hvar er viljinn til að styðja við þann hlekk sem að er mest skuldsettur þ.e. heimilin í landinu. Nú er nýbúið að hækka stýrivexti og vextir á íbúðalán hafa hækkað um þriðjung hjá bönkunum. Samfylkingin þarf að koma þarna sterk inn, snúa við þróun íhaldsáranna sem endalaust bætti aðstöðu fjármagseigenda og skapa fjölskylduvænt samfélag með auknum barna og vaxtabótum.
mbl.is Ríkið mun veita aðstoð við skuldagreiðsluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Mikið rétt.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 5.11.2007 kl. 19:03

2 Smámynd: unglingur

Ég get nú ekki sagt að ég vorkenni heimilunum mikið. Voru þetta ekki allt saman fjárráða einstaklingar sem ákváðu að taka lán? Áttu heimilin ekki að vita hvað þau væru að fara útí?

Þau geta bara sjálfum sér um kennt. Ekki koma með einhverja gamla lummu um að "bankinn hækkaði bara vextina og ég gat ekkert gert" því það er fáránlegt. Fjárráða einstaklingar eiga að bera ábyrgð á eigin fjármálum en ekki væla þegar þeir hafa sjálfir, með pennan að vopni, komið sér í skuldahaf sem þeir vita ekki hvernig eigi að þurrka upp.

Það var enginn neyddur til að taka lán! 

unglingur, 5.11.2007 kl. 19:40

3 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Sammála Gunnlaugur. Aukum vaxtabætur og barnabætur til þeirra sem þurfa á þeim að halda. Við viljum hafa þjóðfélagið þannig að öll börn hafi jöfn tækifæri óháð efnahag foreldra. Um leið á að taka allar bætur og opinberar greiðslur af fólki sem er vel stætt.  Þurfum að auka samkeppni á lánamarkaðnum til að fólk geti tekið lán á sambærilegum kjörum og erlendis.

Þorsteinn Sverrisson, 5.11.2007 kl. 19:54

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Takk fyrir þetta. Umræðan hefur ekki farið út í neitt væl. Það var óæskilegt hve ríkissjóður var skuldsettur, en því hefur verið snúið til betri vegar. Það er slæmt hversu skuldsett sum sveitarfélög eru, en nú á að fara að gera átak í þeim málum. Á líkan hátt er það slæmt hversu skuldsett mörg heimili eru og fyrir velferð afkomenda og fjölskyldna þá þarf að hafa gott efnahagslegt umhverfi heimilana.

Gunnlaugur B Ólafsson, 6.11.2007 kl. 00:00

5 Smámynd: ViceRoy

Góð grein Gunnlaugur.

 Unglingur : Það er rétt hjá þér. Það neyðir enginn engan til að taka lán. En hins vegar geta komið upp mál hjá fjölskyldum að þau þurfi að taka lán. Og fólk VERÐUR að taka lán fyrir íbúð, því það eru nú ekki allir sem eiga milljónirnar tilbúnar í farteskinnu til að greiða fyrir íbúð eða hús.

Eins og staðan er í dag kallinn minn, verðbólga er ekki lág og hún hækkar, íbúðarverð er brjálæðislega hátt, vextir eru háir, og kaupmátturinn er að lækka í kjölfarið.

Ef þér dettur í hug að nefna leigumarkaðinn þá skal ég hlægja mig máttlausan, því það er með verstu hugmyndum sem fólki dettur í hug, að fara á leigumarkaðinn til lengdar. Núna er leiguverð fáránlegt og eins og kom í fréttum um daginn þá duga lágmarkslaun ekki fyrir leigu eða kaupum á íbúð. Miðað við þessar háu fjárhæðir þá eru vaxtabætur lágar og allar bætur orðnar úreltar bara á 2-3 árum.

Ef þú spyrð þig hví leigumarkaðurinn sé slæm hugmynd skal ég svara því.  Það er fyrir það fyrsta mun sniðugara að eyða peningunum í fjárfestingu heldur en útí loftið má segja. Þegar þú leigir ert þú að borga niður íbúð eiganda íbúðarinnar, og miðað við leigu í dag, 100.000 kr og meira, eyðirðu 1.2+ milljónum á ári í leigu en átt ekkert í því. Svo kemur að því að það er hægt að henda þér út og þú endar kannski í hærri leigu.

Það verður að reyna að koma til móts við fólk í dag því fólk er að verða komið gjörsamlega út í horn, margt hvert, og fleiri á leiðinni hægt og rólega, jafnvel hraðar en við búumst við.  

Ísland átti að státa af því að hafa gott velferðarkerfi, en það er hins vegar að fara fyrir bí ef ekkert verður aðhafist.  Ríkið var skuldum vafið en er komið út úr því þar sem flestu lán ríkis eru niðurgreidd og þar af leiðandi er Ríkissjóður að hala inn meiru en nokkru sinni fyrr og það eru peningar sem fólkið í landinu basically á, því þetta eru jú prósentur af þeirra launum, sem ríkið á að nota til að bæta kjör og umhverfi fyrir fólkið í landinu, hvernig sem ríkið gerir það.  Samgöngur eru okkur í hag, bótakefið er okkur í hag, velferðarkerfið er okkur í hag, og nefndu nánast hvað sem er, það er gert til að reyna að gera betra fyrir fólkið í landinu.

Þannig að þetta er mjög sniðugt sem Gunnlaugur setur hér fram og ef þú setur bara fram þau sterku orð að það sé gjörsamlega fólki að kenna hvernig fyrir því er komið, myndi ég hugsa mig tvisvar um, því það er ekki endanlega fólkinu að kenna.

Þegar kreppan var hér á landi og enginn átti krónu, allt farið til fjandans... Tel það nú ekki fólkinu að kenna hvernig fyrir því var komið þá. 

ViceRoy, 6.11.2007 kl. 14:57

6 Smámynd: ViceRoy

Ætla að bæta því við, þessi orð mín var öllum beint til unglings, svo það komi skýrt fram :)

ViceRoy, 6.11.2007 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband