Fullveldisdagur

Byrjađi fullveldisdag í Hagkaupum međ ţví ađ kaupa bók. Ţar var á undan mér viđ kassann, ja hvađ má segja, ţeldökkur mađur međ barn örlítiđ ljósara á hörund. Á nćsta kassa voru ítalskar mćđgur ađ versla og austurlensk stúlka í ţjálfun átti í vandrćđum međ ađ losa ţjófavörnina. Kortiđ hjá manninumm virkađi ekki og var hann óhress međ ţađ. Hringdi eitthvađ og talađi hátt. Langur strákur um tvítugt var á kassanum og talađi viđ hann eins og hann kynni alla helstu takta máls og líkamstjáningar úr Bronx. Sá dökki ákvađ ađ lokum ađ borga međ peningum og sagđi hressilega; "Have a nice day, man!" . Ég borgađi bókina og sagđi viđ íslenska konu á sextugsaldri sem var ađ rađa fötum á króka ađ viđ vćrum orđin aldeilis alţjóđleg. Hún gerđist íhugul og sagđi; "Já, ég held viđ verđum nú ađ hćgja eitthvađ á ţessari ţróun".

Ţá fór ég ađ hugsa um hversu magt og mikiđ hefyr breyst. Ég er af síđustu kynslóđ sveitamanna sem elst upp viđ ađ vasast međ kindur í torfkofum. Reka ţćr í bćjarlćkinn til brynningar. Brjóta klakann ofan af honum ţegar ţess ţurfti. Finnst núna merkilegt ađ hugsa til ţess ađ hafa kynnast ţví hvernig Íslendingar bjuggu í ţúsund ár. Ţađ breyttist síđan allt á 30 árum. Bylting í búskaparháttum í sveitum og flestir fluttu í ţéttbýli. Nú trúi ég ađ á nćstu tíu árum eigi eftir ađ verđa grundvallarbreytingar á eđli íslensks samfélags. Stór hluti allra ţeirra útlendinga sem hingađ hafa komiđ til starfa eiga eftir ađ setjast hér ađ. Hverjir ađrir eiga ađ kaupa allt ţađ umfram  húsnćđi sem ađ er í smíđum á höfuđborgarsvćđinu og á Suđurlandi?

Arngunnur Ýr

Dagur fullveldis var fjölbreytilegur og skemmtilegur. Skellti mér á Kaffi Sólon ţar sem unhverfisráđherra rćddi sinn málaflokk. Skaut ábendingu um mikilvćgi ţess ađ landeigendur gengdu meira hlutverki innan Vatnajökulsţjóđgarđs, ef ekki vćri ćtlunin ađ kaupa land. Fór síđan og hlustađi á Berglindi leiđtoga okkar í Varmársamtökunum syngja eins og engil í Hallgrímskirkju viđ opnun á málverkasýningu Arngunnar Ýr. Himneskar myndir og söngur. Síđan lá leiđin á Korpúlfsstađi ţar sem 29 listamenn standa ađ sýningunni Meter. Frábćrt ađ sjá ţá miklu grósku sem ađ er ţar. Stemmingin líktist ţví sem var á Álafossi ţegar mest gróska var ţar í listalífi fyrir um áratug. Tolli, Magnús Kjartans, Haukur Dór, Inga Elín, Ţóra, Helga, Ólöf, Ásdís, Óli Már og fleiri. Ţađ voru mistök ađ bćrinn skyldi ekki kaupa húsin af Framkvćmdasjóđi á sínum tíma ţegar ţau voru til sölu fyrir lágt verđ. Ţannig hefđi veriđ hćgt ađ tryggja grunn frjórrar listastarfsemi í Kvosinni og grósku í bćjarfélaginu til framtíđar.

Brunuđum síđan á heimaslóđ ađ hlusta á Orra minn og fleiri í Skólahljómsveit Mosfellsbćjar spila ţegar kveikt var á jólatrjám viđ Kjarna. Á eftir var söngur og veitingar skipulagt af Kammerkór Mosfellsbćjar. Frábćr viđbót viđ dagskrána, gengiđ í kringum jólatréđ, jólasveinar, söngur, kakó, rjómi, mandarínur. Flott. Enduđum síđan ţennan fallega og fjölbreytilega dag á ţví ađ fara upp í Hvirfil í Mosfellsdal á opnun Ţóru Sigurţórsdóttur leirlistakonu í nýju glćsilegu húsnćđi.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband