Hætt við flug milli Egilsstaða og Kaupmannahafnar

Iceland express ákvað nýlega að aflýsa fyrirhuguðu vikulegu flugi milli Egilsstaða og Kaupmannahafnar. Staðsetning höfuðstaðar Austurlands er að mörgu leyti ákjósanleg fyrir alþjóðlegan flugvöll milli Íslands og Evrópu. Það eru því vonbrigði að þetta flug hafi ekki náð að vaxa og dafna.

Margt bendir til að kynning og áform um flug á þessari leið hafi verið framkvæmd af hálfum hug. Erfitt var að fá uppgefið fyrr en seint og um síðir hvort af fluginu yrði. Það er mjög erfitt fyrir ferðaskipuleggjendur að markaðsetja ferðir, ef það er óljóst hvort flogið verður á tiltekinni leið.


mbl.is Iceland Express gefst upp á Egilsstöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Hornafjörður var alltaf góður kostur fyrir millilandaflug. Ég man að ég rökstuddi það stíft í leiðurum Eystra Horns m.t.t. þess hve veðrið væri alltaf gott þar og þægilegt að ferja fólk með rútum í bæinn þegar hann yrði notaður sem varalendingaflugvöllur. En Hornafjörður er einhvern veginn kominn út úr öllum myndum núna, leiðinlegt. kv. B

Baldur Kristjánsson, 10.6.2008 kl. 22:07

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sæll Baldur. Vissulega hefði Hornafjörður átt að vera líka inn í myndinni með leit að millilandaleið stysta veg yfir sundið. Það verður samt að viðurkennast að Egilsstaðir hafa mikið meira bakland í nálægum byggðarlögum. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 11.6.2008 kl. 10:32

3 identicon

Þetta sýnir bara að erfitt er að gera út á ferðamennsku úti á landsbyggðinni.  Því miður. 

Stóriðjuandstæðingar hamra alltaf á því þegar þeir benda á "eitthvað annað" að fólk á landsbyggðinni eiga að byggja afkomu sína á ferðamennsku, heldur en stóriðju.

Þorvaldur Valgarðsson (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband