"Lýðræði! - Ekkert kjaftæði!"

Ítrekað hefur komið fram í könnunum að meirihluti stuðningsmanna Vinstri grænna vill hefja aðildarviðræður að Evrópusambandinu og er hlynnt pólitískri, menningarlegri og efnahagslegri samvinnu í álfunni. Það sem vekur athygli er að þeir eru eini flokkurinn sem ekki ætlar að leyfa flokksmönnum að kjósa um hvort þeir eru með eða á móti. Feðraveldið gefur út meldingu um að flokkurinn sé meira á móti aðild en nokkru sinni fyrr. Móttakið hina einu réttu afstöðu og þegiði svo!

Drífa Snædal framkvæmdastjóri VG sem sást á hliðarlínunni hjá hettugenginu sem gerði aðför að Alþingi og ríkisstjórn, ber að íhuga hvort lýðræðisástin gæti ekki byrjað á heimavelli. Það þýðir ekki að ganga hrópandi um stræti og torg ef ekki er svo fylgt eigin boðorðum. Bar þennan skort á lýðræði undir samkennara í flokknum í dag og tók hann heilshugar undir að stefnumótun VG í Evrópumálum sé óeðlileg. Hún sé "þunglamaleg og gamaldags".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Gunnlaugur B Ólafsson, hvar kom þessi könnun fram? Hafi VG einhverntíman gert svona könnun innan sinna raða og þetta er niðurstaðan, hvað ertu þá að gaspra um ólýðræði innan flokksins.

Svo langt man ég nú Gulli minn að fyrir nokkrum dögum lýsti formaður flokksins því yfir, bæði í útvarpi og sjónvarpi að hugmyndir VG væru að kjósa fyrst og spyrja svo, ekki öfugt eins og örverpin hjá krötunum. Sem sagt fyrst að spyrja þjóðina hvort hún vilji aðildarviðræður, ef já, þá viðræður, ef nei, þá engar viðræður. Er mjög erfitt að skilja þetta. Það er greinilega erfitt fyrir krata að skilja hvernig lýðræði virkar.

Þetta er það sem kallað er lýðræði og ekkert kjaftæði Gulli minn.

Þórbergur Torfason, 15.12.2008 kl. 20:47

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ávallt hraustlegur í tilsvörum Þorbergur! En ekki alvaeg sanngjörn. Þú ma´tt bölva einhverjum krötum, en það er jafn nálægt skotmarki og ef ég færi að nudda þér upp úr einhverjum rússatengslum.

Komum okkur að málefninu. Samfylkingin bar stefnu sína í Evrópumálum undir flokksmenn sína í póstkosningum. Framsóknarflokkurinn ætlar að fara einhverja svipaða leið. Evrópunefnd Sjálfstæðisflokksins fundar nú vítt og breitt um Evrópumál og fulltrúar munu ákveða stefnuna á væntanlega fjölmennum landsfundi nú í janúar. Frjálslyndir hef ég heyrt að séu að fara í svipaða vinnu að móta stefnu sem borin verði undir félagsmenn.

Það eru skiptar skoðanir um Evrópumál í öllum flokkum. Persónulega finnst mér eðlilegast að flokksfélagar kjósi á opinn og lýðræðislegan hátt um stefnuna í þessum málaflokki. Skil ég þig rétt að þú aðhyllist ekki slík vinnubrögð heldur viljir bara fá flokkslínuna frá forystunni og verða síðan viðskotaillur.

Gunnlaugur B Ólafsson, 15.12.2008 kl. 21:17

3 Smámynd: Þórbergur Torfason

Gulli þú ert eitthvað að misskilja. Steingrímur vill að þjóðin byrji á að sýna vilja sinn til viðræðna í almennri kosningu. Síðan verði lagðar línur ef vilji verður fyrir hendi og að lokum greitt þjóðaratkvæði um niðurstöður. Lýðræðislegra getur þetta varla orðið. Mín skoðun er hins vegar allt allt önnur og hana hef ég birt á minni síðu. Ég á eftir að taka hana upp á öðrum vettvangi innan tíðar.

Evrópa er bara gamall nýlendukúgari sem ekkert á nema ljóta fortíð svona svipað og Sjálfstæðisflokkurinn í dag. Við eigum að stefna í allt aðra átt og þar hef ég meira að segja nefnt Rússland til sögu og ber engan kinnroða af því. Milliríkjasamningar eru alltaf milliríkjasamningar og samningar við Rússa eru alveg óskrifað blað meðan við vitum að Evrópa mun gleypa okkur með húð og hári. (þá sem það hafa) Við hinir sleppum.

Þórbergur Torfason, 15.12.2008 kl. 21:35

4 Smámynd: Þórbergur Torfason

Það er að segja Gulli. Steingrímur vill ekki að einhver þröngur hópur flokksmanna stjórni því hvert leið okkar liggur í framtíðinni.

Þórbergur Torfason, 15.12.2008 kl. 21:36

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það er ágætt út af fyrir sig að vilja að þjóðin kjósi, en mér þætti lýðræðislegt að andstaða við ESB sem er flokkslína feðraveldis verði borin undir almenna atkvæðagreiðslu í flokknum.

Ásmundur Sigurðsson hét sómamaður og þingmaður sósíalistaflokksins. Hann var frá Reyðará í Lóni og þar var Geir Sigurðsson bróðir hans bóndi. Þegar sveitungar voru að ræða við hann um afstöðu hans í tilteknu máli þá svaraði Geir; "Ég get ekki sagt um það fyrr en Ásmundur kemur að sunnan í næstu viku". Eitthvað á þessum nótum finnst mér lýðræðisvitundin vera hjá Vinstri grænum. Það er bara keyrt á flokkslínu og ekki heilbrigð umræða um mikilvægt mál.

Gunnlaugur B Ólafsson, 15.12.2008 kl. 22:12

6 identicon

Þyrfti að láta steingrím ganga plankann. VG gæti að því búnu tekið upp Evrópusambandsaðild og orðið stjórntækur með Samfylkingunni = Hamingja, Lýðræði! og  enginn sjálfstæðisflokkur! eða framsóknarflokkur!

Steinn Jónsson (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 22:21

7 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Þegar Sjálfstæðisflokkurinn verður búinn að hafna Evrópuviðræðum á flokksþinginu Þá verður hægt að ganga til kosninga og þá munu kosningarnar einfaldlega snúast um ESB aðild. Þeir sem kjósa Samspillinguna og Framsókn kjósa með aðild en þeir sem kjósa hina eru á móti. Hefur Samspillingin eitthvað á móti því?

Þorvaldur Guðmundsson, 16.12.2008 kl. 01:19

8 identicon

Auðvitað felst hið eina sanna lýðræði og hagræði í að kjósa um aðild að ESB einmitt á þeim tímapunkti þegar hún gæti slefað yfir 50%.   Það er svo hagkvæmt, því ef rétt niðurstaða fæst þarf ekki að kjósa aftur og aftur eins og t.d. í Noregi og bráðum á Írlandi.

 Svo er ekki rétt ESB sé ólýðræðislegt.  Því er stjórnað af fulltrúm gömlu nýlenduveldanna sem þiggja umboð sitt frá kjósendum í sínum löndum.  Þeim þykir vænna um Ísland en börnin sín og budduna.

Þórður Pálsson (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 01:45

9 Smámynd: Kommentarinn

Það þýðir lítið að kjósa um aðildarviðræður því það veit enginn hvað er verið að kjósa um. Eftir að viðræður hafa farið fram vitum við hvað innganga þýðir fyrir íslendinga og þá getur þjóðin kosið um hvað hún vill. Þessi umræða um ESB er ekkert nema upphrópanir í báðar áttir því enginn veit neitt hvað aðild felur í sér...

Kommentarinn, 16.12.2008 kl. 09:18

10 Smámynd: Þórbergur Torfason

Það að enginn viti hvað er verið að kjósa um ef leitað er viljayfirlýsingar þjóðarinnar, er ekki rétt. Í Evrópusambandinu eru núna 27 þjóðir. Þær hafa allar gengið í þetta ríkjasamband með ákveðnum skilyrðum. Þau skilyrði þekkjum við nógu vel til að leggja mat á okkar stöðu ef inngöngu verður leitað. Það að blekkja sjálfan sig og reyna að blekkja restina af þjóðinni eins og Samfylkingin stundar, er ekki góð pólitík. Hún náttúrlega dæmir sig sjálf.

Þórbergur Torfason, 16.12.2008 kl. 13:57

11 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Hér fara menn mikinn og fussa út í Samfylkinguna og Evrópusambandið. Það er allt saman gott og blessað. Ágætt að finna einhvern farveg ef menn eru pirraðir.

Held að það skynji allir að nú á næstu mánuðum er komið að ákvörðun að fara út í aðildarviðræður.

Það sem að er hér til umræðu og var inntak færslunnar var að kalla eftir skýringum á því afhverju VG er eini flokkurinn sem hleypir ekki hinum almenna félaga að ákvarðanatöku um stefnu flokksins í Evrópumálum.

Er þar bara einn sannleikur leyfður?

Gunnlaugur B Ólafsson, 16.12.2008 kl. 15:03

12 Smámynd: Fannar frá Rifi

evran og esb er í kreppu. evran hefur ekki hjálpað neitt. ef evran og esb væri eins gott og Baugsfylkingin talar um þá hefði Ungverjaland aldrei þurft að leita á náðir IMF. ef evran væri svona góð þá væri Þýskaland ekki á leið inn í samdrátt. þá væri spánn ekki með 10% atvinnuleysi. þá væri ekki ríkisábyrgð á öllum bankalánum, innlánum, millibanklánum á Írlandi.

esb og evran er heittrú Gunnlaugs. hann er eins og Jón Frímann hérna á blogginu. alveg blindir í sinni trú. 

Fannar frá Rifi, 17.12.2008 kl. 18:42

13 Smámynd: Fannar frá Rifi

ef esbsinnar tala um kreppu á Íslandi þá er það Krónunni að kenna. ef minnst er á kreppu í esb þá er það heimskreppunni að kenna. gatasigti heldur betur vatni heldur en esbsinnar.

Fannar frá Rifi, 17.12.2008 kl. 18:43

14 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Fannar minn frá Rifi. Skoðanir mínar eru ekki hættulegar. Þær felast í að opna okkur gagnvart pólitískri samvinnu í Evrópu. Sá tölur yfir atvinnuleysi í Bandaríkjunum og það var sagt 6%. Er það eitthvað lægra en meðaltalið í Evrópu? Þú gætir örugglega farið til Lousiana og fundið um 10% atvinnuleysi.

Þetta snýst líka um kúltúr. Við erum með það innbyggt í okkar viðhorf að það sé best að hafa 2-3 störf hver og vera líka í fullu námi! Held að það sé töluvert falið atvinnuleysi vegna þess að svo margir eru skráðir í skóla.

Fannar frá Rifi er sem sagt stórhættulegt íhald sem að er að verða einn eftir ásamt Hirti Guðmundssyni í að vilja loka okkur af hér á hólmanum undir ránfuglinum, Hannesi Hólmsteini og íslenskri þjóðrembu. Samsonflokkurinn hans er búin að skuldsetja þjóðina um hundruði milljarða.

Hinir útvöldu góðu kapítalistar Davíðs, Kjartans og Hannesar reyndust allra verstir!

Gunnlaugur B Ólafsson, 18.12.2008 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband