Góða spillingin kemur frá Valhöll

Hannes Hólmsteinn er bara snillingur. Hann skrifar grein í Fréttablaðið í dag sem heitir Spilling í Brussel. Hann hefur verið lítt áberandi síðustu vikur enda hugmyndakerfi hans hrunið. Hann reynir því að slá á nýja strengi og bendir á þörfina á siðbót innan Evrópusambandsins.

Í Evrópu er það svo til óskráð regla að framámenn í stjórnmálum segja af sér ef þeir hafa gert eitthvað sem rýrir traust almennings á tiltekinni persónu. Nú hefur umboðsmaður gert alvarlegar athugasemdir við stöðuveitingar innvígðra.

Spilltu sporin liggja víða í kringum kjarna Davíðs Oddssonar sem Hannes Hólmsteinn tilheyrir og ver í blindni. Það eru ekki bara stöðuveitingarnar á son, frændur og einkavini. Nú eru merki um alvarlega spillingu innan þessa kjarna vegna innherjaupplýsinga í máli Baldurs Guðlaugssonar.

Svo virðist sem að Róbert Wessmann hafi ekki verið í réttu klíkunni, því hann hafði ekki upplýsingar sem voru aðgengilegar ráðuneytisstjóranum, innvígðum og innmúruðum. Hannes er í glerhúsi og á ekki að kasta steinum. Hvað þá að halda að þeir drífi alla leið yfir til meginlandsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er spilling eða corruption í ESB og það er eitthvað sem Samfylkingin veit örugglega um, en talar alls ekki um HUMMM!!!

EU Corruption 

Must watch TV! - The clip the EU doesn't want you to see

Með þessu er ég ekki að neita því að spilling sé í Sjálfstæðisflokknum, en ætli það sé ekki spilling hjá Samfylkingunni, en það væri gott að fá allt upp á borðið?????

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 17:39

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Hannes og sjálfstektin er mest hrædd um að við inngönguna í ESB þá muni þeir missa tökin á okkar eigin spillingu .. og allt komist upp.

Óskar Þorkelsson, 9.1.2009 kl. 18:28

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Akkúrat Óskar, þá minnka möguleikarnir til þess að rækta sérgæskuna og fjölskyldutengslin. Hef heyrt að erlendum sérfræðingum sem komi hingað blöskri smákóngaveldið sem er út um allt og kemur í veg fyrir að hægt sé að grípa til einhverra árangursríkra leiða í aðgerðum fyrir fólk og fyrirtæki.

Gunnlaugur B Ólafsson, 9.1.2009 kl. 20:09

4 Smámynd: Þór Jóhannesson

Þetta eru gömul fræði og ný - að kasta rýrð á allt og alla í kringum sig til þess að reyna að réttlæta egin viðbjóð. Áróðurstæki notað af öfgasinnuðum hægri öflum í gegnum tíðina með skelfilegum afleiðingum - sjáum skýr dæmi um slíkt með daglegum barnamorðum í Palestínu þessar vikurnar.

Þór Jóhannesson, 9.1.2009 kl. 21:01

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Gott hjá þér Gunnlaugur að vera ekkert að bera á móti því að spilling sé landlæg í ESB. Svoleiðis tuð er bara til óþurfta. En auðvitað gegnumsýrir spilling ESB og hvernig á annað að vera þegar 170,000 manns koma sér saman um að taka sér alræðisvald yfir 500 milljónum manna án þess að verða sér út um umboð. Enda er svo miklu auðveldara að segja fólki hvernig það eigi að lifa lífinu, en að eyða tíma í að spyrja hvernig það vilji lifa því. Aldrei að vita nema fleiri en ein tillaga komi fram.

Hvað Davísson varðar þá minnir mig að hann hafi verið metinn hæfur. Og fyrst verið er að minnast á syni, frændur og EINKAVINI, þá má spyrja hvert var mælikerið sem, hæfileikar Kristínar Árnadóttur í öll embættin á vegum Samfylkinginarinnar, var borið við? Þótt ég eigi ekkert sökótt við þessa konu þá sýnist mér hún orðin tákn spillingarinnar í kringum formann Samfylkingarinnar.

Og fyrst þú nefnir það, hvað veistu meira um innherjaupplýsingar Baldurs Guðlaugssonar en allur almenningur eða eru menn nú dæmdir samkvæmt almanna rómi? Hvað veistu nema Baldur þurfi að svara til saka ef sakir reynast sannar? Það má líka spyrja hvort Baldur hafi haft einhverjar innherjaupplýsingar? Því var hann ekki löngu búinn að losa sig við bréfin? Var Oddson ekki búin að mata ríkisstjórnina á viðvörunum í meira en sjö mánuði áður en Baldur seldi bréfin, eða byggja þessi innherjaupplýsingar ekki á því að hann hafi verið í svo nánum tengslum við höfuðpaur svikamillunnar,  Oddson sjálfan.

Gunnlaugur, ég held þú ættir bara að halda áfram að styðjast við jákvæða hugarleikfimi og láta neikvæðnina öðrum eftir.

Ragnhildur Kolka, 9.1.2009 kl. 21:27

6 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Mér finnst pólitískar ráðningar á fólki í ráðuneyti og utanríkisþjónustu alveg koma til greina. Það hlítur að vera nauðsynlegt fyrir flokka sem að eru við völd hverju sinni að hafa fólk í kringum sem að er hugmyndalega á sama báti. Slíkt gerir stefnumörkun skilvirkari. En jafnframt verður þá að vera ljóst að viðkomandi geri sér grein fyrir því að ráðningin er flokkspólitísk og tímabundin meðan tiltekinn flokkur er við völd. Þannig eru nú í lok mánaðarins fjöldi fólks úr starfsliði George Bush að missa vinnuna við Hvíta húsið og í tengdum stofnunum, en starfslið Barack Obama tilbúið að hefja störf.

Ég veit ekki hvort að hægt er að skipta út Haraldi Jóhannesen, Berki Þorvaldssyni, Jóni Steinari Gunnlaugssyni og Þorsteini Davíðssyni þegar nýr dómsmálaráðherra tekur við störfum. Við sitjum trúlega uppi með þessi flokks og ættartengsl. Reyndar var ráðning Hannesar Hólmsteins í prófessorstöðu einmitt af þessum sama meiði spillingarinnar, að flokkskírteinið kom einstaklingnum áfram framhjá matsnefnd Háskóla Íslands.

Það er verðug og jákvæð hugarleikfimi að sjá fyrir sér að við losnum út úr svona spilltu tengslaneti og ég hér ríki meira jafnræði meðal einstaklinga og heilbrigðara lýðræði. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 10.1.2009 kl. 01:08

7 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Carsten Valgren fyrrverandi aðalhagfræðingur Danske Bank skrifar grein í Fréttablaðið. Hann bendir á leiðir að úrbótum;

"Í fyrsta lagi verður Seðlabankinn að öðlast fullt sjálfstæði. Þá hefð að koma stjórnmálamönnum fyrir í stjórnendastöðum verður að rjúfa.  ...

Í öðru lagi þarf að fela hluta af fjármálakerfinu alþjóðlegum stofnunum, eða stofnunum í öðrum löndum, til þess að skapa þá fjarlægð sem oft er erfitt að ná á Íslandi.  ... Fagfólk væri að verki sem ekki ætti sinn starfsframa undir stjórnmála- eða viðskiptalegum hagsmunum á Íslandi.

Í þriðja lagi þarf að afnema verðtrygginguna svo endanlega sé hægt að uppræta verðbólguna úr hagkerfinu".

Nú þurfum við að hjálpa íhaldinu og smákóngunum sem að þvælast fyrir að losa um tengslanetið svo að hér sé hægt að byggja upp gegnsæja stjórnsýslu, jafnræði og lýðræðislega stjórnskipan.

Gunnlaugur B Ólafsson, 10.1.2009 kl. 12:11

8 identicon

Sæll Gunnlaugur og gleðilegt nýtt ár.

Efnahagsmálin hér eru smámál miðað við þá helför sem er nú stunduð í Gaza af Ísraelum með dyggum stuðningi Ameríkumanna, sem m.a. hafa lagt þeim til nýja vítisvél.

Við Íslendingar höfum lengi stutt við yfirgang og kúgun Ameríkumanna á alþjóðavettvangi, enda þrælslundin ávalt rétt handað við hornið.

Núna var lag; ráðherrar ríkisstjórnarinnar voru kallaðir til aðgerða og ábyrgðar í vikunni en því miður brást það sem fyrr, enda óstarfhæf vegna ófullnægjandi stuðnings þjóðarinnar.

Bendi hér á góða samantekt frá Bjarna Harðarsyni fyrrum alþingismanns frá því í dag en hann hefur kjark til að stíga fram og lesa mönnum pistilinn. Ögmundur tekur þetta einnig upp á sinni síðu, hér.

Við Íslendingar erum ekki stikkfríir frá þessari helför og þá ábyrgð verðum við að axla fyrr eða síðar.

Það kemur að skuldadögum.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 12:30

9 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sæll Hákon og gleðilegt ár

Við þurfum að bæta okkar skipan í átt til heilnæmara lýðræðis. En við erum í paradís miðað við Palestínumenn sem þurfa að búa við að vera innilokaðir og niðurlægðir undir einu mesta herveldi heims og með stuðningi mesta hernaðarbáknsins.

Það er sorglegt að sjá hvernig mannslíf eru mismikið metin. Ef Palestínumenn hefðu drepið 700 Ísraela þá hefði nú fyrst farið að ókyrrast. Talað er um það sem hluta af lausn vandans að koma í veg fyrir að Palestínumenn geti eignast vopn. Auðvitað mega þeir ekki hafa tennur hvað þá vígtennur til að verja sig. Eiga að vera til friðs í búrinu eða drepnir ella.

Gunnlaugur B Ólafsson, 10.1.2009 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband