Hvar ert þú "ósýnilega hönd" og "dauða fjármagn"?

Eitt af því skondnara sem hægt er að hlusta á í ljósi undangenginna mánaða og bankahrunsins er að hlusta á ríflega ársgamalt viðtal Íslands i dag við Hannes Hólmstein Gissurarson. Nú þarf heldur betur að fá aðstoð ósýnilegra handa og finna dautt fjármagn til að virkja.

Hann fór víða um heim og flutti kotroskinn fyrirlestra um þetta efni og með sérstakri áherslu á kvótakerfið. Í viðtalinu telur hann gjafakvótann sem upphaf góðæris í landinu, en flestir eru nú sannfærðir um að þar liggi upphaf meinsemdarinnar sem varð frækornið að græðgisvæðingunni í landinu.

Hann talar á þeim nótum að næstu skref einkavæðingar séu orkugeirinn og auðlindirnar. -Sjá ekki allir hversu mikið Dabbon og Hannsi voru á bremsunni og reyndu að vara þjóðina og útrásargengið við hvert stefndi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Gulli heldurðu að geti verið eitthvað til í því sem Guðni Ágústsson minnist á að EES samningurinn sé hugsanlega það sem olli skandalnum?

Þórbergur Torfason, 13.1.2009 kl. 00:39

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ekki frekar en að aðgangur að áfengi valdi fíkn. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 13.1.2009 kl. 00:49

3 identicon

Þvílíkur blöðruselur hann Hannes og hann á að heita hagfræðingur og professor. Hann er svosem ekki sá fyrsti af svokölluðum málsmetandi mönnum sem varð að athlægi fyrir framan upplýsta alþjóð, á útrásartímanum. Minnist viðtals við fyrrverandi bankamálaráðherra þar sem honum vefst tunga um tönn, þegar hann er spurður  álits  á bankaútrásinni. Svo kom það " Snillingar" sagði hann og skók sér makindalega í pelsinum sínum.

kolbún Bára (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 01:27

4 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

D-stóll auður í kvöld á Háskólabíó Hannes hvað ?

Anna Ragna Alexandersdóttir, 13.1.2009 kl. 02:50

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Dauða fjármagnið hans Hannesar sem hafði verið nýtt í sjávarútvegi var notað til að rúlla af stað erlendri skuldasöfnun banka og heimila í skjóli ofmetinnar krónu. Þensan og hágengið keyrt áfram með nýjum álverum. Stjórnmálamenn létu eins og fíklar til að viðhalda vímunni. Nú er öll spilaborgin hrunin og hendurnar margar orðnar sýnilegar. Dauða fjármagnið sem var virkjað í ævintýrið orðið steindautt.

Gunnlaugur B Ólafsson, 13.1.2009 kl. 10:28

6 identicon

Samfylkingin lofaði útrásina líka eins og útblásin dúkka fyrir homma. Þetta skot þitt á Hannes er skot í löppina á þér. Er þetta ekki svipað píp í þér og Varmársamtaka-bullið þitt?

Þórir kristinsson (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 23:07

7 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Afaverju fór Sviss ekki í EES sáu þeir hættuna ég myndi halda það.

 Halldór Ásgrímsson sá þetta fyrir hann sagði alltaf að við þyrftum að ganga inn í EB vegna frjálsaflæðis fjármagns en krónan þessi ör minnt gat aldrei staðist alveg sama hvernig við lítum á það hefðu erlendir bankar sett hér upp útibú sem við erum búin að vera að suða um í mörg ár eða frá því að bankarnir voru seldir og hefði hann farið á hausinn þá vorum við ábyrgð þó innistæðueigendur hefðu erlenda kennitölu, hvaða vit er í þessu? þetta er eins og blindur maður keyri bíl getur sloppið en ekki ef vegurinn verður hættulegur.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 13.1.2009 kl. 23:24

8 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Eitt eitrað epli er hér meðal athugasemda. Gæti þetta verið það samhengi mannsins og andlegt umhverfi? Þekki hann ekki og veit ekki til að ég eða Varmársamtökin hafi verið að abbast upp á hann. Veit ekki ástæðu hans rætnu skrifa. Kanski ætti ég að bjóða honum í kaffi og kleinu út í Mosfellsbakarí. Ræða hvort við getum ekki sameinast um áherslur umhverfisverndar og útivistar í sveitinni í borginni. 

Gunnlaugur B Ólafsson, 14.1.2009 kl. 00:36

9 identicon

Miðað við önnur lákúruleg skrif þín er dæmigert fyrir þig að flokka fólk sem "eitruð epli" nafn mitt er í símaskránni og vinir mínir koma þér ekkert við. Ef þér finnst skrif mín rætin þá finnst mér það sama um þín skrif. Sem Mosfellingur í húð og hár hef ég ýmislegt við Varmársamtökin að athuga enda hafa þau stórskaðað ímynd Mosfellsbæjar og kostað mig og aðra skattgreiðendur  þar stórfé. Þú hefur ekki afhjúpað neinn stóran sannleik  með því að setja link við blogg Karls Tómassonar þvert á móti hefur þú lagst á það lága plan að gefa í skyn að hans persóna hafi eitthvað með mínar skoðanir að gera.  Ef þú þolir ekki skoðanir annara en já-manna á blogginu þínu hentu mér þá bara út.

Þórir Kristinsson (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 17:41

10 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Svisslendingar höfnuðu EES samningi Jóns Baldvins og hafa gert tvíhliða samninga við ESB síðan, um allt sem þeir hafa þurft.EES er upphafið og afleiðing að hruninu.Því ber að segja samningnum upp.Veldur hver á heldur.

Sigurgeir Jónsson, 14.1.2009 kl. 18:00

11 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ég óska þér til hamingju Þórir ef að þú telur að hvatvísleg skrif þín til mín efli eitthvað ímynd Mosfellsbæjar. Held að kreppan hafi einmitt sýnt okkur fram á að áherslur Varmársamtakanna eru nær fögru mannlífi og bæjarbrag, heldur en sú græðgisvæðing og verktakalýðræði sem var látið rúlla sitt skeið hér í bæjarfélaginu.

Það kemur mér ekkert við hversu hreinn Mosfellingur þú ert í húð og hár eða hversu mörg samfelld ár þú hefur afplánað, ef þú hefur ekki meiri virðingu fyrir opnum félagasamtökum í bæjarfélaginu og lýðræðislegum rétti íbúa til að vera mótandi um sitt bæjarfélag.

Boð mitt um kaffi og kleinur stendur, ef þú ert eitthvað órólegur yfir mínum hlut í þessu samfélagi. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 14.1.2009 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband