Samfylkingin sýni djörfung með persónukjöri

Samkvæmt áliti Eiríks Tómassonar þá mælir ekkert lagalega gegn því að framboð bjóði upp á persónubundið val í komandi Alþingiskosningum. Það hefur verið sannfæring mín að Samfylkingin hafi alla burði til að vera öflugasti vettvangur lýðræðis í landinu.

Flokkurinn hefur ekki náð að stilla upp sterkum frambjóðendum með prófkjörum og aðrir sem fúlir hafa orðið með árangurinn, leitað fyrir sér í öðrum flokkum s.s. Jakob F. Magnússon Valdimar Leó Friðriksson og nú síðast erfðaprinsinn Guðmundur Steingrímsson.

Með einhverju móti verður að tryggja það að hinn almenni flokksfélagi geti haft áhrif á röðun á framboðslista. Fátt er verra en þegar tiltölulega óvirk flokksfélög skipa uppstillinganefnd þar sem þeir stilla helst sjálfum sér í valin sæti.

Það er ekki hægt að una við það lengur að óvissa sé um heilsufarslega burði formanns flokksins til að leiða hann inn í kosningabaráttu. Þarna reynir á að Ingibjörg Sólrún hugsi um alla fleti, eigin velferð, flokks og þjóðar.

Með nýjum formanni eins og t.d. Degi B Eggertssyni, meitlaðri stefnuskrá og persónukjöri, þá gæti flokkurinn átt sviðið. Góð blanda af persónulegum metnaði frambjóðenda að kynna sín stefnumál og styrkja innviði skipskrokksins, félagslegt lýðræði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

"meitlaðri stefnuskrá"

áttu þá við að flokkarnir sem mynda kosningarbandalagið sameinist um meira heldur en þessi tvö málefni sem halda þeim saman í dag? ESB og völd.

er ekki til staðar í kosningarlögum í dag, bæði val kjósenda til þess að endurraða á listann og svo að strika út þá sem þeir vilja ekki sjá?

ef flokkurinn getur ekki stillt upp góðum lista í prófkjöri, ertu þá ekki að segja að þú sért ósáttur við val kjósenda Samfylkingarinnar í prófkjörskosningum?

Mér sýnist á öllu að þú sért að reyna að troða innanflokks vandamáli Samfylkingarinnar upp á þjóðina alla.  

Fannar frá Rifi, 12.2.2009 kl. 20:43

2 Smámynd: Lára Ágústsdóttir

Ertu svona knappur í kollinum Fannar að þú skilur ekki lýðræði?

Eða ertu  bara sjálfumglaður sérhyggjumaður og innmúraður og innvígður ? 

Lára Ágústsdóttir, 12.2.2009 kl. 21:47

3 Smámynd: Dexter Morgan

Hehe, það væri nú ekki vænlegt fyrir Samfylkinguna. Það er svo ljótt fólk þar, bæði að utan og innan. Nema að skipta út öllu pakkinu og velja eftir útliti og persónuleikaprófum.

Dexter Morgan, 12.2.2009 kl. 22:57

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

Lára.

Það er í lögum í dag að kjósendur hafa val um að enduraðar á lista þess flokks sem þeir kjósa. Kjósendur hafa  einnig val um að strika út einhvern af lista þess flokks sem þeir kjósa. Kjósendur hafa líka val á því að fara sjálfir í framboð. 

í flestum flokkum eru haldin prófkjör. í t.d. sjálfstæðisflokknum er haldið prófkjör í öllum kjördæmum.

kjósendur geta ákveðið hvort þeir vilja kjósa þann lista sem kosinn er í prófkjöri eða ekki. þeir geta tekið þátt í prófkjöri með því að kjósa þar eða að fara fram sjálf. 

Efnisleg rök vantar algjörlega hjá þér Lára Ágústsdóttir. 

hver flokkur hefur val um það hvað hann gerir. hverjur bætir ný lög um persónukjör? að allir frambjóðendur á öllum listum muni berjast innbyrðis alla kosningarbarráttuna? því að með lögum um persónukjöri mun prófkjörsslagurinn fara inn í kosningarbarráttuna? að hver frambjóðandi lofi meir en sá næsti? 

Fannar frá Rifi, 12.2.2009 kl. 23:05

5 Smámynd: Þórbergur Torfason

Þér hættir til að vera íhaldskur Gulli. Alltaf skulu hagsmunir flokksins hafðir á undan hagsmunum þjóðarinnar. Þessi pistill þinn ætti mjög vel heima á landsfundi í Valhöll.

Þórbergur Torfason, 12.2.2009 kl. 23:31

6 Smámynd: Karl Tómasson

Ég er þér sammála Þórbergur.

Gulli er mér oft hugleikinn fyrir margar sakir. Ég hef þá trú að þar fari góður drengur. Satt að segja held ég mjög góður drengur. Uppfullur af skemmtilegum hugmyndum og fróðleik.

Við höfum öll okkar kosti og galla og auðvitað er Gulli þar ekkert undanskilinn.

Ég held að Gulli sorteri ekki nægilega vel úr öllu því góða sem hann hefur fram að færa áður en hann lætur það flakka. Samanber umræðuna um Bjarna Ben hér að ofan svo eitthvað sé nefnt og svo mörgu öðru sem hann hefur endalausar skoðanir á. Gulli er full yfirlýsingaglaður og virkar oft sem sá sem hefur allt á hreinu.

Ekkert okkar hefur allt á hreinu, við verðum að átta okkur á því. 

Gulli þarf að komast í ákveðna síu, þá er hann flottur.

Ég myndi jafnvel treysta mér til þess að fást við það, ef til þess kæmi.

Bestu kveðjur fráa Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 13.2.2009 kl. 00:29

7 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Við Þórbergur erum úr sýslu þar sem til siðs var að héraðshöfðingjarnir pössuðu sig á því að segja ekki margt, svo það væri ekki hægt að hanka þá á skoðunum þeirra. Þeir fóru ef til vill með eitt ljóð í lok fundar sem sýndi að vitsmunir þeirra væru allir meiri að vöxtum en þeirra sem að hafði verið að tjá sig út og suður um málefnið. Síðan spjölluðu "réttbærir" menn um hvað ætti að gera út í hornum eftir fundinn.´

Sjálfsagt hef ég verið franskur eða ítalskur því ég vil viðra hugmyndir og fá fram mótrök. Hinsvegar stoltur af því að hafa getuna til að skipta um skoðun. Ég vil líflega fundi þar sem fólk kemst að málamiðlunum og niðurstöðu. Þannig var ég á fundi um skipulag miðbæjar í Mosfellsbæ í gær og var hann gagnlegur. Nokkrar hugmyndir komu að breytingum varðandi þrjú lykilhús í miðbænum kirkju, menningarhús og framhaldsskóla. Auðvelt hefði verið að draga þessa möguleika saman og boða til enn frekari kynningar og jafnvel kosninga um þessa möguleika. Það er ekki mikil lýðræðisvitund hér á landi og hana má víða stórefla.

Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkur hafa valið sér það hlutverk að vera handhafar sannleikans. Þeim fer það best að forystan gefi línuna. Vinstri grænir þorðu ekki að hleypa hinum almenna félagsmanni of langt í stefnumótunarvinnu varðandi ESB. Þeir gátu ekki boðið upp á kosningu um þetta mikilvæga mál innan flokksisns. Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að gera tilraun í lýðræði og láta landsfund kjósa um stefnuna í þessu máli. Margt benti til þess að stefndi í klofning innan flokksins. Nú hörfa þeir frá þessu máli og hafa enga stefnu varðandi fyrirkomulag samvinnu innan Evrópu eða í myntmálinu.

Fannar, það er ekki rétt að kjósendur hafi getað raðað frambjóðendum á lista eða að útstrikanir séu vænleg leið. Mikill fjöldi útstrikana komu á Björn Bjarnason og Árna Johnsen en dugði ekki til að þeir færðust til í sætum. Annar var meira að segja gerður að ráðherra enda hluti af ættarveldinu og meiri handhafi sannleika en aðrir innan flokksins. Móðir mín og Bjarni Benediktsson voru þremenningar og ég ber virðingu fyrir persónulegum styrkleikum þessa fólks, en það er mín afstaða að stíll þeirra í stjórnmálum hafi ekki verið hliðhollur lýðræðinu. Það að framboð bjóði kjósendum (þjóðinni ef menn vilja nota það orð) upp á að raða fólki er ekki átroðningur heldur spennandi viðbót við lýðræðið.

Vandamál við lista sem eru afurðir prófkjöra eru ekki síður vandamál í Sjálfstæðisflokknum heldur en Samfylkingunni. Maður getur nú bara nefnt Sigurð Kára og Guðlaug Þór sem dæmi. Á einhvern hátt fastir í jakkafatastemmingunni úr Heimdalli og fara aftur og aftur með sömu klausuna um sölu áfengis í matvöruverslunum ásamt andstöðu við hækkun skatta. Þetta er útkoman þegar auglýsingamennska og aðgengi að fótboltaliðum ræður sætaskipan.

Samfylkingin á að verða við kröfum fólks um að brjóta upp öll flokkseigendafélög og taka upp persónukjör. Slíkt gefur kjósandanum aukin völd. Það er spennandi að það komi fram viðhorfabreytileiki milli kjósenda í aðdraganda kosninga, sem styrkir lýðræðið. Það eflir þá hefð að hver og einn fylgi samvisku sinni, en láti ekki hugsanir og viðhorf mótast af miðstýrðu flokksvaldi. Fannar óttast "að hver frambjóðandi lofi meir en sá næsti" sem segir mest um að flokkur hans þrífst á fyrirgreiðslupólitík og sérgæsku, en ekki þekkingu eða umræðum um samfélagsmál.

Gunnlaugur B Ólafsson, 13.2.2009 kl. 01:51

8 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þú ert ferskur og frjór Gunnlaugur B Ólafsson. Mitt hrós færðu fyrir þessa færslu. Fólk sem vill lýðræði á Íslandi hugsar eins og þú. Okkur vantar að endurskoða grunnreglurnar okkar, Stjórnarskrána og kosningaeglurnar og til þess er nauðsynlegt að efna til Stjórnlagaþings.'

Þið sem eruð sammála mér, farið inn á www.nyttlydveldi.is  Það gefst kostur á að skrifa undir áskorum til stjórnvalda. Sköpum þrýsting - skrifum undir.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.2.2009 kl. 02:55

9 Smámynd: Fannar frá Rifi

"Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að gera tilraun í lýðræði og láta landsfund kjósa um stefnuna í þessu máli."

Það hefur alltaf verið svoleiðis að fulltrúar á Landsfund, sem eru kosnir af félagsmönnum hvers félags, kjósa um öll málefni.  þú verður bara að reyna að átta þig á því að það er lýðræðislegur vilji manna að fara ekki í ESB. verður að skilja að það sé fólk sem vill ekki í ESB. 60% til dæmis.

" Mikill fjöldi útstrikana komu á Björn Bjarnason og Árna Johnsen en dugði ekki til að þeir færðust til í sætum"

Meirihluti kjósenda strikuðu þá ekki út. á minnihluti kjósenda t.d. að fella menn niður? meirihluti kjósenda sjálfstæðisflokksins kaus þess menn og strikaði ekki yfir þá. þú ert kannski valkvæður á lýðræðið? 

"Vandamál við lista sem eru afurðir prófkjöra eru ekki síður vandamál í Sjálfstæðisflokknum heldur en Samfylkingunni. Maður getur nú bara nefnt Sigurð Kára og Guðlaug Þór sem dæmi. Á einhvern hátt fastir í jakkafatastemmingunni úr Heimdalli og fara aftur og aftur með sömu klausuna um sölu áfengis í matvöruverslunum ásamt andstöðu við hækkun skatta. Þetta er útkoman þegar auglýsingamennska og aðgengi að fótboltaliðum ræður sætaskipan."

Ok þarna sýniru þitt rétta andlit. það er, algjöran hroka á skoðunum annarra. vaaá. sko ég veit ekki alveg hvernig ég á að svara slíkum yfirgengilegum hroka. ef það er vilji hjá kjósendum Sjálfstæðisflokksins, nú þá verða þeir kosnir. ef meirihlutinn vill síðan ekki sjá þá, nú þá komast þeir ekki á þing.

skiluru ekki hugtakið vilji meirihlutans? meirihlutinn kaus þessa menn. meirihlutinn strikað ekki yfir þessa menn. en útaf því að þeir eru ekki með réttar skoðanir þá viltu gera allt til að almenningur geti ekki kosið þá eða aðra slíka.  

"Samfylkingin á að verða við kröfum fólks um að brjóta upp öll flokkseigendafélög og taka upp persónukjör." 

helduru virkilega að það verði eitthvað öðru vísi í kosningum en prófkjöri. líklegra verður persónukjör til þess að aðeins frægt fólk komist á þing. að það verði bara blaðamenn og íþróttamenn sem komist í gegnum persónukjörið því flestir þekkja þá. 

"en láti ekki hugsanir og viðhorf mótast af miðstýrðu flokksvaldi. Fannar óttast "að hver frambjóðandi lofi meir en sá næsti""

nú þá er til mjög einföld leið til að laga þetta Gunnlaugur. Einmennings kjördæmi. þau eru fullkomið persónukjör. þá verða bara þingmenn á Alþingi sem hugsa um hag sinna umbjóðenda.

það sem ég óttast er að Alþingi verði stjórnlaus stofnun og að stjórnarkreppur muni verða landlægar þar sem persónukjör muni gera alla flokka eins og Samfylkingin er í dag. samansafn fjölmargra brota þar sem hver höndin er upp á móti annarri. 

Fannar frá Rifi, 13.2.2009 kl. 09:04

10 Smámynd: Þórbergur Torfason

Það má lengi fabúlera um ýmsa hluti.

Eftir stendur að íhald og samfylking setja ætíð hagsmuni flokksins í forgang á undan hagsmunum þjóðarinnar.

Gulli þú raðaðir því þannig upp í blogginu þínu. Lestu það bara yfir aftur kæri sveitungi.

Þórbergur Torfason, 13.2.2009 kl. 11:48

11 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Hverjum finnst sinn fugl fagur og það á við þig líka kæri Þórbergur. Nú vill fólk brjóta upp þessa flokksmaskínur en áfram þurfum við framboð. Meginpunktur minn er að Samfylkingin á mesta möguleika á að svara þessu kalli þjóðarinnar.

Við höfum fengið nóg af tveggja manna ráðherraræði. Það kom okkur í Írakstríð og margt fleira. Það voru mér vonbrigði að sjá Ingibjörgu Sólrúnu fara inn í þetta mynstur.

Hún boðaði opin og lýðræðisleg vinnubrögð, leggja niður átakastjórnmál og klisjukenndan upphrópanastíl og innleiða samræðustjórnmál. En því miður vorum við í fjóra þrjá mánuði látin vita af því að "traust vinátta" milli foringja flokkana væri meginmál íslenskra stjórnmála. Það skipti litlu þó fátt virtist til ákvarðana og litlar upplýsingar um hvað væri framundan, öllu máli skipti þetta traust milli einstaklinga.

Tengingu á þetta myndband fékk ég í tölvupósti áðan og finnst það gott dæmi um mann sem veit hvað er best fyrir þjóðarhag vill ekki hafa "hverja hendina upp á móti annarri". Gæti verið hvort sem er Einars Olgeirssonar, Bjarna Benediktssonar týpa. Hafa miklu meira gaman af því að tala heldur en að hlusta.

http://www.youtube.com/watch?v=wKX6GJLdOkI

Gunnlaugur B Ólafsson, 13.2.2009 kl. 14:48

12 Smámynd: Fannar frá Rifi

kalli þjóðarinnar.

þjóðinn kallar eftir því að öll ESB áformum verði kastað út í hafsauga. hvernig svarar Samfylkingin því? 

Fannar frá Rifi, 13.2.2009 kl. 15:37

13 Smámynd: Fannar frá Rifi

"Hún boðaði opin og lýðræðisleg vinnubrögð, leggja niður átakastjórnmál og klisjukenndan upphrópanastíl og innleiða samræðustjórnmál."

ok. þetta er svona eins og ég myndi segja núna að best væri að leggja niður fjármálaeftirlitið því það væri svo heftandi fyrir bankana. ertu staurblindur? 

hvar eru umræðu stjórnmálin um breytingu á stjórnarskrá til þess að neyða landið inn í ESB? 

Fannar frá Rifi, 13.2.2009 kl. 15:38

14 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ef til vill finnst þér það óverðugt en mér finnst orðræða þín sundurlaus. Þú klippir það sem ég segi og setur í misjafnt samhengi. Nú ertu farin að ræða Evrópumáin og þykist hafa einhverja könnun fyrir því að meirihluti sé andsnúinn frekari samvinnu.

Síðustu ár hafa samtök iðnaðarins gert kannanir og meirihluti viljað aðild og afgerandi meirihluti hlynntur aðildarviðræðum. Einhverjar þjóðrembur hafa verið svo harðar að þær vilja svipta þjóðinni réttinum til að taka afstöðu til slíks samnings. Mér sýnist þú vera einn þeirra.

Gunnlaugur B Ólafsson, 13.2.2009 kl. 16:47

15 Smámynd: Fannar frá Rifi

þá hlýtur þú að vera sammála því að jafnmargir verði að taka þátt í þeirri þjóðaratkvæðagreiðslu sem sviptir okkur sjálfræði (því við missum jú löggjafar valdið til Brussel) og tóku þátt í þeirri atkvæða greiðslu sem veitti okkur núverandi sjálfstæði. þú hlýtur að vera sammála því er það ekki?

hinn venjulegi maður er á móti ykkar ESB, útrásarvíkingana og hirð þeirra. 

en þú svarar ekki einu. ef það verður persónukjör. verður þá ekki bara frægt fólk, ríkt og fréttamenn sem eiga möguleika á að komast á þing því þeir eiga auðveldast með að kynna sig í kosningum? 

Fannar frá Rifi, 13.2.2009 kl. 17:30

16 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

"missum jú löggjafarvalið" - þú trúir því að Bretland, Frakkland, Ítalía, Þýkaland, Danmörk o.s.frv. hafi ekki löggjafarvald???? Ekki svona barnalegan hræðsluáróður. Við göngumst undir skuldbingar og því fylgja bæði kvaðir og frelsi. Samvinnan gefur af sér tækifæri og möguleika þvert á landamæri.

ESB á ekkert í siðferði hinna íslensku útrásarvíkinga en þar leikur Sjálfstæðisflokkurinn stórt hlutverk. Hannes Hólmsteinn hefur talað fyrir því í mörg ár að hér eigi að þróa einhvers konar alþjóðlega skattaparadís. Það verður fróðlegt að sjá hvort þinn flokkur hefur haldið hlífiskyldi yfir peningaþvætti og Rússagulli.

Ómari Ragnarssyni og Jakobi Frímann gekk ekki vel í síðustu kosningum og fáir eru þeim þekktari. Þannig að ég hef engar áhyggjur að persónukjör muni snúast um einhverja yfirborðsmennsku, nema síður væri. Hef mun meiri áhyggjur af mismunandi fjárhagsstöðu frambjóðenda og hvort að stuttbuxnalið getur smalað fólki á sitt band í prófkjörsslag. 

Gunnlaugur B Ólafsson, 13.2.2009 kl. 23:08

17 Smámynd: Þórbergur Torfason

Jæja Gulli minn þú segir það vinur. Eftir stendur að í upphafi raðaðir þú orðunum þannig að samfylkingin kom á undan þjóðinni. Það er ekki mjög kærleiksrík niðurröðun og yfirleitt ekki gert nema hjá íhaldinu.

Hvað um það. Í kvöld byrjaði 60 klst. námskeið í leiðsögn um lendur (ekki lendar)  Vatnajökulsþjóðgarðs. Þ. e. þess hluta sem er kallað Ríki Vatnajökuls. Þetta kemur til með að styrkja þann hluta ferðaþjónustunnar á svæðinu sem hugar að dagsferðum um svæðið fyrst og fremst en vonandi líka gönguhópa hlutanum. Allavega lítur þetta vel út svona í byrjun.

Þórbergur Torfason, 13.2.2009 kl. 23:18

18 Smámynd: Fannar frá Rifi

Gunnlaugur. Þetta er mjög einfalt fyrir alla þá sem ekki eru blindir í trú sinni á ESB.

Spurðu einnar spurningu. Hvar liggur æðsta löggjafarvald aðildarríkja ESB. til að komast að því þá er auka spurning. getur aðildar ríki sett lög sem er gegn lögum sambandsins og getur aðildar ríki sagt nei við ákveðnum lögum sem sambandið setur. 

ef svarið er að aðildarríkið getur ekki sett lög sjálft eða sagt nei við lögum ESB, þá hefur landið misst löggjafarvald sitt til ESB og er ekki með sjálfstættlöggjafarvald.

Þannig að þessi ríki sem þú telur upp hafa fórnað hluta af sjálfstæði sínu. tala nú ekki um að þau hafa þegar samþykkt lissabon stjórnarskránna sem eyðir sjálfstæðri utanríkisstefnu. hvað er þá eftir af sjálfstæðinu og aðskilur ríkinn frá t.d. Fylkjum í USA? 

varðandi útrásina. hvað hafa útrásarvíkingarnir og bankarnir vælt um í áraraði? ESB og evran. "verða að fá ESB og evruna".  

en geturu ekki komið og viðurkennt að allt þitt tal um persónukjör og ágæti þess er vegna þess að þú treystir ekki samflokksmönnum þínum til að kjósa í prófkjöri eða raða á lista fyrir kosningar? 

Fannar frá Rifi, 14.2.2009 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband