Lýðræði eða ættarlaukar

Sjálfstæðisflokkurinn hafði þann möguleika að skapa sér hlýlegri og lýðræðislegri ásjónu. Slíkt hefði náðst með kjöri Þorgerðar Katrínar eða Árna Sigfússonar til formanns.

Hann velur nú að fara í gamla farið. Velja réttu ættarlaukana og viðhalda hefðinni að matreiða sannleikann í bakherbergjum. Koma síðan á landsfund og klappa fyrir formanninum.

Ætli það hafi ekki verið hægt að finna neinn Ólaf Thors sem hefði getað verið fyrst og svo kæmi Bjarni Ben í framhaldi? Það hefði verið svona réttari söguskýring. 


mbl.is Þorgerður Katrín ekki í formannskjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Gunnlaugur.

Hrár laukur, skal það vera,.... í boði Björgúlfs Thors.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 23:25

2 Smámynd: Þórbergur Torfason

Er nokkur von til að íhaldið finni kandídat sem getur kippt flokknum upp úr gröf sinni á þessu ári?

Þórbergur Torfason, 10.2.2009 kl. 23:40

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ekki gleyma því að ættarlaukurinn er sonur Stjórnarformanns Íslands. Það er stutt í alla spottana og valdataumana. Svo hefur hann líka ekki verið að tala neitt ógætilega og hefur svo "heiðarlegt andlit" Athugið það piltar mínir að ég er ekki að tala illa um neinn, bara að láta hugann reika smá.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.2.2009 kl. 00:55

4 Smámynd: Benedikt Bjarnason

Gunnlaugur. Þorgerður Katrín er vissulega verðugur fulltrúi flokksins. Væntanlega eiga fleiri framboð eftir að koma fram, það er það langur tími til stefnu.

Mér finnst Bjarni hafa komið vel fyrir í flokknum þó svo að hann hafi ekki verið mjög áberandi. Hvað ætt og uppruna varðar, þá enginn að þurfa að gjalda þess eða að njóta. En flestir vita hverra ætta maðurinn er og ég tel líklegt að leggja megi það að jöfnu þegar upp er staðið. Sjáum hvað setur.

Ég hef tilfinningu fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn fái um 33-34% atkvæða í vor. 

Benedikt Bjarnason, 11.2.2009 kl. 10:57

5 Smámynd: Benedikta E

Gunnlaugur. Hefur þú miklar áhyggjur af velferð Sjálfstæðisglokksins ?

Hvað vilt þú til málanna leggja til velferðar Sjálfstæðisflokknum - svo honum megi auðnast 40% fylgi í vor - eða meir???

Benedikta E, 11.2.2009 kl. 13:49

6 Smámynd: Benedikta E

Gunnlaugur - Gleymdi einum fróðleiks mola. Það voru 20 hræður við Seðlabankann í morgun - engvir tónleikar og allir héldu kjafti!!!

Benedikta E, 11.2.2009 kl. 13:56

7 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sjálfstæðisflokkurinn ætti ekki að fá nema um 10-15% því það er um það bil hópstærðin sem ekki hefur orðið fyrir alvarlegu tjóni af sérgæsku, neysluhyggju og græðgi sem hafa verið helstu merki á stefnu flokksins.

En til þess að ná atkvæðum var okkur talið trú um að einhverjar ósýnilegar hendur myndu gera okkur öll efnuð. Molarnir dreifðust og leituðu til allra. En svo kom í ljós að þá sem var hlaðið undir skorti peninga fyrir brauðinu og almenningi var sendur reikningurinn.

Þorgerður Katrín og Árni Sigfússon eru frekar geðþekkar og opnar týpur sem gætu sannfært okkur um að þetta væri breyttur, opinn og lýðræðislegur flokkur. Náð í fylgi utan ættarveldis og tengslabandalags.

Gunnlaugur B Ólafsson, 11.2.2009 kl. 15:39

8 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Vel komist að orði, Gunnlaugur. Alltaf naskur:

En svo kom í ljós að þá sem var hlaðið undir skorti peninga fyrir brauðinu og almenningi var sendur reikningurinn.

Er mig að misminna, en voru það ekki einmitt Ingibjörg Sólrún og guðfaðirinn (ÓRG) sem hlóðu undir Baug og útrásina? Þau vissu hverjir vinir þeirra voru. Þeir þökkuðu svo fyrir sig með því að senda reikninginn til þjóðarinnar.

Við sjálfstæðismenn höfum enn ekki tekið upp sið samfylkingarfólks að strá rósablöðum fyrir fætur foringja okkar, við látum okkur nægja að klappa fyrir þeim. Rósablöð eru eitthvað svo "despotiskt".

Það er vinsamlegt af þér að leiðbeina okkur um valið á foringja. Ekki veit ég hvar við værum stödd án þín.

Ragnhildur Kolka, 11.2.2009 kl. 17:41

9 Smámynd: Smjerjarmur

Ef ég skil þig rétt Gunnlaugur þá eigum við ekki að kjósa Bjarna af því að Bjarni Benediktsson var afabróðir hans.  Miðað við þetta er nýja Ísland ennþá gamla Ísland og það sem skiptir mestu máli er hverjum maður er skyldur.  Í þessu tilfelli á Bjarni engan rétt á sér af því að hann er skyldur ættingjum sínum og þeir eru ekki þóknanlegir.   

Smjerjarmur, 11.2.2009 kl. 19:31

10 identicon

Flokksvald er ekki lýðræði.  Fólkið þarf að kjósa persónur sem þannig raðast niður í vægi miðað við atkvæðafjölda.  Og þjóðaratkvæðagreiðslur ættu að vera um mál.  Þannig færist valdið yfir til fólksins.  Það er lýðræði.

EE (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 21:08

11 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Nei Óli þú skilur mig vitlaust. Bjarni Benediktsson á ekki að gjalda fyrir ætternið en hann fær sérstöðu af því að íhaldinu dreymir um að endurtaka einhverja ofurmenniskenningar (en hefðu e.t.v. átt að leita fyrst að einhverjum sem heitir Ólafur Thors). Maðurinn er algjörlega óþekkt stærð, hefur lítið komið fram í fjölmiðlum og engin veit hvaða skoðanir hann hefur í pólitík.

Gunnlaugur B Ólafsson, 12.2.2009 kl. 00:03

12 identicon

Ég er alveg sammála þessu síðasta hjá Gunnlaugi.

EE elle

EE (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 11:24

13 Smámynd: Björn Birgisson

Ef Sjálfstæðisflokkurinn fær 33% atkvæða í vor ber það vott um hve djúpstæð spillingin er í þjóðfélaginu. Með öðrum orðum: Þriðji hver kjósandi hefur þá hagsmuni af því að kjósa yfir sig mesta eiginhagsmunagæsluflokk landsins.

Verða svo ekki tveir Sjálfstæðisflokkar í boði eftir landsfundinn?

Björn Birgisson, 12.2.2009 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband