Formið ákveðið

Það eru fimmtán manns sem gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Hópurinn var boðaður í myndatöku á Grand Hótel. Það var ánægjulegt að sjá þennan myndarlega hóp. Okkur voru í framhaldi kynntar leikreglurnar af kjördæmisstjórn. Auglýsingar eru takmarkaðar og svo er fléttulisti. Það er mjög gott að vera laus undan einhverju peningakapphlaupi og á fundinum kom fram að enginn hefur áform um að setja upp kosningaskrifstofu vegna prófkjörsins.

Ég tel að ákvörðun lista með uppstillingarnefnd sé versti kostur,  síðan er til eitthvað sem nefnist forval og skilst mér að það sé ekki mikill munur á slíku hjá VG og því sem kallast prófkjör hjá Samfylkingu. Félagsmenn kjósa milli nafna sem gefa kost á sér. Ég hef enn væntingar um að persónukjör verði tekið upp í komandi kosningum. Þá er verið að færa aukin völd inn í kjörklefann. Milliliðalaust umboð sem að kjósandi gefur frambjóðanda.

Eftir þennan fyrsta dag í prófkjörsundirbúningi, sem ég ætla reyndar að hafa mjög lágstemmdan, velti ég nokkrum hlutum fyrir mér. Ég held að það sé í fyrsta lagi útilokað að sigra slíkt prófkjör ef maður býr í Mosfellsbæ, sama hversu vel kynntur einstaklingurinn er eða vinnusamur í baráttunni. Félagsmenn í Kópavogi og Hafnarfirði kjósa sína fulltrúa og eru hlutfallslega það sterkir að þeir eru ráðandi.

Hættan við prófkjör er líka sú að það ýti einstaklingum í sundur og því myndist ekki nógu góð hópstemming. Persónukjör myndi að nokkru draga úr þessu þar sem að frambjóðandi þarf að huga að tvennu, að efla umræðu í flokknum og leita eftir umboði hins almenna kjósenda. Það eru meiri líkur á að menn geti hafið sig upp fyrir sitt "ego" og hrepparíg. Að málefnin væru í forgrunni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kári Sölmundarson

Ég styð alla Lónmenn til góðra verka, gangi þér vel.

Kári Sölmundarson, 1.3.2009 kl. 16:53

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gallinn við þessa girðingahugsun í prófkjörnunum er sú að í hugum margra skiftir lögheimili meira máli, en hæfni einstaklinga. Mér finnst alveg komin tími til að við förum að líta á okkur sem eina þjóð, en ekki hópa í hólfum.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 1.3.2009 kl. 19:02

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Takk fyrir það Kári!  Það er rétt Hólmfríður og ég held að það verði að landa þessu með möguleikann á persónukjöri til að útvíkka lýðræðið og gefa kjósandanum meiri völd. Verst að það sé ekki líka hægt að haka við ríkisstjórn. 

Gunnlaugur B Ólafsson, 2.3.2009 kl. 00:20

4 identicon

Ég get vissulega séð hvað þú meinar með því að mikil hætta sé á að fólk styðji "sitt fólk", þó að ég finni ekki fyrir því sjálf, enda enginn í prófkjöri frá Álftanesi.  Hins vegar hefði ég haldið að þeir frá fámennari bæjarfélögunum standi jafnvel enn betur að vígi upp að vissu marki, enda færri í framboði frá því bæjarfélagi.  Til dæmis eru 7 frambjóðendur frá Hafnarfirði í þessu kjöri, eða tæpur helmingur.  Hafnfirðingar hafa því of mikið val, ef það er tekið sem gefið að Hafnfirðingar kjósi frekar aðra Hafnfirðinga en fólk úr öðrum Kragasveitarfélögum.

Annars ætla ég að kjósa fólk eftir málefnum sem gagnast á þingi og því sem það hefur áorkað á sínum vettvöngum.  Þar skiptir búseta engu máli!

Inga Auðbjörg (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband