Endurskoðun sjávarútvegsstefnu nauðsynleg

Brýnt er að endurskoða sjávarútvegsstefnuna, en þó þannig að ekki verði spillt fyrir rekstri öflugra fyrirtækja sem eru meginstoðir byggðarlaga. Um fátt hafa verið meiri deilur hér á landi en fiskveiðistjórnina eða svonefnt kvótakerfi. Margt bendir til að gjafakvótinn hafi hleypt af stað þeirri peninga- og neysluhyggju sem varð okkar efnahagslífi að falli.

Hér þarf því að móta stefnu sem tekur tillit til þeirra fyrirtækja sem eru í góðum rekstri og nýta vel sínar heimildir. Skera þarf burt meinsemdirnar og LÍU lýsir sig reiðubúið að endurskoða framsal og leigu á kvóta. Tryggja þarf að rekstraumhverfi haldist sem best. Til dæmis með möguleikum útgerða að skipta á heimildum. Ástæðulaust er að óttast "óvissu og átök" meira en verið hefur. 

En allir geta verið sammála um að það er óeðlilegt að einhverjir sem ekki eiga skip eða stöð til útgerðar maki krókinn á kvótaleigu. Þá er eðlilegt að slíkt gjald gangi til ríkissjóðs. Skuldsetning sjávarútvegs er gífurleg og þó nokkur fjöldi fyrirtækja komin í þrot. Ríkisbankarnir eru oftast stærstu kröfuhafar og því eðlilegt að ríkið haldi fiskveiðiheimildunum til sanngjarnrar útleigu.

Í framhaldi af niðurstöðu mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna lýsti ríkisstjórn Geirs Haarde yfir vilja til að laga kerfið að athugasemdunum. Ekkert var gert. Nú er rétti tíminn að fara í skurðaðgerðir á helstu meinsemdum fiskveiðistjórnunarinnar. Opna á nýliðun, sem tryggir athafnafrelsi og sanngirni í umgengni við þessa sameiginlegu auðlind.


mbl.is Bæjarráð Hornafjarðar varar við fyrningarleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Það stendur í lögum um stjórn fiskveiða að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign þjóðarinnar. Þeir sem halda eitthvað annað hafa einfaldlega ekki fylgst með. Stöðvun á úthlutun gjafakvóta og síðan uppboð kvóta er sjálfsagður hlutur og í samræmi við vilja þjóðarinnar.

Gömlu bankarnir (nú kröfuhafar í þrotabú þeirra) sem voru svo vitlausir að lána út á kvóta sem fyrirtækin áttu ekki verða einfaldlega að taka afleiðingunum.

Finnur Hrafn Jónsson, 9.5.2009 kl. 22:25

2 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

"...Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum..." - úr lögum um stjórn fiskveiða.

Þeir sem keyptu kvóta gerðu það ekki í þeirri trú að þeir væru eignast varanlegan nýtingarrétt. Sem sést líka á því að kvótaverð hefur lengst af ekki verið hærra en 5-10 sinnum verð ársleigukvóta. 20 ára aðlögunartími er of rausnarlegt að minu mati.

Uppboð á kvótum leiðir til þess að eðlileg endurnýjun á sér stað í greininni. Þeir sem þrífast eingöngu á gjafakvótum eða fengu óeðlilega lánafyrirgreiðslu til að kaupa kvóta munu þurfa að víkja fyrir útgerðum sem veiða með hagkvæmum hætti.

Finnur Hrafn Jónsson, 10.5.2009 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband