Stuðningur við hvað?

Ögmundur Jónasson stóð sig ágætlega sem heilbrigðisráðherra. Hann innleiddi verklag í niðurskurði í heilbrigðismálum sem var skynsamlegt. Að tilkynna almennar forsendur samdráttar, hvaða töluleg markmið yrðu að nást. Síðan var það vald, frelsi og ábyrgð stofnunarinnar að útfæra fyrirkomulag. Hann var ekki maður drottnunar heldur samstarfs.

Hinsvegar er framganga Ögmundar í Icesave málinu algjört lýðskrum. Að það sé ennþá allt opið til efnislegrar meðferðar og túlkunar á því hvort við berum ábyrgð. Tilskipunin frá 1999 innleidd af Alþingi  kveður skýrt á um ábyrgðina og yfirlýsingar Davíðs, Geirs og Árna frá því um miðjan nóvember í fyrra taka af vafa um að Ísland standi við skuldbindingar í málinu.

Síðan getum við hugsanlega tekið væntanlegt samkomulag upp síðar. Bretar og Hollendingar urðu fyrir miklu tjóni af hálfu íslenskrar bankastarfsemi. Stjórnvöld þar hafa nú þegar greitt ábyrgðir landsins, en hafa ekkert pólitískt svigrúm heima fyrir að velta þessum lágmarks ábyrgðum yfir á sína skattgreiðendur.


mbl.is Þykir vænt um stuðninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það sorglega við þetta lýðskurm Ögmundar er að það taka svo margir mark á honum. Hann hefur verið áberandi í þjóðfélaginu það lengi og verið að ábyrgur í störfum sínum. Hvers vegna hann fór þessa leið er mér hulið og finnst það undarlegt í meira lagi.

Sammála þér með að hann hafi verið góður í stafi Heilbrigðisráðherra.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.10.2009 kl. 23:55

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það verður fróðlegt að sjá hvernig spilast úr þessu hjá karlinum. Hann segir sig úr stjórn af því að honum líkar ekki verkstjórnin, en segist vera ánægður með verkstjórann og styðja ríkisstjórnina. Nú er verið að pressa á kröfu um að hann komist inn í ríkisstjórn, sem að hann er nýbúin að segja sig frá.

Gunnlaugur B Ólafsson, 11.10.2009 kl. 01:44

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Er ekki upplagt sð geta Ögmund að forsætisráðherra?

Sigurður Þórðarson, 11.10.2009 kl. 08:14

4 identicon

það er ekki sanngjarnt að gera lítið úr afstöðu Ögmundar til Icesave málsins. Íslenska þjóðin var ekki sökudólgurinn. Þarn skilur á milli feigs og ófeigs. Það þarf að breyta íslenskum lögum þannig að það verði hægt að afgreiða slík fjársvíkamál strax eins og í Bandaríkjunum t.d. Við skulum leyfa Bretum og Hollendingum að sækja sín mál fyrir dómstólum. Það er engin sanngirni í því að ætla Íslensku þjóðinni, almenningi , að blæða fyrir syndir útrásarvíkinga og stjórnmálamanna, á meðan þessir ganga lausir og brosa breitt. Það er ósæmilegt og óverjandi.

vestarr lúðvíksson (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 08:16

5 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Sem betur fer stendur Ögmundur á sínu varðandi Icesave málið. Það gerir hann þó svo öll spunakringla Samfylkingarinnar hefur verið send á vettvang bæði úr fjölmiðlaheiminum og háskólasamfélaginu til að rægja hann.

Stærsta einstaka málið sem Ögmundur tiltók víst var að bretar og hollendingar vilja ekki samþykkja rétt okkar til að sækja málið seinna ef það kæmi í ljós að við ættum ekki að borga þetta.

Finnst þér og ykkur sem styðja þetta Icesave-mál það bara réttlætanlegt að kippa þessum fyrirvara út ?

Carl Jóhann Granz, 11.10.2009 kl. 17:07

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er undravert hvernig þessum pistlahöfundi tekst að hafa alltaf rangt fyrir sér í öllu sem hann skrifar um. Ögmundi vegnaði illa í ráðuneytinu eins og mistök hans varðandi St. Jósefsspítala bera vitni um. Hann var örugglega dauðfeginn að komast út úr ráðuneytinu, því það hentar honum engan veginn að taka á sig ábyrgð. Hins vegar er afstaða hans í I-málunu virðingarverð. Þar kemur hann fyrir eins og karlmenni, sem þorir að standa við sannfæringu sínu. Við eigum þó enn eftir að sjá hvort þessi afstaða hans færir þjóðinni eitthvað.

Baldur Hermannsson, 11.10.2009 kl. 21:13

7 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Ég held að Lónsöræfi séu flottari sem útivistarperla heldur en Ögmundur er flottur sem heilbrigðisráðherra.

Æ, ég er kannski bera saman appelsíunur og epli

Flosi Kristjánsson, 11.10.2009 kl. 21:26

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Úff Flosi, þú sem ert annálaður göngugarpur og unnandi náttúrunnar - þú getur gert betur en þetta!

Baldur Hermannsson, 11.10.2009 kl. 21:33

9 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Heill og sæll Gunnlaugur. Mér finnst tónninn í þessu bloggi þínu vera einskonar óður til flokkræðisins, aðdáun á mönnum eins og Davíð Oddssyni og Halldóri Ásgrímssyni sem stjórnuðu sínum flokkum. Allir þingmenn meirihlutans eiga að ganga í takt og hafa fyrirfram ákveðnar skoðanir, hvort sem samviska þingmannanna þoli þær eða ekki.

Hitt finnst mér áhugavert hversu erfiðleika Samfylkingarfólki tekst að dylja hatur sitt á VG. Það var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem blés þá hugmynd af, að taka VG inn í ríkisstjórnina síðastliðið haust.

Sigurður Þorsteinsson, 11.10.2009 kl. 21:58

10 identicon

Ég skil ekkert í þér.

Ég hef fylgst með þessu máli í fjölmiðlum og Ögmundur hefur sagt að Íslendingar eigi að standa við sínar skuldbindingar. Þetta lýðskrum sem þú nefnir tengist því ekki því sem Ögmundur hefur staðhæft.

Það er alveg ljóst að ef Ögmundur hefði ekki verið með moðreyk hefði fyrsta útgáfa samningsins verið samþykkt. Plaggið sem fjármálaráðherra kynnti sem tæra snilld.

Nú má vel vera að Ögmundur hafi málað sig út í horn bæði hjá Samfylkingu og Steingrími J. en ég held það hafi verið í þágu góðs málstaðar en ekki lýðskrums.

Árni V (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 12:16

11 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það þarf alla vega ekki neinn að velkjast í vafa um að staðan er ervið. Betra er á að horfa en í að vera. Eigum við ekki bara öll að vona engillinn Davíð reddi okkur eða þannig .

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.10.2009 kl. 22:37

12 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það hefur verið vinsælt hjá pólitíkusum að reyna að fá prik út á það að Evrópusambandið, Bretar, Hollendingar og jafnvel frændur á Norðurlöndum væru vondir við okkur og ætluðu að svínbeygja íslenska þjóð með ofbeldi.

Ég segi nú bara eins og ég þarf að segja stundum við ungan soninn - Hættið þessu væli. Síðasta ríkisstjórn með handhafana Geir og Árna, ásamt seðlabankastjóranum Davíð lýstu því yfir að Íslendingar myndu standa við skuldbindingar sínar.

Síðan hafa menn eytt gífurlegri orku í að ræða greiðslutilhögun, sem að á að vera léttvægur hluti málsins eftir að yfirlýsingin frá því um miðjan nóvember um viljann til að borga lá fyrir.

Gunnlaugur B Ólafsson, 13.10.2009 kl. 00:16

13 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Ekki gleyma því varðandi þetta fræga minnisblað sem þú reynir að vísa í þá var víst þar fyrirvarar um dómstólaleiðina og efnahagslegar forsendur.
Einnig var þar nefnt að Ísland mun standa skil á sínum skuldbindingum, en mikill vafi leikur á því hvort þetta mál sé hluti af slíkum skuldbindingum

Samfylkingin ætlaði í upphafi að samþykkja samning breta og hollendinga án þess svo mikið sem að skoða hann.

Verst þykir mér þó að allir flokkar séu ekki sammála um að láta þingið afgreiða þetta mál eins og í sumar óháð flokkum. Það er þjóðinni mest til heilla.

Carl Jóhann Granz, 13.10.2009 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband