Fjöll og fell - Í nágrenni Reykjavíkur

island 

Fátt er skemmtilegra en yfirgefa ys og ţys, as og ţras borgarinnar og fara út í sveit. Finna ţar eitt gott fjall til ađ ganga á og keyra síđan aftur til baka. Leyfa sigurtilfinningunni hríslast út um kroppinn og lífskrafti fjallaloftsins nćra hverja frumu.

Síđasta mánuđ hef ég sett mér markmiđ í fjallamennskunni. Ganga á fjöll innan hundrađ kílómetra radíus frá Reykjavík. Fara um helgar á tvö fjöll. Laugardaga á Suđurland og sunnudaga á Vesturland. Nú er ég búin ađ gera ţetta fjórar helgar.

Fyrstu helgina fór ég á Bláfell upp viđ Kjalveg og Tröllakirkju í Kolbeinsstađafjalli. Nćstu á Stóru Jarlhettu viđ Hagavatn og Strút viđ Kalmanstungu. Síđan var stefnan ţessa helgina sett á Heklu út af Dómadalsleiđ og Ljósufjöll á Snćfellsnesi.

Ţví miđur komumst viđ ekki á Heklu í gćr vegna ţess ađ ţađ var hávađarok og vegurinn illfćr ađ fjallinu. En hvađ gerir mađur í roki. Leitar eftir skjólsćlli útivist. Áttum ţessa frábćru göngu um svćđi skógrćktarinnar í Ţjórsárdal. Algjör náttúruperla.

Í dag var fariđ af stađ í sól og góđu veđri ađ Borg sunnanvert á Snfellsnesi, međ fyrirheit um göngu á Ljósufjöll. Hitti ţar óvćnt á frćndfólk mitt. Gengiđ var á fjalliđ í sérlega góđu skyggni, ţó ţađ vćri komiđ mistur í átt til sjávar af toppnum.

Ţjórsárdalur

Ljósufjöll2 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband