Syndaselir og sægreifar

Hannes Hólmsteinn hefur farið mikinn í fyrirlestrum víða um heim, þar sem hann dásamar íslenska fiskveiðistjórnun. Hún geti verið módel fyrir önnur lönd. Hugmyndir hans hafa vakið mesta athygli í Suður-Ameríku. Veit ekki hvort að hann er jafn víða bókaður núna, eftir að fleiri og stærri gallar þess fá alþjóðlega athygli. Eitt er víst að full ástæða er fyrir þá sem aðhyllst hafa kerfið að breyta rökræðu sinni, því varla stendur þar steinn yfir steini lengur.

Frjálshyggjumenn halda því fram að með eignarhaldi á fiskveiðiheimildum hafi orðið til verðmæti sem að ekki voru til áður og að einstaklingum sé best treystandi til að fara vel með eignir og að tryggja ávöxtun þeirra. Raunin hefur orðið önnur. Sannleikurinn birtist í gífurlegri skuldsetningu greinarinnar. Þannig að það mikla fjármagn sem farið hefur út úr sjávarútvegi varð ekki til úr loftinu einu saman. Því er miklu nær að líta á sölu á fiskveiðiheimildum sem umfangsmikla eignatilfærslu.

FriðrikEkkert bendir til að útgerðarmenn fari vel með "eign sína". Tölur um gífurlegt brottkast og þróun í átt til sífellt stórtækari veiðarfæra, sem dregin eru eftir botninum og valda tjóni í viðkvæmum vistkerfum benda til þess að framganga útgerðar í núverandi kerfi einkennist af óþarfa sóun og græðgi. Eitt af meginmarkmiðum kvótakerfisins var aukin stofnstærð hjá þorski og fleiri tegundum. Eins og allir þekkja að eftir tveggja áratuga stjórnun með kvótakerfi hefur stofnstærð þorsks aldrei verið minni. Því virðist þurfa að hugsa nýjar leiðir sem ná þessu markmiði.

Samkvæmt niðurstöðu mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðana er brotið á rétti einstaklinga að úthluta og binda veiðiheimildir við tiltekinn fámennnan hóp. Jafnræði þarf að ríkja í möguleikum fólks að nýta hina sameiginlegu auðlind. Gera má ráð fyrir að einnig komi fljótlega dómur þar sem að það verður dæmt ólöglegt að meina eigendum sjávarjarða að nýta hlunnindi og rétt til útróðra. Sjálfstæðismenn hafa brugðist við dómnum, með því að tala um sérálit hans í staðinn fyrir að fjalla um niðurstöðu tólf dómara nefndarinnar.

GudniNú er Guðni Ágústsson búin að lýsa því yfir að hann sé til í að vinna með öðrum flokkum að því að tryggja það að kvótakerfinu verði breytt þannig að það uppfylli viðmið um mannréttindi. Hann kemur fram sem syndari sem er tilbúin að snúa til betra lífernis. Ólíklegt er að Halldór Ásgrímsson, guðfaðir kvótakerfisins, stígi af friðarstóli í Kaupmannahöfn og lýsi yfir iðrun og vilja til að leita leiða til að tryggja réttindi og jöfnuð. Guðni er búin að tefla sinn fyrsta leik í refskák sen beinist að því að einangra Sjálfstæðisflokkinn, sem virðist vera orðinn einn flokka sem ekki vilja endurskoða stjórn fiskveiða.

Munu umræður um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða verða fleygur í stjórnarsamstarfið? Annað mál sem að er í eðli sínu svipað er ákvæði um eignarhald almennings á orkuauðlindunum sem er í tillögum Össurar Skarphéðinssonar að nýjum orkulögum. Þar virðist þingflokkur Sjálfstæðisflokks vera að tefja framgang málsins, þannig að óvíst er að þau verði að lögum. Á meðan bíður Framsóknarmaddaman og vonar að einhver sýni henni áhuga. Hver sem er, hvenær sem er og hvar sem er! Jafnvel við endurskoðun kvótakerfisins. Þeir horfa yfir sviðna akra sveitanna og draugabæina meðfram ströndinni. Iðrast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta er bara ágætur pistill hjá þér.

Árni Gunnarsson, 6.2.2008 kl. 22:58

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sæll Gulli, nú komstu mér á óvart þetta er góður pistill og gaman að sjá þig sína þessu máli áhuga. Það eru ansi margir sem vona að Samfylkingin standi í lappirnar og taki á þessu máli.

Kv Halli. 

Hallgrímur Guðmundsson, 7.2.2008 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband