Færsluflokkur: Sjónvarp

Okkar beina Eurovision lýðræði

Undankeppni Eurovision er eini milliliðalausi farvegur lýðræðis sem alþýðunni er boðið upp á. Þjóðin er beðin um að kjósa milli fjögurra lítt spennandi laga, sem að eiga svo að fara í úrslit og þar verður þjóðinni aftur boðið upp á að kjósa sitt framlag. Þetta mikla valfrelsi og kosningagleði um eitt skollans lag verður nokkuð afkáralegt í framhaldi af hinni miklu kröfu um að valdið verði fært til fólks og þjóðar. Þetta er álíka taktlaust og að við upphaf þings eftir allt og allt sem brann á landsmönnum væri dekurmál stuttbuxnadeildar íhaldsins um heimild til sölu áfengis í matvörubúðum eitt fyrsta mál á dagskrá.

Gætum við ekki bara fengið einhverja poppfræðinga til að velja lagið sem að fer út og við notum þetta fullkomna kosningakerfi til að kjósa nýja menn í hinar ýmsu stöður þar sem þarf að skipta út fólki? Mínir fulltrúar í forkeppni væru Þorvaldur Gylfason í Seðlabankann og Vilhjálmur Bjarnason í Fjármálaeftirlitið. En Spaugstofan var alveg stórkostleg og á mikið hrós skilið fyrir sérlega skemmtilegan þátt. Eva María er best í einlægum viðtalsþáttum, sjarmerandi og manneskjuleg, en ómöguleg sem útvarpsþulur. Ragnhildur Steinunn hefði dugað ein sem fínn töffari fyrir Eurovisionþátt. Það er alltof mikið að hafa þær tvær þarna að leika hressar dúkkulísur. Svo er þetta líka óþarflega mikið áreiti að þurfa að horfa á alla þessa fótleggi ! (sjá fyrri færslu mína um skylt efni)


Rauði kjóllinn Ragnhildar

Ríkissjónvarpið virðist ætla að ylja okkur með smá kynþokka í kreppunni. Eftir að hin aldraða og að mörgu leyti ágæta Spaugstofa var búin, stormaði á sviðið hin frísklega og sæta kona Ragnhildur Steinunn. Það var laugardagsstemming í loftinu. Kjóllinn stuttur, hárið sveiflast, allt getur gerst.

En svo áttaði ég mig á misréttinu. Jón Ólafsson var um langt skeið með þátt sem hafði svipaðan efnivið þ.e. að gefa nærmynd af tónlistarmanni. En afhverju var hann ekki sýndur í netbol maðurinn og meira eggjandi til að kítla aðeins sjónsviðið hjá kvenþjóðinni?

Ekki er ég á móti söng- og dansprógrammi, eitthvað "dirty dancing" þema á laugardagskvöldum. Fínt að ná stemmingu kjötkveðjuhátíða í lok vikunnar. En það að hafa bert læri inn í mynd heilann viðtalsþátt finnst mér örlítið truflandi.

TV1TV2

TV3TV4


Næstum bestastir ...

BorgóLið Borgarholtsskóla í Gettu betur, "strákarnir okkar" hafa staðið sig frábærlega í keppninni og áttu góðan möguleika að vinna MR í kvöld ef að þeir hefðu verið búnir að stúdera örlítið betur íslenska fossafræði.

Skólinn sigraði keppnina fyrir nokkrum árum og ánægjulegt að hann blandi sér endurtekið í toppbaráttuna. Sigurður sögukennari á hrós skilið fyrir þjálfun liðsins.


Bingó!

Martin & LouisaHann kyssti hana eða trúlega var það hún sem kyssti hann. Mælti milli kossa að það væri þvagkeimur af ilmvatninu hennar. Vakti ekki lukku. En í lok þáttar náði hann að stynja upp bónorðinu og sagðist ekki geta lifað án hennar. Hún sagði "yes" og hoppaði í fang hans og fætur hennar dingluði í lausu lofti, fullir af kæti. Hvílíkur tímamótaþáttur!

Eitt af því fáa sem að ég festist við í sjónvarpi, fyrir utan fréttatengt efni og fræðsluefni, er Doktor Martín. Góðir þættir. Hann er óborganlegur sauður í mannlegum samskiptum. Kennslukonan Louisa hefur allt sem hann skortir, ástúðleg við allt og alla. Í hverjum  þætti sem maður er búin að horfa á hefur verið beðið eftir því að eitthvað myndi gerast þeirra á milli. Loksins, loksins! - Will they live happily ever after?


Gettu betur og Glæsiball

Glaesiball2008

Í kvöld komst Borgarholtsskóli í fjögurra liða úrslit í Gettu betur. Þesssir flottu piltar eru til alls líklegir og gætu leitt skólann til sigurs, en hann vann síðast 2005. Til hamingju strákar! Í gærkvöldi var einstaklega vel heppnaður dansleikur sem er komin löng hefð fyrir sem kallast Glæsiball. Hann er í framhaldi af Skóhlífadögum, miðvikudag og fimmtudag, sem að eru þemadagar. Veislustjóri var Björgvin Franz Gíslason og fór á kostum. Fjöldi annarra góðra skemmtiatriða var á dagskrá. Það er því búin að vera glæsileg vika hjá Borgarholtsskóla.

Ég fékk tækifæri á þemadögum að vera með kynningu á Zumba þrekdansi, sem gefur mér hugrekki að halda áfram með þetta form þrekþjálfunar. Á Glæsiballinu var síðan skemmtiatriði, tímamótagjörningur "Gulli og gellurnar" þar sem ég leiddi hóp samkennara af æðra kyninu inn í suðræna sveiflu. Nú um mánaðamótin byrja ég með sex vikna námskeið í Zumba þreki í Íþróttamiðstöðinni að Varmá. Dansinn stiginn síðdegis frá sex til sjö, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Á miðvikudögum verður alltaf gestakennari sem þjálfar hópinn í hinum ýmsu afbrigðum s.s. hip hop, salsa, flamenco, reggeton, tango, merengue og samba.


"Eigum við möguleika?"

EurovisionNú eru Laugardagslög búin að damla lungað úr vetrinum. Verð að viðurkenna að það setti að mér aulahroll undir síðasta þætti. Hinir og þessir spekingar höfðu tekið þátt í spurningakeppni um hversu mörg stig hinar og þessar þjóðir gáfu hinum og þessum lögum, þetta eða hitt árið. Síðan kom þessi yfirþýrmandi spurning til spekingana; "Teljið þið að við eigum möguleika í ár". Vonandi fer að koma niðurstaða í þessu ansi langdregna forvali, þannig að hægt sé að vera með magasín og tónlistarþætti sem fá tilvist á eigin forsendum.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband