Leið forsetans var dýr en lýðræðisleg

Innan tíu daga mun líta dagsins ljós nýtt samkomulag þar sem að gert er ráð fyrir því að Íslendingar borgi tryggingaupphæðina en með hagstæðari greiðslutilhögun, þó sér í lagi mun lægri vöxtum. Allir stjórnmálaflokkar hafa lýst því yfir að þarna liggi skuldbindingar landsins. Síðan detta formenn stjórnarandstöðunnar í gír lýðskrumsins þegar þeim hentar. InDefence hefur einnig lýst því yfir að okkur beri að greiða tryggingar upphæðina og virðast því líka vera að eyða heilu ári í baráttu um greiðslutilhögun.

Forseti Íslands sem nú er dáður af Sjálfstæðismönnum aldrei þessu vant sagði í dag; „Íslenska þjóðin, bændur, sjómenn, kennarar, hjúkrunarfólk er reiðubúin að greiða Bretum og Hollendingum jafnvirði rúmlega 20 þúsund evra vegna hvers reikningseiganda. En hún er ekki tilbúin til að greiða háa vexti svo bresk og hollensk stjórnvöld hagnist á öllu saman." Með þessari yfirlýsingu má ljóst vera að hann skrifi undir lög sem falla að þessum ramma.

Innan tíðar þegar þetta mál hefur horfið sem meginverkefni stjórnmálanna verður áhugavert að sjá hvort að menn eins og Sigmundur Davíð eigi líf eftir IceSave. Þá þarf að reikna það út eins og Valgerður Bjarnadóttir hefur réttilega bent á að hún telji ekki útilokað að best hefði verið að ganga frá samningnum strax. Vextirnir eru klárlega óhagstæðir en telja má víst að við höfum tapað gríðarlegum upphæðum á óvissunni og töfunum í að koma málinu í fastan farveg.

Þannig hefur leið forsetans að vísa málinu í þjóðaratkvæði reynst dýr og óvíst um fjárhagslegan ávinning. En persónulega held ég að til lengri tíma litið hafi hún verið skynsamleg. Það var ekki hægt að samþykkja lögin í því mikla umróti sem að ríkti. Það var ekki hægt annað en koma sjónarmiðum Íslands skýrar til skila í alþjóðasamfélaginu. Að við eigum skilið réttlátari meðferð í málinu heldur en sá tónn sem gefin var með setningu hryðjuverkalagana í Bretlandi. Síðast en ekki síst þá hefur forsetinn bjargað eigin skinni. Athygli og ásakanir tengdar þátttöku hans í útrásinni hafa fallið í skuggann.

Í framhaldi hefst uppbyggingartíminn og þá þarf Jóhanna að íhuga hvort ástæða sé til að fríska upp á stólaskipan ríkisstjórnarinnar. Þar á meðal hvort að hún vilji sjálf gera kaflaskil í sínum ferli. Því er haldið fram að Samfylkinguna skorti forsætisráðherraefni til að taka við. Þar er sérstaklega tekið fram að fólk vilji ekki sjá Össur Skarphéðinsson í því starfi. Mitt útspil hér rétt fyrir miðnætti á þessum kosningadegi er að Guðbjartur Hannesson geti komið inn í staðinn fyrir Jóhönnu sem forsætisráðherra en hún verði áfram formaður að næsta landsfundi.


mbl.is Ríkisstjórnin hefur fulla trú á viðunandi niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Ég er ánægður að sjá að þú sért sammála með að Samfylkingin hafi skitið upp á bak í þessu máli og all sérstaklega þurfi að skipta út þessum forsætisráðherra.

Enda hefur Steingrímur J. verið bæði fjármálaráðherra og forsætisráðherra í þessari ríkisstjórn.

En burtséð frá því þá tel ég allt ótækt með þessa tvo flokka við stjórnvölinn þar sem sérstaklega Vinstri Grænir vinna gegn hagsæld í þessu landi með andstöðu gegn uppbyggingu sem þýðir vinna fyrir atvinnulausa.

Carl Jóhann Granz, 7.3.2010 kl. 01:53

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Innlitskvitt. Mig langaði bara að líta inn og sjá hvernig einn af þessum 5% Íslendingum, sem Þráinn Bertelsson talaði um, var að blogga um ríkisstjórnina sína. Þú ert ekki bara 5% heldur líka siðlaus. Í engu landi nema Íslandi, myndi ríkisstjórn sitja áfram sem fastast, nema í lýðveldi Samspillingarinnar og útrásavíkinganna. Að stiðja setu ríkisstjórnar, sem hefur tapað keppikefli sínu í fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslu landsins, er siðlaust. Svo viltu fá Guðbjart Hannesson, Guð minn góður. Þá frekar skeggjuðu konuna!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.3.2010 kl. 08:59

3 identicon

Ég er sammála VÖV um að þú hlýtur að tilheyra margumtöluðum 5% ÞB. Að setja svona skoðanir á prent, sýnist mér sanna það .

Kristinn (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 09:26

4 Smámynd: Kristinn Pétursson

Það er rangur misskilningur hjá þér í fyrirsögninni - að þetta hafi verið "dýr" leið.

Hvað er ekki þegar búið að sparast - í milljörðum - að lögin skuli ekki hafa öðlast gildi--- og nú komin út í hafsauga....

Fái samninganefndin ekki vinnufrið fyrir blaðri ráðherra næstu daga - verður samninganefndind af segja af sér - þar sem hún fær ekki vinnufrið.

Kristinn Pétursson, 7.3.2010 kl. 10:28

5 identicon

Jæja Gunnlaugur þá ert þú endanlega búinn að afhjúpa sjálfan þig ,þú ert ábyggilega einn af þessum 5% sem menn hafa verið að nefna ef þú heldur að þessari ríkisstjórn sé sætt lengur ,allavega þarf að hreinsa vel út ef hún á að sitja áfram ,og væri þá gott að losna við svikakratana sem aðhyllast samstarf við nílenduþjóðirnar og vilja troða okkur inní Evrópubandalagið með valdi .

En eins og þú hefur orðið var við þá er ekki lengur þetta flokkræði sem verið hefur sem betur fer fyrir þjóðina .

Þú talar um auka kostnað við að hafna nauðasamningum í þjóðaratkvæðagreiðslu en hvað þá með allan kostnaðinn við aðildarviðræður sem eru fyrirfram dauðadæmdar eins og allar kannanir benda til er það ekki óþarfa eyðsla og eyðsla á tíma sem væri betur varið í að rétta við skútuna .

Ég er sammála því að kratarnir eru búnir að skíta uppá bak á sér og vel það .

Einhver sagði þegar hann var spurður hvernig ætlar þú að vinna bug á kapítalismanum ,hann svaraði ,höfum engar áhyggjur af honum hann drukknar í drullunni úr sjálfum sér.

MBK DON PETRO

H Pétur Jónsson (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 10:51

6 identicon

Gulli minn! Hvaða lið er þetta sem dregst að blogginu þínu? Skítkast og ómálefnanlegar athugasemdir, meira að segja frá kverúlant  í  Köben. Þú ert of vænn drengur fyrir þennan félagsskap.   Njóttu dagsins.                       

Magnús (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 14:47

7 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Gunnlaugur hvað kostaði það þjóðina að senda óhæfa samningamenn til Bretlands, eins og Jóhanna hefur nú viðurkennt. Hvað hefur það kostað þjóðina að stjórnarflokkarnir hafa ekki haft manndóm til  þess að viðurkenna mistök sín. Hvað hefur það kostað þjóðina að hafa algjörlega óhæfan forsætisráðherra við völd á þessum tímum? Síðan er leitast við að rétta stöðuna með spunameisturum, en eins og Framsóknarflokkurinn lærði af erfiðri reynslu, að það er hægt að ljúga að þjóðinni tímabundið en þegar til lengri tíma litið er slíkum loddaravinnubrögðum hafnað með rúmlega 93% þjóðarinnar.  

Já og vel á minnst, var spurður af erlendum fréttamönnum í gær hvort flokkur Jóhönnu Sigurðardóttur væri kommúnistaflokkur. Ég gat útskýrt fyrir þeim að svo væri ekki, en upphaflega hefði Samfylkingin átt að vera jafnaðarmannaflokkur, en nú hefði vinstri armurinn tekið öll völd í flokknum, og sá hluti hefði nú aldrei verið nátengdur lýðræðissinnum. Sennilega væri þessi armur talsvert lengra til vinstri en VG. Þetta skýrði m.a. ólýðræðisleg tilburði að forsætisráðherra gæfi skít í lýðræðislegar kosningar. Aðrir liðsmenn hefðu ekki manndóm til þess að taka afstöðu, fylgdu í fótspor foringja síns eða mættu og skiluðu auðu.

Sigurður Þorsteinsson, 7.3.2010 kl. 17:42

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þ.e. mikill misskilningur, að Icesave hafi e-h að gera, með vandræði með að fjármagna framkvæmdir hérlendis.

En, þetta blaðrar ríkisstjórnin samt sí og æ.

*Því má einnig bæta við, þegar umræðu er beint að þeim vöxtum er ríkinu býðst. Erfitt að sjá - að Icesave málið, komi því nokkuð við."

Hver er þá vandinn?

  • Við áramót voru viðskipti við útlönd 50 milljarðar í mínus, þegar tekið er tillit til fjárhagstekna.
  • Þarna koma til greiðslur vaxta af skuldum, sem eru það háar, að 90 milljarða hagnaður af vöruskiptum, verður 50 milljarða halli samt.

 

Þarf ekki að leita lengra að skýringum.

  • Enginn lánar aðila, sem er svo djúot sokkinn í skuldir, að þegar í dag, á hann ekki einu sinni nægar tekjur fyrir vöxtum.
  • Að halda því fram, að Icesave, hafi e-h með þetta að gera, er mjög villandi.
  • Þó lán kæmu frá Norðurlöndum, og AGS, breytti það þessari stöðu í engu.
  • Við værum eftir sem áður, í sömu stöðu að vextir af skuldum væru yfir tekjustreymi.
  • Bankar myndu eftir sem áður, neita að fjármagna þessar framkvæmdir.


Niðurstaða

Líklega verður ekki af þeim.

  • Ég vísa til ummæla viðskiptaráðherra í vikunni á undan, þess efnis að ef til vill væri mögulegt að leisa þetta vandamál, með því að bjóða erlendum fjárfestum eignaraðild að þeim virkjunum, sem stendur til með að reisa.
  • Þetta er auðvitað hugsanleg lausn, en þá þarf náttúrulega að deila hagnaðinum af þeim virkjunum, með þessum meðeigundum. Einnig, má velta fyrir sér, hvort við erum til í að bjóða upp á slíkt, þ.s. væri í reynd, að deila arðinum af okkar auðlyndum með slíkum fjárfestum.
  • Ljóst er, að þetta mál leisist ekki, nema einhver djörf ákvörðun verði tekin.
Ef ekki verður af þessum framkvæmdum, er ekkert annað í boði, en áframhaldandi samdráttur í okkar hagkerfi, næstu árin.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.3.2010 kl. 19:26

9 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Er að koma úr hressilegri fjallgöngu á Akrafjall og hér hafa safnast saman nokkuð margir kynlegir karakterar, rétt er það Magnús.

Þjóðin hefur tapað gríðarlega á því að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur viðurkenna ekki ábyrgð sína á vandanum. Þeir eru ekki af heilindum í björgunaraðgerðum.

Auk þess er Sjálfstæðisflokkur sem undir forsæti Geirs Haarde, fjármálastjórn Árna Matt og Davíð Oddsson sem seðlabankastjóra búin að fallast á meginatriði málsins.

1. Að ábyrgðin væri samkvæmt reglugerð um tryggingasjóð innistæðueigenda 2. Að skuldin yrði endurgeidd á tiltölulega stuttum tíma og með 8% láni.

Samninganefnd Svavars og Indriða tókst að bæta verulega úr þessum forsendum málsins. Vona að þú haldir þessu til haga Sigurður.

Einar Björn er hér með áhugaverða útreikninga. En af því að ég er nú að horfa á myndina Framtíðarlandið þá er rétt að benda á að að þar er álversæðingunni líkt við fyllerí. Ef til vill þurfum við bara að ganga í gegnum timburmennina.

En Ragnar Axelsson segist hafa orðið hissa á þeirri grimmd sem beindist gegn honum þó að hann birti fallegar myndir af því svæði sem að færi undir vatn. Með svipuðu móti er ég hér í minni færslu að draga upp mynd af góðum hug.

Það er með ólíkindum að fá yfir sig þennan ljótleika eins og frá Vilhjálmi sem ég þekki ekki neitt, en hef oft orðið hissa á skrifum hans. Hann setur það hér á blað að ég sé siðlaus fábjáni.

Guð blessi Ísland - segi það nú bara eftir lestur andríkra athugasemda.

Gunnlaugur B Ólafsson, 7.3.2010 kl. 21:16

10 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Einar Björn er hér með áhugaverða útreikninga. En af því að ég er nú að horfa á myndina Framtíðarlandið þá er rétt að benda á að að þar er álversæðingunni líkt við fyllerí. Ef til vill þurfum við bara að ganga í gegnum timburmennina.

----------------------------------

Einmitt - en, án hagvaxtar, er útilokað að plan ríkisstjórnarinnar og AGS, gangi upp.

En, það krefst m.a. tiltekins hagvaxtar - sem þegar er fullljóst að ekki verður af, tiltekinnar tekjuaukningar ríkissjóðs - sem það sama á við um; en hvort tveggja hangir saman.

Þannig, standa mál. 

Planið, þ.e. ljóst að það gengur ekki upp.

Þá þarf að búa til nýtt plan.

Eða þá jafnvel, sem einnig er möguleg leið, að lýsa okkur greiðsluþrota.

-----------------------

Annað af því tvennu þarf að gera.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.3.2010 kl. 21:50

11 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ég er kominn á það að við gætum brennt okkur á einhverjum af þeim framkvæmdum sem að eru í pípunum.

-Það er ekki skynsamlegt að setja fleiri egg í álverskörfuna

-Það er ekki skynsamlegt að lífeyrissjóðir byggi hátæknisjúkrahús

Við eigum í landinu það mikið af ýmsu veraldlegu góssi sem gæti auðveldlega dugað næsta áratug. Dettur í því sambandi t.d. bara offjárfesting í rútubifreiðum. Það er engin ástæða til að kaupa nýjar rútur til landsins næsta áratug. Ég er að yfirfara þessa dagana og skipta um vél í fjallarútu sem að er þrjátíu ára en feikilega góður kostur.

Vinnum betur úr því sem við höfum. Ræktum garðinn okkar. Þá mun farast vel fyrir okkur.

Gunnlaugur B Ólafsson, 7.3.2010 kl. 23:02

12 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Alveg sammála um hátæknisjúkrahúsið. Bilun.

Ekki neitt sérstaklega fyrir álver heldur - var enda á sínum tíma í flokknum hans Ómars.

---------------------

En, ég geri mér grein fyrir, að einungis eru tvær leiðir í boði, til að búa til hagvöxt, þ.s. skuldir innlendra fyrirtækja (milli 50-60% áætluð af AGS með ósjálfbæra skuldabyrði), og almennings (cirka 33% skulda svo mikið að skv. nýlegri skírslu Neytendasamtakanna stenst sá hópur ekki neysluviðmið sem notuð eru til að skilgreina fátækt), og hins opinbera; gera þessum aðilum ókleyft um að stuðla að hagvexti.

Þannig, að enginn sjálfssprottinn hagvöxtur, er mögulegur hérlendis.

*Ég er að auki mjög tregur, til að eyða upp síðustu sjóðum landsmanna, þ.e. lifeyrissjóðunum, því þeir eru trygging þess, að gamla fólkið fái enn e-h, þó ríkið fari í þrot.

-------------------------

Þetta þíðir, að einungis eru eftir möguleikarnir, erlent fjármagn eða það, að við skiljum skuldirnar eftir, eins og fyrirtæki er skiptir um kennitölu.

Það myndi vera, tilkynningin að við borgum ekki. Þá á ég við, ekki af erlendum skuldum, almennt.

Drastísk aðgerð, sannarlega. Hún myndi framkalla gjaldþrot nær allra, er nokkuð skulda í erlendum gjaldeyri. Fjölga atvinnulausum umtalsvert.

En, á móti hættir þá hagkerfinu að blæða, í formi stórfellds fjármagnstreymis úr landi. Það þíðir, að allt nýtt fjármagn er til verður hérlendis, getur þá orðið eftir; og þar með, farið að safnast saman.

Þannig, gæti svokallaður, sjálfssprottin hagvöxtur hafist á ný.

Hann yrði þó að byggjast á útflutningi.

Það yrði að hvetja, alla sem geta hafið einhverja starfsemi, að einbeita sér að útflutningi.

Þannig, getur smám saman, farið á ný að safnast hér fyrir fjármagn.

Þetta yrði, leið til uppbyggingar - en, búast má við, að hún tæki umtalsverðan tíma.

Því, vöxtur færi hægt af stað, vegna skorts á lánsfjármagni, en án aðgang að því, geta fyrirtæki einungis vaxið, fyrir eigin fjármunamyndun er myndast af rekstrarhagnaði.

Perónulega, miða ég við 10-15 ár, þar til við værum aftur kominn til baka, í ásættanlegar álnir.

----------------------------

Síðan, þarf á einhverjum tímapunkti, að semja við erlenda kröfuhafa, um að hefja greiðslur á ný - svo, hægt sé að endurreisa lánstraust.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.3.2010 kl. 00:11

13 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þó að ég sé "siðblindur fáviti" samkvæmt postDoc Vilhjálmi þá skynja ég að þú ert að tala um réttu áherslurnar fyrir Ísland Einar Björn.

*Þurfum erlent fjármagn og fjárfestingu - peninga inn í landið

*Þurfum að stórefla framleiðslu í iðnaði og landbúnaði - peninga inn í landið

*Efla ferðaþjónustu og nýta alla þá innviði í tómu húsnæði, tómum rútum, fáförnum fjallaslóðum - peninga inn í landið

*Endurnýta og lagfæra hluti til að lámarka innflutning - spara

*Samnýting og leigumarkaður (það þurfa ekki allir að eiga stórar hestakerrur sem eru notaðar þrisvar á ári) - spara

Erlend fjárfesting + Vinnum betur úr því sem við höfum + Ræktum garðinn okkar --> Þá mun farnas vel

Gunnlaugur B Ólafsson, 8.3.2010 kl. 10:04

14 identicon

Sæll Gunnlaugur,loksins erum við sammála um leiðir og er það bara vel ,batnandi mönnum er best að lifa ,

Tökum saman höndum og förum að spara og nýta ,ekki eiða og eiða við erum öll rík ennþá ,skilum alþjóðagjaldeyrissjóðnum þeim peningum sem þeir hafa drullast til að leggja inná okkur ,vonandi höfum við ekki þegar eitt þeim ,rekum hann svo í heimahagana þar er hann best geymdur.

Nýtum það sem við eigum til dæmis lífeyrssjóðina "áður en honum verður öllum stolið "til góðra verka okkur liggur ekki á neinu hátæknisjúkrahúsi strax.

Byggjum heldur upp atvinnuveigina sem ekki eru þegar búnir að gefa upp öndina og styrkjum nýsköpun .

Það er talað um að það séu 1800 miljarðar í bankakerfinu það er alveg nóg fyrir okkur í bili ,brettum upp ermarnar og stöndum saman.

MBK DON PETRO 

H Pétur Jónsson (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 00:31

15 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

 Ef við upphugsum plan næstu mánaða - út næsta ár, jafnvel.

Þá held ég, að ríkisstjórnin þurfi að tala formlega við norsk stjónrvöld, og óska formlega eftir fjármagns aðstoð út 2011 a.m.k.

Síðan, verði einnig rætt við AGS, og óskað eftir aðstoð þeirra, við endurskipulagningu skulda Íslands - þá er ég að tala um lengingu lána, lækkun vaxta, jafnvel lækkun höfuðstóls, í einhverjum tilvikum.

Ég held, að þetta sé síðasta úrræðið sem eftir er, til að komast hjá gjalþroti.

------------------------

En, með slíkri skuldbreytingu, má vera að hægt sé að hífa landið upp úr þessu, á jafnvel eins litlu og 5 árum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.3.2010 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband