Fćrsluflokkur: Tónlist

Fairytale Helgarlagiđ

Ein af mörgum ánćgjulegum afurđum samstarfs ţjóđa í Evrópu er söngvakeppnin. Margir láta ţannig ađ ţetta sé fyrir neđan ţeirra virđingu og vissulega má öllu ofgera. Til dćmis fannst mér forkeppnin hér á landi vera alltof umfangsmikiđ sjónvarpsefni. En ţegar á hólminn er komiđ ţá laumast allir fyrir framan imbakassana eđa flatvörpurnar og horfa á keppnina. Líkt og allir horfđu á Dallas ţó ađ sumir hefđu ekki hátt um ţađ.

Ţó Íslendingar séu međ mjög gott lag í keppninni, ţá finnst mér ţađ vanta meiri neista, geggjun, orku, líf. Út frá ţessu viđmiđi er ég búin ađ velja mér sigurvegara. Ţađ er Noregur međ hinn mikla gleđigjafa og tónlistarsnilling Alexander Rybak. Hann er ađ nokkru á heimaslóđ ţví hann fćddist í Minsk í fyrrum Sovétríkjum. Hann flutti fjögurra ára gamall međ foreldrum sínum til Noregs, en ţau eru ţekkt tónlistarfólk ţar í landi.

Ísland, Rússland og sennilega Noregur eig ţađ sameiginlegt ađ ţar eru flestir eru ađ eltast viđ ástina sem ţeir misstu eđa ekki fengu. Í textanum lýsir Alexander ţví ađ hann ćtli halda ást sinni á  "fairytale" ţó ađ hann gćti misst vitiđ. Ţetta er mađur ađ mínu skapi, međ góđan smell inn í sumariđ. Sagt er ađ Norđmenn séu ţađ stoltir af ţjóđerninu ađ á tyllidögum segist ţeir vera norskir norđmenn, en ég ćtla ađ vera stoltur íslenskur norđmađur ţegar piltur stendur međ pálmann í höndunum í Moskvu.


Oye Como Va Helgarlagiđ

Tito Puente samdi lagiđ Oye Como Va en hann flytur ţađ hér ásamt hljómsveit sinni. Lagiđ er ţó einkum ţekkt í flutningi gítarsnilklingsins Carlos Santana. Tito Puente fćddist í Harlem 1923, sonur suđur-amerískra hjóna frá Púertó Ríka. Ţađ varđ hlutverk hans í lífinu sem lagahöfundar, hljómsveitarstjóra og skapandi listamanns ađ útbreiđa áhuga á suđrćnnri tónlist. Hjá honum mćtast ólíkir straumar, hann sló fyrst í gegn međ mambó tónlist og Kúbanskri danssveiflu, en gerist síđan útsetjari fyrir stórsveitir og blandar danssveiflunni inn í spuna. Rekja má til Puente eitthvađ sem kallast gćti suđur-amerískur jazz (latin jazz).


Hallelujah

SönghópurMótlćti og sigrar eru lífsins gangur. Lagiđ Hallelujah eftir Leonard Cohen er óđur ţakklćtis til skaparans. Viđ útskrift í Borgarholtsskóla nú í desember flutti sönghópur Borgarholtsskóla tvö lög og annađ ţeirra var ţetta lag. Samviskusöm stúlka sem ég var nýlega búin ađ gefa fullt hús stiga í líffrćđi var forsöngvari. Flutningurinn hafđi meiri vigt vegna hinnar einlćgu trúar og vitneskju um ađ hún hafi fengiđ sinn skerf af erfiđleikum á tímabili. Naut ţess ađ hlusta á hana syngja lagiđ ásamt bakröddunum.

Tajabone Helgarlagiđ

Ismael Lo hefur veriđ kallađur "Bob Dylan Senegals". Auk söngsins leikur hann á gítar og munnhörpu og textarnir hafa mikla tilvísun í hans samfélag. Ţekktasta lag hans er Tajabone sem varđ frćgt í myndinni All about my mother međ hinum spćnska Almadovar.

Ţađ er sérstök blanda af ţjáningu, hreinleika og bjartsýni sem mađur upplifir viđ ađ hlusta á ţetta lag. Mikilvćgi mannlegrar samkenndar. Slíkar tilfinningar eru viđeigandi á jólum.

 


Zorba Helgarlagiđ

Alexis Zorba er sögupersóna í bók sem ađ myndin Zorba the Greek er byggđ á. Ađalhlutverk myndarinnar ar leikiđ af Anthony Quinn. Mekis Theodorakis gerđi hinsvegar hljómlistina í myndinni og lokalagiđ gerđi gríska ţjóđlagahefđ ţekkta um allann heim. Theodorakis hefur blandađ saman stjórnmálum og tónlist á lífsferlinum. Hann hefur barist gegn kúgun og misbeitingu valds eins og hún birtist í margvíslegum myndum.

Grískir ţjóđdansar eru ekki bara stignir á sagnakvöldum heldur eru ţeir lifandi ţáttur í ţjóđlífinu. Dansinn sem varđ til 1964 međ myndinni Zorba the Greek kallast syrtaki og er blanda frá hćgum og hröđum ţjóđdönsum. Ţađ er ekki bara ţjóđdansahefđin sem gerir lagiđ Zorba svo grískt og ţjóđlegt. Ţar er einnig spilađ á hiđ gríska fjögurra strengja hljóđfćri bouzouki, sem á reyndar uppruna sinn ađ rekja til Tyrklands.

 


Kysstu mig, kysstu mig mikiđ - Helgarlagiđ

Hin mexikanska Consuelo Velazques samdi áriđ 1940 eitt ţekktasta lag allra tíma Besame mucho áđur en hún varđ sextán ára og áđur en hún hafđi veriđ kysst. Margir ţekktir tónlistarmenn hafa síđan glímt viđ lagiđ. Ţó allar ţessar útgáfur hafi sinn áhugaverđa karakter ţá finnst mér sérstaklega hugljúf stemming yfir flutningi hins blinda ítalska stórsöngvara Andrea Bocelli. Hann var hér í Egilshöll fyrir ári síđan međ tónleika.

 


Ellen og Eiríkur

EricEllen

Eric Clapton mćtti međ öfluga og ţétta hljómsveit í Egilshöllina í gćrkvöldi. Flott hljómsveit, gítarleikurinn snilld, frábćr trommu- og píanóleikur. En samt náđi hann ekki ađ hrista svo upp í minni sálarkytru ađ tónleikarnir gćfu sterka upplifun. Fannst hann ekki leggja sig fram viđ ađ ná góđum tengslum viđ salinn. Clapton var bara í vinnunni og á leiđinni á nýjan stađ nćsta dag.

Ánćgjulegt var ađ heyra í Ellen Kristjáns sem hitađi upp međ hljómsveit sem var ađ mestu skipuđ međlimum úr eigin fjölskyldu. Eiginmađur, bróđir og dćtur. Öll lögin voru frumsamin og međ enskum textum. Ţar var hiđ ţekkta og hugljúfa englalag, en líka nýir verđandi smellir eins og Sweetheart í kántrístíl og svo var líka eitt skemmtilegt blúsađ lag "you are moving out, while I´m moving on".

Helsti galli á tónleikahaldinu var óbćrilegur hiti. Ţađ var merkilegt ađ ţessi mikli hiti var strax í byrjun ţegar húsiđ var opnađ. Var ţetta af ásettu ráđi til ađ auka sölu á bjór, víni og vatni? Vatniđ var ekki gefins, kostađi 300 kr. Mjög langar biđrađir mynduđust viđ vökvasöluna.


Helgarlagiđ Magalenha

Samba er ţjóđardans Brasilíu og ţar blandast áhrif frá Portúgal, Afríku og innfćddum indjánum. Portúgalir vildu á nýlendutímanum nýta hlýtt loftslag landsins til akuryrkju međal annars framleiđslu á sykri og kaffi. Innfćddir gengust ekki undir ţessi skilyrđi og voru ađ mestu ţurrkađir út međ hervaldi og sjúkdómum hvíta mannsins. Í stađ ţeirra fluttu portúgalir svertingja til ađ vinna á ökrunum. Út úr ţessum suđupotti kynţáttablöndunar varđ til Brasilísk menning. Dansinn er í hugum fólks nátengdur kjötkveđjuhátíđinni í Ríó og víđar um landiđ.

Einn frćgasti tónlistarmađur Brasilíu er Sergíó Mendes en hann ćtlađi sér ungur ađ verđa klassískur píanóleikari, en varđ snemma fyrir jazz áhrifum og lenti inn í upphafi bossa nova tónlistar í Brazilíu, sem ađ má segja ađ sé samba undir jazz áhrifum. Mendez spilađi međ mörgum bandarískum tónlistarmönnum bćđi í Brasilíu og Bandaríkjunum, ţar á međal iđulega međ Herb Alpert og síđar međ Stevie Wonder. Ţekktasti smellur hans međ hljómsveit sinni Brasil 66 var Mas Que Nada sem ađ var endurútgefin 2006 međ Black Eyed Peas.  Ţekktasta lag hans flutt af öđrum er trúlega  I´m never gonna let you go.

Látum lag hans Magalenha međ hljómsveitinni Elektra vera helgarlagiđ.

 


Helgarlagiđ Como Quieres Que Te Quiera

Held hér áfram ađ setja inn tengingu á myndbönd međ lögum sem ađ hafa gripiđ mig í leit ađ suđrćnni sveiflu á síđustu tveimur árum. Lagiđ ţessa helgi er Como Quieres Que Te Quiera međ Rosario Flores. Móđir hennar var ţekkt á Spáni sem "flamenkó drottningin" fyrir söng sinn og fađir hennar innleiddi katalónska blöndu af rúmbu- poppi í ţeim anda sem gert var alţjóđlega frćgt af hljómsveitinni Gipsy Kings.

Rosario hefur unniđ til verđlauna fyrir tónlist sína, sem er međ áhrifum frá sigaunastíl og flamenkó tónlist, en hún er einnig ţekkt fyrir leik sinn í kvikmynd Pedro Almadovar Talađu viđ hana frá 2002.

 


Helgarlagiđ Ishq Kameena

Indversk kvikmyndagerđ er stundum kennd viđ Bollywood, enda sumar kvikmyndir ţeirra međ svipuđum glamúr og í vestrinu. Hef stundum hrifist af lögum međ orkumiklum og óreiđukenndu yfirbragđi. Rakst á lagiđ Ishq Kameena fyrir fimm árum síđan og tók ég stundum orku og gleđidans međ syni mínum og vinum hans. Í Furubyggđinni ţar sem viđ bjuggum ţá var mikiđ pláss í stofu og holi. Ţar var slett úr klaufunum undir ţessu lagi međ hátt í tíu gaurum úr hverfinu.

Prófađi svo ađ leita upplýsinga um lagiđ og ţá kom í ljós ađ ţađ var úr kvikmyndinni Shakti; The Power. Ţetta lag er sagt vera sett sérstaklega inn til ţess ađ "sykra" myndina, ţar dansar einn ţekktasti Bollywood leikarinn, hjartaknúsarinn Shah Rukh fremst í hópi karla á móti hinni glćsilegu Karisma Kapoor. Ef viđ slökum á okkar eigin viđmiđum hvađ sé menning og setjum okkur í Bollywood stellingar nokkrar mínútur, ţá má hafa gaman af flottum dansi og krafti tónlistarinnar. Tímamótaverk!?


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband