Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Flugeldasýning á aðventunni

Sjálfstæðisflokkurinn í Mosó er búin að vera með endalausar rakettur og endurteknar Flugeldarundirskriftir í þessu máli. En staðreyndin er sú að verkefnið hefur tafist. Bygging hússins átti að hefjast síðastliðið vor. Framkvæmdastjóri Primacare sagði síðastliðið vor að það ætti að skýrast um sumarið hvort næðist að fjármagna verkefnið. Þess vegna var komin þörf á að setja upp nýja flugeldasýningu í málinu.

 

Enn er því haldið að okkur að þetta sé allt mest og best í hemi, þó fjármögnun verkefnisins sé tveimur árum síðar óljós. Lóðargjörningurinn núna auðveldar veðsetningar fyrirtækisins á landi Mosfellsbæjar uppá 400 milljónir. Það er aðalatriði þessarar fréttar. Veit ekki hvort nokkuð er stórkostlegt við það. Þetta er afbrigði frá því sem hefur viðgengist. Gæti sýnt að fjármögnun hefur ekki gengið sem skyldi og að verkefnið er í meiri vanda en búist var við.

 

Við lestur þessarar fréttar er því allt í lagi að setja upp sólgleraugu til að fá ekki ofbirtu í augun. Hún er svolítið 2007 í eðli sínu.


mbl.is Samið um lóð fyrir einkasjúkrahús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband