Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Regnbogahlaupið á sunnudag kl. 10

regnboginn2

Ég hef verið á fulllu að undirbúa hlaupið á fellin sem hefst klukkan 10 á sunnudag við Íþróttamiðstöðina að Varmá og er hluti af bæjarhátíð Mosfellsbæjar Í túninu heima. Þetta er sérlega skemmtileg og fjölbreytileg leið eftir fellunum fjórum sem liggja að Mosfellbæ (Helgafell, Reykjafell, Reykjaborg, Úlfarsfell). Hún er 18 km.

regnboginn1
ATORKA mannrækt & útivist skipuleggur hlaupið. Búið er að endurbæta fyrri merkingar á fellin og hefur þróast stígur sem er greinilegur á stórum hluta leiðarinnar. Helgafell er með rauðum stikum, Reykjafell með gulum, Reykjaborg með grænum og Úlfarsfell með bláum stikum.
regnboginn3

Gert er ráð fyrir að þátttakendur séu að keppa við eigin viðmið. Þannig hafa verið settir upp tímasetningar til að gefa atorkumat. Þeir sem ná að hlaupa hringinn á þremur tímum eða skemur teljast með 100% atorku. Þeir sem að eru þrjá og hálfan með 75%, fjóra klukkutíma 50% og fjórir og hálfur gefur 25% atorku.

Meðfylgjandi er kort er af fellunum ásamt GPS merktri leið á Helgafell og Úlfarsfell. Fallegur Regnbogi var síðdegis einn dag í vikunni og tók ég mynd af honum. Einnig er mynd af stikum, sem a´ð eru á leiðinni upp á fell og settar niður eftir litum. 

Hægt er að skrá sig í Íþróttamiðsöðinni að Varmá eða í Álafosskvos á morgun laugardag. Einnig í síma 699-6684. Þátttökugjald er 500 kr.


Dýrsleg grimmd

Sagan af Josef Fritzl var ótrúleg, en nú birtist að nokkru hliðstæð saga frá Kaliforníu. Ódæðismaðurinn Philip Garrido og kona hans rændu 11 ára stúlku 1991 og henni var komið fyrir í bakgarði þeirra þar sem að hún hefur að mestu dvalið í 18 ár og ræninginn eignast með henni tvö börn.

Hér eru viðtöl og frásagnir á CNN.

Hér er frásögn á MSNBC 

Hér er frásögn á Fox News


mbl.is Átti 2 börn með ræningjanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öskurapar á Austurvelli í hádeginu?

öskurapiÞað verður skondið að fylgjast með samsetningu hópsins sem mætir á Austurvöll í dag.

Sýnist að einhverjir íhaldsmenn sem vilja reyna að ná vopnum sínum ætli að mæta og reyna að verja heiður hins mikla leiðtoga eftir hrun frjálshyggjunnar. Ef til vill mætir hann sjálfur og verður á hliðarlínunni með Hannesi, Kjartani og Björgólfi. Allir í teinóttu! 

Sennilega verður þar líka eitthvað af taugaveikluðum konum á aldrinum 40-60 ára sem að hafa glatað trúnni á að það geti verið skynsemi í veröldinni.


Frábær ræða Sigmundar

Tveir samkennarar fóru að ræða það við mig hversu mikið stórhneyksli hegðun Sigmundar Ernis hafi verið í ræðustóli á Alþingi. Þessir vel tilhöfðu og vönduðu kórdrengir á sextugsaldri vissu nákvæmlega hvað væri rétt og boðleg hegðun á okkar virðulegu löggjafarsamkomu.

Fór inn á tilklippta myndbandið sem að birt var fimm dögum eftir ræðu Sigmundar og þá fyrst farið að setja í samhengi við drykkju. Þá fyrst fór Ragnheiður Ríkharðsdóttir að ræða um að taka málið upp í forsætisnefnd. En ég vona að þar verði einnig rædd áberandi framíköll hennar undir ræðu hins nýja alþingismanns.

Síðan ákvað ég að hlusta á 20 mínútna ræðu Sigmundar Ernis Rúnarssonar. Þar er sko engin klisja, heldur heilbrigt og hraustlegt uppgjör við hið mikla siðrof sem var innleitt í íslenskt samfélag með einkavæðingu bankana og græðgisvæðingu Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.

Hér er eldræðan sem að Valgeir Helgi hefur klippt út af vef Alþingis.


mbl.is Fékk sér léttvín með mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Festa, án fáts

Tel að viðbrögð við þessari hótun hafi verið eðlileg. Það þarf að vera öllum ljóst að menn leika sér ekki að eldinum og ekki að því að setja fram slíkar hótanir.

Sú umræða kemur alltaf upp að sterk viðbrögð leiði til þess að fleiri freistist til að gera slíkt hið sama, til að ná í spennu og vonast eftir að þetta verði einhver útgáfa af skondnum hrekk.

Lokun og leit virtust framkvæmd á afslappaðan, en staðfastan máta. Fólk var beðið að rýma húsið, en ekkert minnst á sprengju. Þannig var húsið tæmt á skömmum tíma.

Mikilvægt er að fylgja þessu eftir í umræðunni á þann veg að það hvarfli ekki að nokkru ungmenni að þetta sé annað en alvörumál, sem hafi ömurlegar afleiðingar fyrir þann sem stóð að hótuninni.


mbl.is Engin sprengja fannst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helgarlagið - Au coeur de septembre

Tilviljanirnar réðu að í fjallarútunni minni var í sumar safndiskur með Nana Mouskouri. Þar voru líka einhverjir salsa diskar og Tómas R Einarsson. Einhverjum hefði þótt meira viðeigandi að spila hetjulega söngva skagfirskra söngsveita þegar ekið var yfir Skyndidalsá, farið um kræklótta vegi upp Kjarrdalsheiði eða ekið niður að Illakambi. En persónulega fannst mér hún tóna vel við litadýrð fjallanna og stórkostlegt sköpunarverkið.

Samruni innan Evrópu snýst ekki bara um aura og evrur. Þar liggur líka menningararfur og óendanlegur fjölbreytileiki í sköpun. Konan mín er nýkomin úr vikureisu til Prag. Þar dvaldi hún að kynna sér byggingarlist þeirrar merku borgar. Þetta var hluti af Sókrates prógrammi Evrópusambandsins. Ætlað til þess að víkka sjóndeildarhring og örva hugarflug listgreinakennara.

Nana er grísk, fædd á eyjunni Krít árið 1934 og ólst upp frá þriggja ára í Aþenu. Verk hennar (plötur/diskar) hafa selst í meira en 300 milljón eintökum og er hún í fimmta sæti yfir mest seldu tónlistarmenn(Elvis Presley og Michael Jackson eru einu einstaklingarnir sem hafa selt meira, en Bítlarnir og Abba hafa líka selt meira). Hún hefur sungið á fjölda tungumála (einkum frönsku) og unnið með fjölda annarra tónlistarmanna.

Hún hefur verið fulltrúi UNICEF og var kosin á Evrópuþingið sem fulltúi Grikklands. Hægt er að fullyrða að fáir hafa unnið betur að samruna Evrópu með framlagi sínu heldur en þessi einstaka söngkona, sem hefur jafnframt lagt áherslu á hinn evrópska breytileika. En hún býr nú í Sviss með seinni eiginmanni sínum. Á síðasta ári fór hún kveðjutónleikaferð um heiminn. Lokatónleikarnir voru í Aþenu. Þar sem mættu forsætisráðherra Grikklands, borgarstjórar Berlínar, París og Lúxemborgar. En þar batt hún enda á feril sem spannar fimm áratugi.

Lagið sem ég vel með Nana Mouskouri nefnist Au coeur de septembre. Það passar við síðsummarstemminguna. Rólegt og hugljúft. Þetta lag söng hún einnig með Harry Belafonte. Sagan segir að hann hafi farið þess á leit við Nana að hún tæki niður svörtu gleraugun sem einkenndu hana, en hún hafi tekið því illa og íhugað að binda enda á samstarfið ef hann setti slík skilyrði. Hún þorði að vera karakter og það hefur án efa verið hennar styrkur.


MYNDIR - Gönguferðir STAFAFELLI sumarið 2009

 

 stafapan

- Tvísmellið á myndina til að stækka - 

S091S092

 

 

 

 

 

 

S093S096

 

 

 

 

 

 

S097S099

 

 

 

 

 

 

S0910S0912

 

 

 

 

 

 

S0911S0914

 

 

 

 

 

 

S0913S0915

 

 

 

 

 

 

S0916S0917

 

 

 

 

 

 

S0919S0920

 

 

 

 

 

 

S0922S0923

 

 

 

 

 

 

S0921S0924

 

 

 

 

 

 

S0926S0928

 

 

 

 

 

 

S0929S0930

 

 

 

 

 

 

S0932S0933

 

 

 

 

 

 

S0936S0937

 

 

 

 

 

 

S0939S0940

 

 

 

 

 

 

 

S0935S0931S0942


Sigmundur Davíð missir af stóra tækifærinu

Það sem er ánægjulegt í öllum leiðindunum við ICESAVE málið er að Alþingi stóðst hið lýðræðislega álagspróf. Í fjárlaganefnd var fullur vilji til að ná þverpólitískri lendingu. Svo virtist sem að allir gætu lagt fram hugmyndir til umræðunnar og reynt að vinna þeim fylgi. Fyrir þessa verkstjórn á Guðbjartur Hannesson formaður nefndarinnar skilið mikið hrós. Þetta er rétti andinn til eflingar þingræðis. Þór Saari virðist líka hafa landað sínum fiskum og komið fyrirvörum inn í hina sameiginlegu niðurstöðu. Sjálfstæðisflokkurinn og Bjarni Benediktsson sýna líka virðingarverð þroskamerki við meðferð málsins.

En á hvaða leið er Framsóknarflokkurinn með hinn nýja formann og formannskandídat? Svo virðist sem Sigmundur Davíð og Höskuldur Þórhallsson hafi glutrað niður stóru tækifæri til að vera virkir í hinu nýja og heilbrigða þingræðislega umhverfi. Þeir virðast veðja á að styrkja stoðir Framsóknarflokksins með óánægjufylgi tengdu ICESAVE. Þeir eru bara á móti. Punktur. Það er ekki ljóst hvernig þeir vilja farveg fyrir þetta mál. Í heildina finnst mér Sigmundur Davíð ekki vera að leiða flokkinn skynsamlega og þarna held ég að hann hafi misst af stærsta tækifærinu til að stimpla sig inn sem marktækur og trúverðugur leiðtogi.


mbl.is Samkomulag í fjárlaganefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

72 þúsund í rakvélarblöð á ári

 

 rakhnífur

 Gillette gerðir

 

 

 

 

 

Ef ég tæki nú upp á þeim sið að raka mig á hverjum morgni til þess að vera ávallt með silkimjúkan vangann þá þarf töluvert af rakvélablöðum. Pakkning með fjórum blöðum af Gillette M3 Power blöðum kostaði í gær 2990 í Nettó. Hvert blað dugar í þrjú til fjögur skipti. Þannig þarf ég að minnsta kosti að kaupa mér rakvélablöð tvisvar í mánuði sem að væri þá kostnaður upp á um 6000 krónur og margfaldað í kostnað á ársvísu gerir 72 þúsund krónur.

Að vísu er ég orðinn háður einhverri rakvél sem að er frekar dýr og með rafmagnstitring. Skoðaði að kaupa blöð á eldri týpuna og láta af öllum lúxus í kreppunni. En þau voru 600 krónum ódýrari og gæti það lækkað ársútgjöld í tæp sextíu þúsund. Önnur ráð væru að svissa yfir á rafmagnsrakvél, en þar virðist ég hafa það viðkvæma húð að ég verð rauður um andlitið eftir raksturinn. Þá er einn möguleiki að læra að raka sig með rakhníf. Ef maður getur sjálfur skerpt bitið í honum þá væri kostnaðurinn einkum í raksápu. Að sjálfsögðu er líka hægt að safna skeggi.

Kynin eru með mismunandi útgjaldaliði. Það er spurning hvort kallar á meiri eyðslu sú staðreynd að vera karlkyns eða kvenkyns. Karlar sækja meira í tæki og tól á meðan konur sækja meira í föt og snyrtivörur. Þessir félagslegu þættir sem að eru vissulega líka líffræðilegir. Væntingar og hormónaflæði sem mynda flókna tilveru okkar. Þráin eftir kynþokka tekur á sig ýmsar myndir. Það liggur ákveðinn pressa frá eiginkonum að karlarnir hreinsi broddana úr andlitinu. Á sama hátt vona ég að konur raki áfram fótleggina með dýrustu og flottustu gerðum af rakvélunum frá Gillette. Bleikum.

Skeggjaðurrakaðir fótleggir

        

 

 


Fljúgandi innanlands

Ernir

Sú var tíðin að Fokker vélar fullar af fólki með flugfreyju um borð svifu um loftin fram og til baka til Hornafjarðar. Ýmist þvert yfir hálendi og jökla stystu leið eða meðfram ströndinni. Þetta var algengast ferðamáti fólks. En síðan eftir að malbikað varð alla leiðina og vegurinn gerður greiðfærari með því að taka af beygjur og útúrdúra þá fara flestir á sínum einkabílum.

En í gær tók ég flug að austan í góðu veðri. Vignir Þorbjörnsson og frú standa vaktina í afgreiðslunni og halda því við heiðri ættarinnar í flugrekstrinum. Faðir hans Þorbjörn var ljúfur karl sem að notalegt var að hitta áður en maður steig sín fyrstu skref upp í flugvélar sem barn. Flugfélagið Ernir hefur haldið uppi áætlunarflugi austur síðustu misserin og virðist standa sig vel.

Það voru hinsvegar bara fjórir farþegar suður í morgunfluginu í gær í nýlegri 19 sæta vél félagsins. Flugfarið kostar 11.600 krónur. Til samanburðar kostar rútufar frá Höfn 11.200. Kostnaður við bensín í akstur til Reykjavíkur miðað við frekar neyslugranna bifreið væri nálægt kostnaði við flug eða rútu. En það verður hagstæðara eftir því sem fleiri eru samferða.

Miðað við að ekki sé meiri verðmunur á rútu og flugi er það áhugavert að velta því fyrir sér afhverju fleiri nýta sér ekki þægindin að vera komin þessa löngu vegalengd á klukkustund í stað þess að nýta lungað úr daginum í ferðina. Ég held að flugið eigi eftir að verða vinsælli ferðamáti að nýju. Það þarf hugsanlega að úthugsa einhverja gleðipinna fyrir kúnnann.

Þar er hægt að auka skemmtun eða fróðleik bæði í flugstöðinni. Hægt væri að hafa margmiðlunarefni um svæðið í flugstöðinni eða aðgang að netinu, svo maður þurfi ekki að hanga og horfa á myndina af Ólafi Ragnari meðan beðið er eftir tilkynningu um brottför. Það er líka nauðsynlegt að hafa eitthvað lesefni í flugvélinni. Það ætti ekki að vera mikið mál fyrir flugfélagið að henda nokkrum eintökum af Fréttablaði morgunsins svo farþeginn hafi eitthvað að gera á meðan fluginu stendur.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband