Færsluflokkur: Menning og listir

Konunglegt, rósrautt, milt og ljúft

Útimarkaður Varmársamtakanna verður nú á laugardag. Auk veitinga og grænmetis verður allt iðandi af fjölbreytilegum og frumlegum mannlífsstraumum. Elísabet Brekkan verður með uppboð á prinsessukjólum og hinn eini sanni eilífðarsjarmör Jón Baldvin hefur umsjón með rósasölunni.

Elísabet    jonbaldvin

Sjá nánar á http://www.varmarsamtokin.blog.is/blog/varmarsamtokin/entry/626202/

Gert er ráð fyrir mildu og góðu veðri

http://www.vedur.is/vedur/spar/stadaspar/faxafloi/#group=11&station=1

Útlitið er sem sagt hagstætt - konunglegt, rósrautt, milt og ljúft


Sunnudagsmorgunn

ValdísKynþokkafyllsti útvarpsþáttur allra tíma er með Valdísi Gunnars á Bylgjunni. Það er gott að vakna upp með henni, eins og segir í auglýsingu. Í morgun var súkkulaðimeistarinn og ofurbakarinn Hafliði Ragnarsson gestur hennar. Valdís gaf frá sér alls kyns fögur hljóð meðan hún ræddi um góðgætið eða bragðaði á því. Hafliði hefur rekið Mosfellsbakarí við góðan orðstír síðustu ár. Bakaríið er eitt Haflidiaf betri fyrirbærum í bæjarkryddinu. Kona mín er með Tómstundaskóla Mosfellsbæjar og þar er Hafliði skráður með páskaeggjanámskeið sem á að byrja á þriðjudaginn kl. 19:00, en vantar fleiri þátttakendur.

En það haldreipi sem ég gat haldið í svo ég missti mig ekki alveg inn á svið hinna taumlausu nautna var að ég hafði áður Ævarnáð nokkrum góðum mínútum af viðtali Ævars Kjartanssonar við bloggvin og félaga Sr. Baldur Kristjánsson. Stundum hefur manni þótt jaðra við að kynþokkinn færi yfir strikið hjá Valdísi og að gáfurnar ætluðu alveg að fara með Ævar á stundum. Í morgunn var þetta allt í passlegum skömmtum, sennilega af því að maður þekkti viðmælendurnar. Þakka þessu góða fólki Baldurfyrir ánægjulega morgunstund. Þetta er besti tími vikunnar, heima við, til útvarpshlustunar. Ný vika að byrja, en samt ekki búin að leggja neinar kvaðir á hugann.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband