Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2008

Útimarkađur Varmársamtakanna slćr í gegn

Fleiri hundruđ manns létu ekki rigningaveđur gćrdagsins aftra sér og mćttu á útimarkađ Varmársamtakanna. Ţar ríkti sérlega góđ stemming í veitingasölu, grćnmetismarkađi og sölubásum. Ţćr stöllur Sigrún P og Sigrún G prýđa baksíđu Morgunblađsins í dag, en margt í undirbúningi hefur mćtt á ţeim síđustu dagana.

Í raun er ţađ kraftaverk ađ fámennur hópur´fólks úr félagasamtökum nái ađ skipuleggja svona viđburđ. Leigđ voru ţrjú stór tjöld fra skátunum. Tvö ţeirra voru sett upp á föstudagskvöldinu í myrkri, rigningu og nokkrum vindi. Ţađ ţriđja í gćrmorgun.

Nú er logniđ og sólin á eftir "storminum". Ákveđiđ hefur veriđ ađ hafa áfram veitingasölu í kvosinni og grćnmetissölu. Vanalega hefur laugardagurinn veriđ markađsdagurinn og ekkert á sunnudeginum. En vegna veđursins, óţćginda rigningar og dásemda sólarinnar, verđur áfram eitthvađ fjör í kvosinni í dag.


Rabbabarasulta - Sulta ársins 2008

Tćplega 300 manns hafa nú kosiđ um bestu sultuna. Lengi vel var tvísýnt um úrslit, ţví rabbabarasulta og bláberjasulta nutu álíka vinsćlda. Síđan hefur rabbabarasultan sigiđ nokkuđ afgerandi fram úr og sigrar međ 21,9%, nćst kemur bláberja međ 16,8% og síđan rifsberja međ 16,5%.

Nokkrir fagurkerar voru hér í kvöld ađ taka út mínar sjö sultugerđir ţetta haustiđ. Samdóma álit var ađ sólberjasulta vćri best, ein og sér. Ţađ ađ sólberjasultan nćđi ekki í eitt af ţremur efstu sćtunum voru mér vonbrigđi. Og í ađdáun á ţeirri sultu fylgir kona mín mér heilshugar.

Nú er ţađ spurning hvort almenningur á Íslandi sé fákunnandi um sultugerđir eđa ađ ađgengi ţeirra og reynsla af rabbabarasultu hafi haft áhrif á niđurstöđuna. Ađ međ ţví ađ kanna hug ţrjú hundruđ manns sem ađ fćr ađ smakka allar tegundir ađ ţá hefđi komiđ önnur niđurstđa.

En rabbabarasultan er vissulega ágćt og klassísk.


Rauđur, gulur, grćnn og blár

Regnbogalitir 

Regnbogahlaupiđ hefst á hinu nýja miđbćjartorgi Mosfellsbć klukkan tíu á laugardag. Ţetta er blanda af hlaupi og kraftgöngu á fellin fjögur umhverfis Mosfellsbć. Helgafell er rautt, Reykjafell gult, Reykjaborg grćn og Úlfarsfell blátt. Allir eru velkomnir.

Upphitun undir suđrćnni sveiflutónlist verđur á undan. Gert er ráđ fyrir ađ ţeir sem hafa ţokkalegt ţrek séu rúma ţrjá tíma ađ hlaupa hringinn. Einnig er möguleiki ađ fara hálfan hring. Afgreiđa fyrstu tvo fellin og hlaupa síđan til baka eftir stígnum niđur međ Varmá.

Frekari upplýsingar í síma 699 6684.


Konunglegt, rósrautt, milt og ljúft

Útimarkađur Varmársamtakanna verđur nú á laugardag. Auk veitinga og grćnmetis verđur allt iđandi af fjölbreytilegum og frumlegum mannlífsstraumum. Elísabet Brekkan verđur međ uppbođ á prinsessukjólum og hinn eini sanni eilífđarsjarmör Jón Baldvin hefur umsjón međ rósasölunni.

Elísabet    jonbaldvin

Sjá nánar á http://www.varmarsamtokin.blog.is/blog/varmarsamtokin/entry/626202/

Gert er ráđ fyrir mildu og góđu veđri

http://www.vedur.is/vedur/spar/stadaspar/faxafloi/#group=11&station=1

Útlitiđ er sem sagt hagstćtt - konunglegt, rósrautt, milt og ljúft


Besta sultan 2008 - Úrslit á laugardag

Fyrir tćpri viku setti ég upp könnun á uppáhaldssultu bloggara. Nú hafa um 140 manns kosiđ og er kosningin mjög tvísýn. Rabbabarasulta og bláberjasulta skora mest og eru jafnar međ um 21% en ţar skammt á eftir koma sólberjasulta og rifsberjasulta.

StikilsberFrétti fyrir nokkrum dögum ađ á útimarkađi í Mosfellsdal mćti menn međ krukkurnar og fari í keppni um bestu sultuna eđa hverjum hefur tekist best upp í sultugerđ. Ţannig ađ líkt og Andri Snćr bendir á í Draumalandinu ţá geta svipađar hugmyndir komiđ fram viđ svipađar ađstćđur á svipuđum tíma.

 

RabbabariŢví er viđ hćfi ađ viđ tilkynnum úrslit úr ţessum sultusamanburđi á útimarkađi Varmársamtakanna í Álafosskvos um nćstu helgi. Bćđi ćtti ađ vera hvatning til dáđa á ţessu sviđi. Enn er nokkuđ svigrúm til ađ fara í berjatínslu og sulta.

 

 

BláberÉg er búin ađ gera sex sultutegundir og er ađ verđa birgur fyrir veturinn. Fyrst gerđi ég krćkiberja-, sólberja- og rifsberjasultu, en síđustu dagana hef ég bćtt viđ rabbabara-, stikilsberja-, og bláberjasultu. 

Eftir nokkuđ mikla leit ađ réttu sultukrukkunum, ţá fann ég ţćr međ rauđköflótta lokinu í mismunandi stćrđum hjá Ţorsteini Bergmann - Búsáhaldaverslun í Hraunbć. Deiliđ međ öđrum reynslu af vinnslu úr berjum (sultur, söft, vín). Og ađ sjálfsögđu ađ velja uppáhaldssultuna.


Ţjóđaríţróttin

Ţađ er ekkert sem slćr út handboltann í skemmtanagildi, spennu og samkennd. Man eftir ţví ađ hlusta međ ömmu á handboltalýsingar á gufunni sem patti. Hún sat alltaf föst viđ tćkiđ ţegar Ísland var ađ spila. Hetjan okkar ömmu Ragnhildar var Geir Hallsteinsson. Hann stökk yfir allar varnir. 

Strákarnir eru einfaldlega búnir nú ţegar ađ koma, sjá og sigra ţarna í Peking. Nú er bara ađ hafa gaman af ađ ljúka ţessu međ glćsibrag.

             ---- ÁFRAM ÍSLAND ----


mbl.is „Ísland tekur Frakkar á bóliđ"
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Valdablćti og látalćti

Geir H

Ţađ varđar ţjóđarhag ađ skilja sálarlíf Sjálfstćđismanna eins mikiđ og ţeir hafa veriđ til vandrćđa međ stólahrókeringum í borginni síđustu misserin. Svo virđist sem Hanna Birna borgarstjóri ćtli ađ prófa nýja og mýkri ímynd fyrir flokkinn. Hún segir; "Ţessi átakamiđuđu stjórnmál, sem allt of lengi hafa einkennt íslenska pólitík, ćttu ađ vera tćkifćri fyrir okkur ađ endurskođa ţá menningu sem oft einkennir stjórnmálin".

Á öđrum stađ talar hún um framtíđ flugvallarins og lýsir ţeirri skođun sinni ađ flugvöllurinn ţurfi ađ víkja af ţessu verđmćta byggingarlandi fyrir borgina. Ţetta er konan sem lét ţađ ganga yfir sig síđustu rúma tvö hundruđ dagana ađ ţora ekki ađ viđra ţessa skođun opinberlega og allt ađ ţví gangast undir stefnu Ólafs F um áframhaldandi veru flugvallar í Vatnsmýrinni.

Vandamál Sjálfstćđisflokksins er skortur á lýđrćđisvitund. Ađ leita eftir og hlusta eftir viđhorfum fólks. Láta hagsmuni er lúta ađ mikilleika og völdum flokksins víkja fyrir heilbrigđri skynsemi og heilindum. Viđ sáum ţetta birtast međ sjúklegum hćtti í skipulagningu hátíđahalda vegna Hannesar Hafstein. Ţar sem flokkurinn reyndi ađ eigna sér hann međ öllu og jafnvel ađ bođa til funda um hátíđahöldin međan forseti landsins var erlendis.

Dagbókarfćrslur Matthíasar Jóhannesen hafa fengiđ mikla athygli síđustu dagana og flestir túlka ţćr ţannig ađ ţeim sé ćtlađ ađ koma höggi á tiltekna vinstri menn, međal annars Ólaf Ragnar Grímsson forseta. Mun áhugaverđara finnst mér ađ sjá hvernig forystumenn Sjálfstćđisflokksins og miskunnarlaus fjármálaöfl áttu greiđan ađgang ađ ritstjórum og ritstjórn Morgunblađsins. Í dagbókunum er persóna og samviska Matthíasar ađ birtast af fullum heilindum, ţó auđvitađ hafi hann sína pólitísku sýn sem stađsetur hann í litrófi stjórnmálanna.

Matthías skrifar um viđleitni blađsins til ađ rjúfa tengslin viđ Sjálfstćđisflokkinn; "Ţađ er líka rétt ađ fyrir sveitastjórnarkosningar 1994 birti Morgunblađiđ ávarp frá Davíđ Oddssyni formanni Sjálfstćđisflokksins, međal ađsendra greina, en ekki á sérstökum stađ á útsíđum eins og áđur, ţótt blađiđ hafi lýst yfir stuđningi viđ stjórnmálastefnu Sjálfstćđisflokksins í forystugreinum. Ég held Davíđ hafi aldrei fyrirgefiđ ţessa ákvörđun. Eftir langt samtal okkar í Stjórnarráđinu rétti hann mér greinina og ćtlađist áreiđanlega til ađ hún yrđi birt ađ venju á útsíđu, en ég tók ţá ákvörđun ađ setja hana inní blađ sem ađsenda grein og ber mesta ábyrgđ á ţví".

Matthías og Styrmir eru hćttir sem ritstjórar og ljóđskáldiđ virđist telja ađ blađiđ standi undir nafni sem blađ allra landsmanna fremur en flokksmálgagn. Augu og eyru hafa ţví veriđ opin fyrir ţví hvernig ný ristjórn fjallar um borgarmálin, sem veriđ hafa samfelldur harmleikur fyrir Sjálfstćđisflokkinn. Ritstjórnargreinarnar hafa haldiđ sér viđ fulla flokkshollystu. Í forystugrein í dag um Hönnu Birnu hrekkur Mogginn í gamla hlutverkiđ ađ mćra og upphefja mikilfengleika forystumanna Sjálfstćđisflokksins. Hrósar sérstaklega áformađri viđleitni hennar ađ hafa nánara samstarf  og samráđ viđ minnihlutann í borgarmálum.

Í forystugreininni segir; "Svona hafa ekki margir forystumenn í stjórnmálum talađ". Ţessi hugtök og áherslur hafa ţó veriđ áherslur Ingibjargar Sólrúnar. Um nauđsyn breytingar á ţeim kúltúr sem ríkir í íslenskum stjórnmálum. Ţetta var inntak Borgarnesrćđunnar, ásamt lýsingu á ţví hvernig Sjálfstćđisflokkurinn hefur í áranna rás umgengist valdiđ. Ţađ er lofsvert hjá Hönnu Birnu ađ leita eftir samstarfi og opinni umrćđu. En afhverju gerir hún ţađ fyrst núna, en ekki strax fyrsta eđa annađ skiptiđ ţegar flokkurinn myndađi meirihluta? Mogginn, sem flokkslega óháđ dagblađ hefđi átt ađ benda á ţá stöđu í stjórnmálum ađ Samfylkingin er í mestum takt viđ vćntingar borgarbúa og hefur ţá lýđrćđisvitund sem einkenna ţarf nútímalegt stjórnmálaafl.

Nú hefur flokkurinn uppgötvađ ađ hann ţarf ađ efla tengslin viđ kjósendur. Hanna Birna ćtlar ađ innleiđa "metnađarfulla fjölskyldustefnu". Í ţeim anda er nýji borgarstjórinn ekki sýndur á mynd međ guđfeđrum sínum Guđna og Geir, heldur í fađmi eigin fjölskyldu. Vonandi eru ţetta ekki látalćti eftir ađ vera komin í ţrönga stöđu. Vonandi á ađ hlusta eftir ţeim málum sem brenna á fólki. Rćkta sitt hlutverk sem fulltrúar fólks, en ganga ekki fram af yfirlćti og rembingi sem hinir útvöldu. Ţar fannst mér Geir H. Haarde flaska inn á gamaldags flokks og fálkaímynd í viđtali í Markađi Fréttablađsins, ţar sem honum er stillt upp viđ hliđ málverks af föllnum foringja.

Ađ vitna í Bjarna Ben eđa Ólaf Thors ţykir flott í Valhöll en ekki međal almennings, ađ formađurinn sé á mynd međ málverk af Bjarna Ben eđa Ólafi Thors í baksýn ţykir flott í Valhöll en ekki međal almennings. Ein helsta málpípa íhaldsmanna í bloggheimum var búin ađ stilla Jóni Sigurđssyni, Hannesi Hafstein, Jóni Ţorlákssyni, Ólafi Thors, Bjarna Benediktssyni og Davíđ Oddssyni öllum í eina röđ í hausmynd á síđu sinni. Reyndar hrundi heimsóknartíđni í framhaldi og hann er nú búin ađ fjarlćgja alla karllurkana úr toppstykkinu. Geir Haarde og ađrir Sjálfstćđismenn verđa ađ láta af ţessu valdablćti sínu. Ađ vinna verk sín út frá öđru en mikilfengleika flokksins. Vera auđmjúkir og kumpánlegir fulltrúar fólks. Vonandi sjáum viđ nćst mynd af formanninum í barnahópi á leiksóla. Ţađ vćri miklu flottara.


Útimarkađur og regnbogahlaup

markadur 

Varmársamtökin halda árlegan útimarkađ sinn laugardaginn 30. ágúst kl. 12-16 í Álafosskvos. Hann er hluti af dagskrá bćjarhátíđarinnar Í túninu heima í Mosfellsbć. Í fyrra komu fleiri ţúsund manns viđ í Kvosinni og einstök stemming. Hćgt er ađ leigja sölupláss og Varmársamtökin verđa međ grćnmetismarkađ og veitingasölu.

Um morguninn kl. 10 stendur hiđ vaxandi fyrirtćki ATORKA - mannrćkt & útivist fyrir svonefndu Regnbogahlaupi  eftir fellunum umhverfis Mosfellsbć. Ţetta er í annađ skipti sem ţetta hlaup er hluti af dagskránni. Ljóst er ađ ég mun ekki verđa í vetur međ jafnmikiđ af heilsutengdum dans- og jóganámskeiđum og ég hef veriđ međ síđustu ár. Verđ í samstarfi viđ World Class međ kennslu á Rope Yoga og Zumba ţrekdansi.


Besta sultan 2008

SólberNú er uppskerutími ársins. Töđugjöld og kjötkveđjuhátíđir. Margir fara í berjamó og mćta búralegir međ feng sinn og setja afraksturinn í pottana. Sumir eru heimakćrir og klassískir og láta duga ađ gera rabbabarasultu. Ađrir leggja örlítiđ meira á sig og tína rifsberin af runnunum áđur en fuglarnir eru búnir ađ éta ţau. Sólberjarunnar eru líka ađ verđa algengir í görđum. Nú, svo eru ţeir sem leggja á sig helgarferđir og fylla skottiđ af bláberjum og krćkiberjum.

RifsberTil ađ fá umrćđur um sultugerđ set ég inn ţessa fćrslu. Ţađ er áhugavert ađ heyra af tilţrifum og afbrigđum í ţessari iđju sem ađ er í hámarki um ţessar mundir. Ráđleggingar um bestu berjasvćđin, góđar uppskriftir og notkunarmöguleika. Til dćmis finnst mér persónulega ađ sólber passi best međ hreindýrakjöti. En rabbabarasulta er auđvitađ best međ lambalćrinu, brúnuđu kartöflunum og ORA baununum.

KrćkiberHér til hliđar hef ég sett upp skođanakönnun um uppáhaldssultuna. Sú sem nćr flestum stigum verđur valin besta sultan áriđ 2008. Ţađ er um ađ gera ađ hafa gaman af ţessu. Líka hefđi mátt segja hér "vinsćlasta" sultan en ţađ er bara miklu svalara ađ tala um ţá "bestu".

Set hér myndir af pottunum hjá mér í fyrrakvöld ţar sem ég var ađ sjóđa niđur sólber, rifsber og krćkiber. 


Samfylking nćđi meirihluta

Miđađ viđ ţessa könnun hafa Geir og Guđni misreiknađ sig ţegar ţeir töldu ađ uppvakningurinn dyggđi til ađ snúa viđ slöku gengi Framsóknarflokks og Sjálfstćđisflokks í borginni.

Samfylkingin nćđi meirihluta í borgarstjórn ef kosiđ vćri núna og ekki munar miklu á fylgi Sjálfstćđisflokks og Vinstri grćnna.

Einhver gćti sagt af sanngirni ađ nýr meirihluti vćri varla byrjađur ađ sýna spilin sín. Helsta tromp á hendi er Bitruvirkjun. Ađ fara í framkvćmdir á útivistarsvćđi viđ Hengil, sem Skipulagsstofnun mćlir gegn vegna verulegs mikils rasks á náttúrunni.


mbl.is 26,2% segjast styđja nýjan meirihluta
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband