Bloggfćrslur mánađarins, september 2007

ATORKA - Rope Yoga er heildrćn hug- og heilsurćkt

rope yogaRúsína pylsuendans í haustdagskrá ATORKU er rope yoga. Um er ađ rćđa hug og heilsrćktarkerfi ţar sem áhersla er lögđ á ađ nćra sjálfan sig í núinu. Međ nćmni, góđri öndun og innlifun í ćfingarnar, náum viđ ađ fljúga út úr og yfir smápirring hverdagsleikans og sjálfsins. Rope Yoga styrkir miđjuna, kviđ og bak, kjarna líkamans. Í ćfingakerfinu er blandađ saman brennslu og úthaldi međ djúpri slökun. Ég, Gunnlaugur B. Ólafsson kenni rope yoga á mánudögum, miđvikudögum og föstudögum. Einnig er veriđ ađ leita ađ kennara til ađ kenna morguntíma kl. 10:00 á sömu dögum.


ATORKA - Leiklist fyrir unga Mosfellinga

drama3agnesEinn enn áhugaverđur liđur hefur bćst inn í tímatöflu ATORKU ţetta haustiđ. Agnes Ţorkelsdóttir mun halda utan um kennslu í leiklist eftir skóla á miđvikudögum og föstudögum. Á sinn hátt mun hún ţví tryggja til framtíđar góđar rćtur ađ fjölbreyttu og skapandi mannlífi í bćnum okkar. Agnes hefur međ sanni fengiđ leiklistarbakteríuna međ móđurmjólkinni, en bćđi mamma hennar og amma hafa veriđ driffjađrir í starfi Leikfélags Mosfellssveitar. Hún hefur sótt fjölda leiklistarnámskeiđa, nú síđast í sumar til London, og kennt krökkum leiklist í Mosó síđustu tvö ár.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband