Fćrsluflokkur: Tónlist
5.4.2008 | 23:07
Helgarlagiđ Bubamara
Eitt skondnasta lag kvikmyndanna er Bubamara úr mynd Emir Kusturica Svartur köttur, hvítur köttur. Lagiđ er afurđ af samstarfi viđ lagasmiđinn Goran Bregovic um ađ semja sígaunatónlist. Ţessir menn eru báđir aldir upp í fyrrum Júgóslavíu, kynntust ungir í Sarajevo međ háleita drauma um opnara ţjóđfélag og lífstíl Vesturlanda. En viđ fall kommúnismans tók ekki betra viđ, ţví sundrungin bjó í ţjóđernisvakningunni. Emir er serbi og múslimi. En Goran er af eins margslungnum uppruna og hćgt er. Foreldrarnir frá Serbíu og Króatíu. Hann kristinn en kona hans múslimi.
Emir Kusturica er bćđi ţekktur sem tónlistarmađur og kvikmyndagerđarmađur. Hljómsveit hans nefnist The No Smoking Orchestra. Goran Bregovic er einn ţekktasti lagahöfundur og tónlistarmađur af Balkanskaga. Lagasmíđar hans eru óvenjulegar, mótađar af straumum úr ýmsum áttum.
Tónlist | Breytt 6.4.2008 kl. 22:39 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
28.3.2008 | 21:33
Helgarlagiđ Shall We Dance?
Bíómyndin Shall We Dance međ Richard Gere og Jennifer Lopez í ađalhlutverkum var sýnd í Sjónvarpinu á mánudag. Í lok myndar kom fram í texta ađ hún var tekin ađ stórum hluta í Winnipeg, Manitoba. Á ţessum Íslendingaslóđum tók ég háskólapróf fyrir nok löngu. Ţá sveif nú ekki suđur-amerísk dansstemming yfir vötnum. Einhverjir útnefndu hana borg ţungarokksins í Ameríku, enda slíkur frumkraftur meira viđ hćfi í frosthörkum miđhluta Kanada heldur en sólarsamba eđa ástríđufullur tangó.
Í myndinni laumast lögfrćđingurinn sem Richard Gere leikur á námskeiđ í suđrćnum dönsum. Á međfylgjandi myndbandi er hann búin ađ láta undan ţrýstingi og ćfir sig fyrir ţátttöku í danssýningu skólans. Danskennarinn Jennifer Lopez nćr ađ kynda upp kröftuga sveiflu í gamla silfurrefnum undir lagi međ Gotan Project. Ég hef haft ţađ mér til dundurs og ánćgju ađ safna ađ mér suđrćnni tónlist síđustu ár og Gotan er í sérstöku uppáhaldi. Ţeir spila flotta og nútímalega tangótónlist, órćđ og afgerandi í senn.
Tónlist | Breytt 5.4.2008 kl. 23:20 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)