Helgarlagið Bubamara

Eitt skondnasta lag kvikmyndanna er Bubamara úr mynd Emir Kusturica Svartur köttur, hvítur köttur. Lagið er afurð af samstarfi við lagasmiðinn Goran Bregovic um að semja sígaunatónlist. Þessir menn eru báðir aldir upp í fyrrum Júgóslavíu, kynntust ungir í Sarajevo með háleita drauma um opnara þjóðfélag og lífstíl Vesturlanda. En við fall kommúnismans tók ekki betra við, því sundrungin bjó í þjóðernisvakningunni. Emir er serbi og múslimi. En Goran er af eins margslungnum uppruna og hægt er. Foreldrarnir frá Serbíu og Króatíu. Hann kristinn en kona hans múslimi.

Emir Kusturica er bæði þekktur sem tónlistarmaður og kvikmyndagerðarmaður. Hljómsveit hans nefnist The No Smoking OrchestraGoran Bregovic er einn þekktasti lagahöfundur og tónlistarmaður af Balkanskaga. Lagasmíðar hans eru óvenjulegar, mótaðar af straumum úr ýmsum áttum. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Þakka skemmtunina.,  Ég vildi að ég lifði í slíkum gleðitakti!  Er að lesa The Witch of Portobello eftir Paulo Coelho.  Konan þar Athena kemst í sambandi við lífið méð því að dansa.  Ég er að fara að messa og allir munu sitja sem negldir á bekkjunum og hugsa um sína eigin gigtarverki. kv. B

Baldur Kristjánsson, 6.4.2008 kl. 09:47

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þakka innlitið Baldur. Ég var á ferð um Suðurlandið í dag og stoppaði í Fljótshlíðinni á Breiðabólsstað hjá Önundi sem hefur eins og þú stigið í fullum skrúða í stólinn í Stafafellskirkju. Við vorum á leiðinni til uppgöngu á Þríhyrning. Hefði e.t.v. leitað ykkur Svöfu uppi ef þið byggjuð nær fjalli :).

Það er farin að heyrast stemmingstónlist í kirkjum af og til. Er ekki bara ástæða til að hámarka flæði gleðinnar, sem er eitt af betri stykkjum skaparans, með því að dansa í það minnsta eftir messur eins og tíðkaðist áður fyrr í sveitum.

Gunnlaugur B Ólafsson, 6.4.2008 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband