Offita er hugarástand

Offita 

Þó birting offitu sé klárlega líkamleg, sem er hægt að staðfesta með því að klípa í bumbuna eða stíga á vigtina, þá er orsökin oftast í lífsmynstrinu. Vesturlandabúar vanmeta áhrif hugans á jafnvægi í efnaskiptum. Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn og reyndar við líka ræðum fátt meira en offitukúra með vísan einvörðungu í mataræði og hreyfingu þá breiðist faraldurinn enn sem eldur í sinu. Það sýnir okkur að við þurfum nýja nálgun.

Við stress losnar kortisól sem kallar á skyndibita og kolvetni, í djúpsvefni losna ýmis mikilvæg hormón fyrir efnaskipti, snerting og nudd losa ýmis góð efni svo sem endorfín. Góð líkamsvitund er að kunna að lifa og njóta, takast á við verkefni með áhlaupi en geta losað hugann frá þeim inn í slökun og nærandi svefn. Bókin "Franskar konur fitna ekki" undirstrikar einmitt þessa þverstæðu. Njótum án samviskubits.


mbl.is Offitufaraldur á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband