15.1.2010 | 09:38
Heimurinn horfir á fólk þjást og deyja
Ef að hörmungarnar á Haíti hefðu orðið í New York eða París þá hefðu þúsundir björgunarmanna, lækna og björgunarfólks verið komið á vettvang nokkrum klukkustundum síðar.
Það er með ólíkindum að það sé enn verið að samþykkja það í ráðum og nefndum að stjórnvöld í stórríkjunum ætli að veita aðstoð. Á sama tíma og ópin berast frá deyjandi fólki í rústunum.
Það ætti ekki að vera stórt mál að fljúga yfir borgina og kasta niður nauðsynlegum skyndihjálparvöru, vatni og matvælum.
Stoltur yfir því að Íslendingar brugðust hratt við. Okkar óblíðu náttúruöfl hafa kennt okkur að það er ekki hægt að setja svona mál í nefnd.
Ótrúlegt að horfa á eyðilegginguna og þjáninguna á myndum og myndböndum.
Hér er frásögn á CNN af björgun íslenska hópsins á konu úr verslunarhúsnæði og viðtal við konuna.
Reiði og örvænting í senn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:37 | Facebook
Athugasemdir
ég byrja á að taka fram að ég er ekki að gera lítið úr þjáningum fólks á Haítí.
það kemur mér ekki á óvart að viðbrögð alþjóðasamfélagsins séu eins dræm og raun ber vitni. í raun finnst mér hin alþjóðlega athygli sem beinist að eyjunni vera merkilega mikil miðað við það áhugaleysi sem sýna þróunarlöndunum. líklega er það þó vegna þess að um einn skelfilegan atburð var að ræða sem mjög auðvelt er að birta myndrænt af fréttustofu á vesturlöndum.
ég hef kynnt mér málefni þróunarríkja aðeins, þá aðarlega málefni Afríku. þar geisaði í kringum síðustu aldamót styrjöld í Kongó (áður Zair og undan því Belgíska Kongó)sem fjöldin allur af ríkjum tók þátt. mannfallið í henni er talið í milljónum. engin á vesturlöndum hefur sýnt þessu stríði og afleiðingum þess áhuga.
þannig að kemur mér ekki á óvart að áhuginn við að hjálpa þróunarlöndum sé lítill hjá gömlu nýlendunumherrum þeirra.
Fannar frá Rifi, 15.1.2010 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.