Stemming og málefni

Dansandi þrenna

Gömlu flokkarnir, Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn eiga sér sögulegar rætur í Mosfellssveitinni okkar. Þaðan komu bændurnir í hreppsnefndinni. En tækifæri Samfylkingarinnar er einmitt núna á tímum endurnýjunar aðferða og gilda.

Við þurfum að skapa nærandi bæjarumhverfi. Meginástæða fyrir búsetu Mosfellinga er „sveit í borg“. Gefum því vægi með virkum tengslum milli neytenda og bænda um framleiðslu á ferskri matvöru. Þróum til fulls möguleika Varmársvæðisins sem lífæðar um bæinn, með áframhaldandi leiðum á fellin.

Nauðsynlegt er að móta mannlífsbelti frá miðbæ að Íþróttamiðstöðinni að Varmá og upp í Álafosskvos. Kjósa þarf um tvo valkosti í staðsetningu á kirkju. Annarsvegar kirkja og menningarhús samkvæmt fyrirliggjandi miðbæjarskipulagi eða að þjóðkirkjan fái úthlutað lóð þar sem bæjarleikhúsið stendur núna.  

Endurskoðum miðbæjarskipulag og færum framhaldsskóla inn á miðjuna og tengjum hann byggingu menningarhúss. Í komandi kosningum mun góð stemming meðal Samfylkingarfólks verða grunnur að þeim krafti og úthaldi sem þarf til að losna undan langri valdatíð Sjálfstæðisflokks. Við eigum betra skilið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Ágæti Gunnlaugur, ég óska þér velfarnaðar í baráttunni framundan, en ég tel, að flokkur þinn sé

líka hluti af Fjórflokknum ?

Með kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 22.1.2010 kl. 15:14

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Takk fyrir það Kristján. Samfylkingin er stofnuð við sameiningu flokka. Það er mín skoðun að það eigi að slípa hana til af grasrótinni svo að hún virki fyllilega sem opinn og heilbrigður farvegur lýðræðis.

En hún er það besta sem við höfum og miklu styttri leið að gera hana enn betri heldur en stofna nýja flokka. Hún á að hlusta á fólk og ganga erinda heildarinnar. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 22.1.2010 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband