Virðing fyrir kosningaréttinum

Nei umræðan er á glæfrastíg sem enginn veit hvar endar.

umræðan er orðin marklaus miðað við yfirlýsingar ráðamanna um að drög að betri samningi séu á borðinu.

Mætum á kjörstað og skilum auðu. Þannig fögnum við lýðræðinu og berum virðingu fyrir kosningaréttinum. Þó að í þetta sinn höfum við fengið óaðgengilega valkosti.


mbl.is Ólafur Ragnar ætlar að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sleppum því. Sitjum heima og prjónum eða gerum eitthvað gagnlegra.

Þótt ég hafi gaman að góðum farsa, er ekki þar með sagt að ég taki beinan þátt í einum slíkum.

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 23:27

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég ætla ekki á kjörstað.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.3.2010 kl. 23:35

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Hef hugsað málið í dag og var á því að sitja sem fastast, en finnst að við eigum að fagna rétti þjóðarinnar til þátttöku og skila auðu þegar engar forsendur eru til að ákveða sig.

En þegar Framsókn og Sjálfstæðisflokkur, sem eru alveg óvænt orðnir hliðhollir þjóðaratkvæði, munu bjóða upp á afnám gjafakvótans þá mun ég taka afstöðu.

Gunnlaugur B Ólafsson, 5.3.2010 kl. 23:41

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Já við skulum endilega kjósa um mál sem skipta máli, en þegar lýðræðisrétturinn er skrumskældur á þennan hátt, eru sterkustu skilaboðin fógin í því að taka ekki þátt.

Með því sýnum við lýðræðinu virðingu. þ.e, með því að taka ekki þátt í skrumskælingunni.

hilmar jónsson, 6.3.2010 kl. 00:22

5 Smámynd: Höskuldur Pétur Jónsson

Er ekki í lagi með þig Gunnlaugur ,eða ert þú kannski sama sinnis og Þráinn og heldur að fólk sé fífl ,við erum að fara að kjósa um ákveðið mál sem er samningur um icesave sem þessi ríkistjórn er búin að setja í lög með meirihlutavaldi á þinginu ,en sem betur fer skaut forseti ÍSLANDS málinu til fólksins í landinu sem ekki eru fífl og það ræður hvernig það kýs, ekki þú og þitt lið sem traðkar að stjórnarskránni og gerir lítið úr kjósendum.

Ég vona bara að Jóhanna sé orðin elliær og viti ekki hvað ´hún er að gera blessunin hún er góð kona og á skilið að fá frí frá þessu argaþrasi sem engu skilar nema drápsklyfjum á fólk .

Við megum ekki vera að þessu bulli lengur við höfum gert alltof mikið  til að þóknast þessum nílenduþjóðum sem hafa alltaf arðrænt aðrar þjóðir óáreittir í gegnum árin ,það er kominn tími til að þeir fari að lögum og við munum hlíta þeim dómi eins og siðuðum þjóðum sæmir ,og greiða það sem við eigum að greiða.

Þessi ríkisstjórn verður að fara frá ef samningurinn verður feldur í dag eftir allar yfirlýsingarnar sem forustu menn þessarar ríkistjórnar hafa gefið ,annað er ekki sæmandi þessu fólki.

MBK DON PETRO

Höskuldur Pétur Jónsson, 6.3.2010 kl. 00:39

6 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Höskuldur ekki ganga ljótleikanum alveg á hönd. Hverjir eru draumar þínir og þrár um betri ríkisstjórn - Framsókn og Sjálfstæðisflokkur?

Gunnlaugur B Ólafsson, 6.3.2010 kl. 01:39

7 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Gunnlaugur B Ólafsson, 6.3.2010 kl. 01:41

8 identicon

Gunnlaugur þú kemur mér verulega ánægjulega á óvart hér, þú virðist gera þér fulla grein fyrir því að ef að ef að meirihluti kjósenda í þessari atkvæðagreiðslu kýs já, þá er engin ástæða lengur fyrir viðsemjendur okkar að reyna að ná sáttum í máli þessu.  Þeir hafa þá fullnaðarsigur, og án nokkura fyrirvara, og munu hafa af því hagsmuni að Ísland komist í greiðsluþrot.

Það kann að vera að þessar kosningar séu skoðanabræðrum þínum þvert um geð, en þú, hefur greinilega ekki tapað sjónum á því að að, allir valdhafar hata í raun lýðræði, þeir munu nota lélega kosningaþáttöku sem röksemd fyrir áhugaleysi almennings og ómarktækni atkvæðagreiðslna almennt.

Ef að þér finnst hvorugur kosturinn góður, að greiða atkvæði með samning sem núna er nokkuð greinilegt að er ekki það besta sem býðst, né að segja nei og vera þar með hugsanlega, af einhverjum, talinn vera þeirrar skoðunnar að Íslenskum skattgreiðendum beri engin skylda til að engin skylda til að greiða fyrir annarra manna skuldir, að þá er þriðji kosturinn engu að sýður opinn fyrir þér.  Og hann er sá að lýsa fyrirlitningu þinni á valkostunum með því að skila auðu.  Ef þú hins vegar fyrirlýtur lýðræðið og villt veg þess sem minnstann þá og einungis þá átt þú að vera heima og ekki taka þátt í atkvæðagreiðslunni.

Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 05:09

9 identicon

 

Smá pæling. Kosningarnar eru um breytingu á lögum vegna samnings sem gerður var við Breta og Hollendinga. Samnings sem samþykktur var á Alþingi og Forsetinn staðfesti. Bretar höfnuðu hinsvegar vegna fyrirvara sem Alþingi setti. Já= Lögin frá janúar standa Nei=Lögin frá Janúar hafnað en lögin frá því í september taka gildi. Nú segir einhver að þau taki ekki gildi þar sem Bretar og Hollendingar neituð að samþykkja fyrirvarana. Gott og vel. Hvað ef þeir samþykkja nú fyrirvarana…..geta þeir það? Í hvaða ský..málum værum við þá. Fróðlegt væri ef einhver fróður myndi vilja tjá sig um það.
Takk fyrir annars ágætan pistil. Mæti ekki á kjörstað.

Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 09:22

10 Smámynd: Hrannar Baldursson

Guðmundur: fyrirvarar snúast til að mynda um að fá úr því skorið út frá lagalegum forsendum hvort að íslenskir þegnir séu ábyrgir fyrir þessari greiðslu, og einnig eru ákvæði sem koma í veg fyrir að hægt sé að keyra íslensku þjóðina algjörlega í þrot og ganga að náttúruauðlindum okkar.

Engin smámál þarna á ferðinni.

Hrannar Baldursson, 6.3.2010 kl. 09:49

11 identicon

Hrannar. Við erum sammála um það. En það sem ég vildi spyrja um er það hvort Breta og Hollendingar geti skrifað undir fyrirvarana sem þeir höfnuðu en við lögleiddum í fyrrasumar. Ég vona svo sannarlega að þeir geti það ekki þar sem enn eru viðræður í gangi og von um betri samning.

Takk fyrir að svara

Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 10:01

12 Smámynd: Höskuldur Pétur Jónsson

Það er orðið mjög áríðandi fyrir land og þjóð að kratar þessa lands komi ekki nálægt stjórn þessa lands ,þeir hafa komið okkur í vandræði alltaf þegar þeir hafa verið í stjórn enda alltaf  hagsmunagæslumenn auðvaldsins en ekki alþíðunnar .

Hvort það verður framsókn eða íhald er ekki málið enda kís ég ekki þannig hagsmunasamtök til að höndla með fjöregg okkar.

Það er viðar England en í kaupmannahöfn lagsi sagði bóndinn sem bjó á Englandi í borgarfyrði.

það er sem betur fer til gott fólk sem gæti stjórnað þessu litla landi á mjög farsælan hátt ,við þurfum bara að losa okkur úr þessari fjórflokka kreppu sem er og hefur alltaf siglt okkur í strand  .

Nú ef ekki finnst fólk til að taka við stjórninni þá er allt betra en krata pakkið sem er ekki annað en handbendi nílendukúgara ,og ætti aldrei að koma nálægt stjórnsýslunni .

En vonandi verðum við þeirrar gæfu aðnjótandi að fá fólk sem ekki á aðra hagsmuni en það sem kemur landi og þjóð til góða til að taka að sér þá vinnu sem þarf til að koma okkur út úr þessari kreppu sem við erum komin í ,ef ekki þá verður ekki búandi á þessu annars gjöfula landi þar sem allir eiga að geta haft það gott í

Gunnlaugur ekki leggja fólki orð í mun ,þú ert ekki þess verður nema þú uppfærir í þér toppstykkið ,ekki fara í sama farið og sumir sem segja að kjósendur séu  fábjánar ef þeir hugsa ekki eins og þú,það bendir til þess að eitthvað sé að í toppstykkinu.

Mbk DON PETRO

Höskuldur Pétur Jónsson, 6.3.2010 kl. 10:26

13 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Sæll Gunnlaugur.Þetta er miskilningur eða eitthvað verra.Ef lögin verða samþykkt þá standa þau að sjálfsögðu. Bretar og Hollendingar hafa aldrei gefið neitt til kynna um að þeir bjóði eitthvað betra ef Íslenska þjóðin samþykkir.Og hvorki Jóhanna né Steingrímur hafa sagt að það standi til boða ef lögin verða samþykkt.Það er sorglegt að sjá forsætis og fjármálaráðherra gera lítið úr íslenskri stjórnarskrá.Þetta er hryllingur.

Sigurgeir Jónsson, 6.3.2010 kl. 11:20

14 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þið fýluliðið fáið á baukinn í þessum kosningum og þið sem skilið auðu nafni minn og eða sitjið heima eins og fýluliðið sem situr í ríkisstjórninni ætlar að gera verðið ykkur og þjóð ykkar til ævarandi skammar !

Þeir sem kjósa hinns vega "JÁ" í þessum kosningum er sjálfspíningarlið, reyndar það sama og vill fyrir alla muni troða þjóðinni undir ESB yfirráðin, þvert gegn hagsmunum þjóðarinnar og gegn afgerandi meirihluta þjóðarinnar líka !

Ykkar ESB sól og sá rétttrúnaðaur allur er nú að sökkva í sæ og mun sem betur fer ekki koma upp mjög lengi vonum við sem viljum ÁFRAM FRJÁLST OG FULLVALDA ÍSLAND OG EKKERT ESB !

Kosningaþátttakann verður miklu meiri en efni standa til og vonir ykkar standa til og miklu miklu meiri heldur en í venjubundnum ESB þingkosningum ESB landanna !

Gunnlaugur I., 6.3.2010 kl. 17:04

15 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það verða engir möguleikar á betri samningum ef,

a) þjóðin fyrirlítur lýðræði með því að sitja heima.

b) úrslit kosninganna verða með þeim hætti að fleirri já menn mæta og greiða atkvæði.

Ég mætti og setti X við NEI

Ég er líka lýðræðissinni.

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 6.3.2010 kl. 17:31

16 Smámynd: Kristinn Pétursson

Styrktu samningsstöðu okkar og kjóstu NEI.    Að skila auðu er fyrir neðan allar hellur. Þá ertu að styrkja stöðu Breta og Hollendinga - til hvers?

Kristinn Pétursson, 6.3.2010 kl. 17:54

17 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ólafur Ragnar taldi afgreiðslu Alþingings  á þessum lögum stangast á við þjóðarviljann. Þeir sem telja að þau lög sem Alþingi setti sé besta afgreiðslan sem möguleg var á, eins og Steingrímur Sigfússon og öll Samfylkingarhjörðin tók undir. Þeir segja já.

Þeir sem telja að þessi afgreiðsla sé óásættanleg og telja að betri kostir séu í stöðunni, segja nei.

Þeir sem ekkert vita um málið, eða eru á móti lýðræðislegum afgreiðslum sitja heima, skila auðu eða fara að spila lúdó.

Sigurður Þorsteinsson, 6.3.2010 kl. 19:12

18 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Búin að kjósa Auði! Að kjósa Nei er að styðja Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Það geri ég ekki. Mbk, G

Góð grein hér

http://www.jonolafs.bifrost.is/2010/03/03/syndaratkvæðareiðsla-gegn-heilbrigðri-skynsemi/

Gunnlaugur B Ólafsson, 6.3.2010 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband