Ást og friður eða tortryggni og hernaður

Var að velta því fyrir mér afhverju maður fær nettan hroll þegar Björn Bjarnason byrjar að viðra hugmyndir sínar um íslenskan her. Reyndar heitir það á pappírnum bætt öryggisgæsla eða varalið lögreglu. Björn virðist hKonunglegi herinnafa ungur fest sig í einhverri þráhyggju kaldastríðsáranna og kemst ekki þaðan yfir á akra ástar og friðar, þó flestar ógnanir sem steðja að Íslandi séu horfnar (nema e.t.v. þátttakan í Írakshernaði). Benjamín Eiríksson sagði um föður hans (Bjarna Benediktsson), sem eflaust var mörgum góðum gáfum gefin, að hann hafi verið afskaplega tortrygginn maður. Hef trú á að þetta eigi einnig við um Björn Bjarnason. Þetta samhengi sem almenningur skynjar gerir hugmyndir hans fráhrindandi.

Það er ekkert að því að hugsa út og meta viðbrögð við mismunandi ógnunum og helst að slíkt mat sé unnið í ljósi alþjóðasamninga og af hlutaðeigandi stofnunum en ekki bara pólitísku umboði stjórnmálamanns. Við höfum ekkert að gera við hernaðarhyggju Björns Bjarnasonar. Hann verður að eiga það í sínum villtustu draumum að sá dagur komi að hann skoði heiðursvörð með Georg Lárusson og Harald Jóhannessen úniformaða sitthvoru megin. Þetta er bara framtíðarsýn sem að á ekki samleið með þjóðinni. Íhaldssömum stjórnmálamönnum finnst hugmyndin um her vera samtvinnuð væntingum um einhvers konar festu í skipan þjóðmála. Vandinn er bara sá að ógnanirnar á þessum tímapunkti eru þess eðlis að rétt er að taka þessum hugmyndum með húmor. Líka spurning hvort tortryggni og hernaðarhyggja sé einhver lausn eða hvort hún gefi ekki bara af sér frekari þróun í átt að ofbeldiskenndu samfélagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Ég hef mest undrast það í tíð Björns Bjarnasonar í dómsmálaráðuneytinu hversu mikil lausatök hann hefur haft á málaflokknum. Fangelsismál eru í rúst, jafnvel mætir fangi í afplánun og fær það svar að það sé allt "upptekið", "komdu bara síðar vinur"!

Sama má segja um mönnun lögreglu, það mál þekkjum við vel hér á Akureyri þar fjölgar ekkert í lögreglunni. Þar fara afbrot eftir því hvaða málefni lögreglan setur á oddinn þá stundina.

Líklega er Björn orðinn þreyttur í starfi...

En hinsvegar er þessi aðgerð undarleg í ljósi þess að við eigum afar mikið af góðu og traustu fólki í björgunarsveitum landsins sem kann að bregðast við aðstæðum þegar útaf bregður. En þetta fólk labbar svo sannarlega ekki um með byssur - sem er þá líklega það eina sem Björn vantar, fólk sem kann á vopn.

Lára Stefánsdóttir, 1.4.2007 kl. 00:40

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Eins og venjulega eru pælingar þínar áhugaverðar og af heilum hug gerðar. Ég er sammála niðurlaginu þar sem þú stingur upp á að tortryggni og hernaðarhyggja geti hugsanlega gefið af sér meira ofbeldi. Þetta spilar örugglega inn á fleiri þætti og er sjálfsagt flóknara, en svona beisikklí örugglega rétt.

Hernaðarhyggja gæti líka verið beint framhald af þessum heilaþvotti í fjölmiðlum, sem miðar að því að fólk eigi að vera gráðugt peningahyggjufólk sem grefur náungann og að síkt sé bara voða kúl. Undirstéttir eigi að sinna ákveðnum hlutverkum og hernaðarhygja r auðvitað hámark lágkúrunnar í goggunarrupröðun fólks sem horfir ekki á eigin minnimáttarkennd sem eðlilegann hlut.

Að mörgu leyti líka má líka velta fyrir ser hvort ofverndað líferni geri það ekki að verkum að stækkandi hluti kynslóða sneiði framhjá áður algengum vandamálum og öðlist lífsreynslu þar sem ekki er endilega verið að setja sig í spor annara eða fá mannlegann vinkil á hluti sem eru kynntir sem eitthvað bara í sjónvarpinu. Eða hvernig var þetta með tréið sem fellur í skóginum.

Ólafur Þórðarson, 1.4.2007 kl. 04:39

3 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Sæll Gunnlaugur minn nýjasti bloggvinur.

Ég skoðaði þetta mál í gær og skrifaði líka um það færslu og sé ekkert hernarðarlegt við þessa tillögu.

Þó ég hafi ekki séð endanlegar tillögur eða útfærslu er augljóst að verið er að efla heimavarnir sem ég tel vera af hinu góða. Lagt er til að lögreglulögum verði breytt og ríkislögreglustjóra verði heimilað, að fengnu samþykki dómsmálaráðherra, að bæta við varaliði lögreglu og almannavarna. Slík heimild var í lögreglulögum frá 1940 til 1996, þannig að í raun er ekki um nein nýmæli að ræða.

Samkvæmt frumvarpinu verður ríkislögreglustjóranum falið að halda utan um þetta varalið og búnað þess, en hvort tveggja tæki mið af varðgæslu mikilvægra mannvirkja eða staða, landamæragæslu, verkefnum vegna öryggisgæslu, mannfjöldastjórnun, almennum löggæsluverkefnum, umferðarstjórn og sérstökum verkefnum

Nú hvaða fólk á síðan að skipa þetta varalið lögreglu og almannavarna? Samkvæmt tillögunni yrði kallað til starfa fólk úr röðum björgunarsveita, slökkviliðs, sjúkraflutninga, öryggisvarða, friðargæsluliða og fyrrverandi lögreglumanna eftir sérstaka þjálfun á vegum ríkislögreglustjóra.

Ég sé ekki annað en að með þessum tillögum sé verið tryggja faglegt starf á neyðartímum. Það veit hver sé sem hefur komið að stórslysaæfingum og almannavarnaaðgerðum að ekki er nægjanlegt að hver viðbragðseining geti unnið sitt starf, það er samhæfingin, samstarf og samskipti við aðrar viðbragðseiningar sem skiptir máli til að hlutirnir gangi vel fyrir sig. Með góðri samhæfingu eins og reynsla er komin á með samhæfingarstöð almannavarna er hægt að tryggja góða þjónustu og aðstoð við borgarana á hættu og neyðartímum.  

Herdís Sigurjónsdóttir, 1.4.2007 kl. 11:26

4 identicon

Tek undir með Hjördísi. Myndaval þitt er hreint til fyrirmyndar Gunnlaugur.
Það er sagt að ýmsir forystumenn í Sjálfstæðisflokknum fái skjálfta í hvert sinn sem Björn Bjarnason dómsmálaráðherra opnar munninn. Þeir skilja nefnilega að ekkert er verr til þess fallið að afla flokknum atkvæða en að stinga upp á því við okkar ástríku þjóð að vígbúumst svona 18 ár eftir að Kalda stríðinu lauk.

Sigrún P (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 01:02

5 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Það er augljóst að ég yrði ömurleg netlögga...tók ekki einu sinni eftir dinglum danglinu ........

En ekki kannast ég við þessa skjálfandi Sjálfstæðismenn gagnvart BB og held að það sé nú meiri skjálfti hjá stjórnarandstöðunni

Herdís Sigurjónsdóttir, 3.4.2007 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband