5.4.2007 | 22:35
Allt er betra en íhaldið
Ekki góð tíðindi með 40% stuðning við Sjálfstæðisflokkinn. Trúi ekki öðru en að þegar á reynir þá muni fólk fara út í vorið með tilbreytingu í huga. Nóg er komið af spilltum embættisfærslum, ef þú stríkur mér þá skal ég strjúka þér. Nóg er komið af sérvöldum flokksgæðingum í Hæstarétt, Ríkisútvarp og fleiri stofnanir.. Nóg er komið af ójöfnuði með eðlisbreytingum á skattkerfinu, sm léttir birgðarnar á hinum efnameiri. Nóg er komið af Menningarhúss-, Þjóðleikhúss-, Landssíma fulltrúum sem gerast sekir um að vera of sjálflægir og gráðugir til að fara með umboð sem fulltrúar almennings. Nóg er komið af aðför Sjálfstæðisflokks að forsetaembættinu, misnotkun handhafa forsetavalds fyrir Árna Johnsen og við boðun ríkisráðsfundar, ásamt tilraunum til að afnema ákvæði um þjóðaratkvæði úr stjórnarskrá. Nóg af innvígðum og innmúruðum sem skipuleggja aðför að sumum fyrirtækjum en ekki öðrum. Nóg af stjórnmálamönnum sem halda að þeir geti einir og sjálfir flækt þjóðina í stríðsrekstur í fjarlægum löndum.
Það er ótrúlegt ef að framboð Íslandshreyfingarinnar dugir til að ríkisstjórnin haldi velli. Þar tapast heil fjögur prósent. Það var ekki að ástæðulausu að fjölda fólks dreymdi um að stilla saman strengi á vinstri væng stjórnmálanna til að koma sameinaðir og sterkir fram gegn Sjálfstæðisflokknum. Er alinn upp á Austurlandi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn var þriðji minnsti flokkurinn. Þar og þá gilti og gildir hér og nú að "Allt er betra en íhaldið". Glæðum nýjar vonir í stað hinnar ferköntuðu neysluhyggju.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.4.2007 kl. 09:08 | Facebook
Athugasemdir
Já, það var líka sagt á Síðunni að allt væri betra en íhaldið en það er nú langt síðan og þá var alvöru fólk við stjórnvölinn hjá hinum flokkunum. Það er með ólíkindum að Samfylkingin skuli ekki sjá að það er formaðurinn ykkar sem er ljónið í veginum Hún er ekki áheyrilegur stjórnmálamaður og ekki til þess fallin að auka fylgið. Þá er nú Össur líklegri í þeim efnum þó hann sé hálfgerður tuðrutjaldur en hann er þó skemmtilegur.
Kv
Helgi Pálsson
HP Foss, 5.4.2007 kl. 23:10
Ágæti Skaftfellingur
Það er svo fagurt hvað fólk í öðrum flokkum gerir miklar ofurkröfur til formanns Samfó. Þú vilt að hún sé "áheyrileg" og "skemmtileg". Nú, henni til málsbóta er trúlega hægt að segja að erfitt er að standa jafnfætis Geiri Hilmari., Steigrími Joð., Jóni Sig. og Guðjóni Arnari í útgeislun og húmor. Að maður tali nú ekki um atvinnuspaugarann Ómar Ragnarsson. Fyrir minn hatt, þá met ég það að mest við forystumenn að þeir kunni að hlusta, séu blátt áfram og setji sig inn í líf og störf fólks. Fannst Steingrímur Hermannsson vera þannig forystumaður og finnst reyndar að Ingibjörg standi sig prýðilega að þessu leyti. Betur en þeir karlar sem eru sviðinu að þessu sinni.
Mbk
Gunnlaugur B Ólafsson, 6.4.2007 kl. 22:00
Er nú það tregur að ég skil yfirleitt ekki nema u.þ.b. helminginn af því sem þú segir og skrifar. Þú ferð um víðan völl og allt verður að sama málinu. Allavega, þá skil ég að þú eyðir meiri orku í sundrungu og sjálfseyðingarhvöt vinstri manna, en að skerpa línur gagnvart Sjálfstæðisflokki. Það er mitt viðhorf að ef eitthvað er að Samfylkingunni, þá þarf að gefa því uppbyggjandi athygli, góðan hug, vinna að úrbótum. Um það snýst málið. Samfylkingin er heilbrigðasti lýðræðisvettvangur þessa lands. Svo eru alltaf einhverjir sem telja sig hafa höndlað hinn eina rétta sannleika og vilja ekki vinna lýðræðislega í sameinuðu afli. Þannig var með einhver 20% Alþýðubandalags sem gat ekki unað lýðræðislegri niðurstöðu lang flestra flokksmanna og stofnuðu vinstri græna.
Stærsti galli á íslenskri lýðræðishefð er að geta ekki kosið um stjórnarmynstur. Það er náttúrulega bara skripaleikur að upplifa þetta sem gerst hefur hér í Mosfellsbæ að þeir sem að segjast fyrir kosningar vera höfuðandstæðingar lengst til hægri og vinstri, ganga síðan í eina sæng, lítið sem ekkert nýtt kemur fram í stefnuskrá sem tryggir félagslegar áherslur. Þar að auki er lokað á alla umræðu og íbúalýðræði. Því virðist trúnaður V við D vera meiri en við hinn almenna bæjarbúa. Í fjölmiðlum virðist það vera aðalmálið að 5-10 manna klúbbur "valdhafa" upplifi að þetta gangi allt vel, þó fáir af þeim sem kusu flokkinn skilji hvað hann er að fara. Geta VG í Mosfellsbæ líst því yfir að Sjálfstæðisflokkurinn sé höfuðandstæðingurinn? Þeir eru komnir í svipaða stöðu og Alþýðuflokkurinn á viðreisnarárunum og Framsókn síðasta áratuginn. Að vera orðið sníkjudýr á stóra hýslinum, vera háðir honum um næringu og þora ekki að styggja hann. Svo kemur að hinu óþægilega uppgjöri að aukahjólið sem hlaupið hefur undir vagn íhaldsins uppsker yfirleitt innan við 10% í kosningum. Þetta þarf V á landsvísu að hafa í huga ef þeir íhuga samstarf við D og gera þau sömu mistök sem urðu í Mosfellsbæ, illu heilli. Fólk vill geta gefið skýr skilaboð í kosningum og ef að framboð vanvirða þau, mun þeim verða refsað í næstu kosningum á eftir.
Gunnlaugur B Ólafsson, 7.4.2007 kl. 10:17
Einn góður vinnufélagi minn orðaði stöðu mála vel í síðustu viku. Hann er vinstri maður og við ræðum oft pólitík vítt og breytt. En hann sagði við mig "Rosalega öfunda ég sjálfstæðismenn í dag" og ég hváði og sagði "Nú af hverju?" "Jú þeir vita alltaf hvað þeir eiga að kjósa" Þetta held ég að sé einmitt rétt lýsing á stöðu margra vinstri manna, hringlandahátturinn er svo mikill hjá flokkunum að þeir vita ekki í hvorn fótinn þeir, kjósendur, eiga að stíga.
Guðmundur H. Bragason, 7.4.2007 kl. 12:34
Lausnin er líka einföld, sígild og margrædd, sameinumst um að sameinast!
Gunnlaugur B Ólafsson, 7.4.2007 kl. 13:04
um stefnu sjálfstæðisflokksins þá Gunnlaugur
Guðmundur H. Bragason, 7.4.2007 kl. 13:09
...hefur hann einhverja stefnu? ...hver er sjálfum sér næstur?
Gunnlaugur B Ólafsson, 7.4.2007 kl. 16:19
sko svona viðhorf er ekki líklegt til að sameina, að gera litið úr öðrum viðhorfum
Guðmundur H. Bragason, 7.4.2007 kl. 16:56
Guðmundur perluvinur, ekki ætlaði ég nú að særa stoltið en er er hornsteinninn ekki frelsi einstaklingsins, sem oft umbreytist í græðgi og stefnuna hver er sjálfum sér næstur.
Hjördís, ég skildi alls ekki; "Ég hyggst nú senda þetta þangað sem það kom". Varðandi "dauðu atkvæðin" þá steindrápust VG atkvæðin allavega hér í Mosó í fyrra. Von um breytingar varð að endurreisn fyrri meirihluta Sjálfstæðisflokks. Nú eru að koma kosningar til Alþingis. Getur þú sem aðalmálsvari VG í Mosfellsbæ (hinir viðast algjörlega undir Dúnmjúkri sænginni og tjá sig ekki um pólitík) lýst því yfir að Sjálfstæðisflokkurinn sé höfuðandstæðingurinn? Líka af því að þú telur það nú svo mikilvægt að félagshygggjuöflin styðji hvert við annað (eða átti það bara að gilda í aðra áttina?).
Gunnlaugur B Ólafsson, 7.4.2007 kl. 18:09
Sæll Gunnlaugur minn. Já það er rétt hjá þér að atkvæðin greidd Vinstri grænum duttu dauð niður fyrir ykkur Samfylkingarfólk. Við erum ekki í sama liði. Dauð atkvæði voru ekki í orðabók okkar Vinstri grænna fyrir kosningar og því síður eftir þær.
Kær kveðja frá Kall Tomm.
Karl Tómasson, 7.4.2007 kl. 20:45
Það er svo gaman að sjá ykkur vinstri menn berjast á banaspjótum að venju Allavega hefur sjórnmálasagan sýnt okkur fram á aftur og aftur af hverju stór social democrataflokkur hefur ekki þrifist hér á landi hehehehe. Við sjálfstæðismenn þurfum aldrei að hafa áhyggjur þó stundum dali fylgið. Við náum alltaf okkar stöðu aftur og aftur
Guðmundur H. Bragason, 7.4.2007 kl. 22:12
Sæl Kalli og Hjördís
Eins og ég sagði nýlega þá tel ég það betra veganesti í pólitík að nálgast kjósendur af virðingu og gera ávallt ráð fyrir því að þeir séu væntanlegir samherjar frekar en andstæðingar. Það kemur mér vissulega á óvart að Karl segir með afgerandi hætti að við séum "ekki í sama liðinu." Hjörleifur frændi minn stofnandi VG sagði þó við mig "þú kemur aftur til baka". Þegar ég tjáði honum að mér finndist sá hluti Alþýðubandalags, sem stofnaði VG vera fulla af biturð og neikvæðni og þeir væru duglegri í að skilgreina vandamál heldur en að leita lausna. Þessa sögu af aðskilnaði okkar frænda sagði ég Álfheiði Ingadóttur á fundinum á Draumakaffi nýlega. Hún hafði húmor fyrir þessu og sagði "við erum nú að rembast við að bæta okkur með þetta og reyna líka að horfa á lausnirnar".
Hjördís segist vera fyrrverandi stjórnarmaður í Samfylkingunni í Mosfellsbæ, en eyðir síðan stórum hluta af lífsorku sinni í að sjá einhverja aðför Samfylkingar að VG. Í stað þess að ræða öll þau góðu mál sem flokkurinn ætlar að vinna að í bæjarstjórn Mosó. Þeir sem vilja upplifa skort og píslarvætti geta svo sannarlega gert það án hjálpar. Karl talar um skýr mörk milli liða. Rifjaðist upp fyrir mér að fyrir tveimur árum var þorrablót í Hlégarði og hin ýmsu félög sátu saman við borð. Þar á meðal reyndu stjórnmálaflokkarnir að koma sterkir út með sem mestan fjölda við hvert borð. Formaður Samfylkingar í Mosó hafði samband við mig og sagði gert ráð fyrir að við hjúin sætum við þeirra borð. Fannst þetta hálf asnalegt en ætlaði að gangast undir þetta skipulag.
Þegar við komum í salinn prúðbúin og ætlum að ganga að borðinu stendur formaðurinn upp og segir að því miður sé ekki pláss því Karl Tómasson og einhver með honum hafi sest við borðið. Hann segist ekki vita hvort Karl sé stuðningsmaður flokksins en kunni ekki við að biðja hann um að færa sig. Þetta var ekki vandamál fyrir mér. Sagði í léttum tón að ég myndi bara skipta um flokk! Hafði verið öfgasinnaður framsóknarmaður fram á unglingsár, allaballi á menntaskólaárum og framundir þrítugt, en rómantískur jafnaðarmaður eftir það. Það voru einungis ein hjón á borði VG, þau Guðjón Jensson og Úrsúla. Við setttumst þar. Dreif síðan í að fá fólk af öllum fámennum borðum í kring og var held ég orðin með álíka fjölda og var á Samfylkingarborði og Sjálfstæðisborði, en þeir höfðu verið ansi montnir með sínar tölur. Allavega komin vel fram úr 9% hlutfallinu sem Kalli er alltaf að tala um sem stórsigur.
Á þessu má sjá að hér er á ferðinni eitthvað undarlegt form af sjálfseyðingarhvöt að skilgreina samherja og sessunauta sem andstæðinga. Kann ekki að meta slíka aðferðafræði í pólitík. Stend við fyrri orð að atkvæði greidd vinstri grænum í Mosfellsbæ lágu steindauð eftir að þau höfðu verið nýtt til að endurreisa fyrri meirihluta. Það voru ekki bara vonbrigði fyrir félagshyggjufólk í öðrum flokkum heldur voru það mjög mikil vonbrigði fyrir þorra kjósenda VG. Ef þörf er á get ég tiltekið nöfn úr innsta hring sem voru sótreið yfir því hvernig forystufólk spilaði úr spilunum. Ef könnun yrði gerð á fylgi VG í Mosfellsbæ þá væri það um 5-8%, svipað og Framsóknarflokkurinn í landsmálum, enda í svipuðum óvinsælum hlutverkum.
Endurtek spurningu mína til fulltrúa VG í Mosó; Hvern skilgreinið þið höfuðandstæðing flokksins í komandi alþingiskosningum?
Gunnlaugur B Ólafsson, 8.4.2007 kl. 00:05
Kæri Gunnlaugur varaformaður Varmársamtakanna.
Í okkar huga eru ekki neinir höfuðandstæðingar. Við berum höfuð okkar hátt og getum. Við berum virðingu fyrir andstæðingum okkar eins og öllum öðrum. Við erum ekki litli bróðir og ekki litla systir, við erum Vinstri græn. Kær kveðja úr Álafosskvosinni Kalli Tomm.
Er einhver flokkur höfuðandstæðingur Varmársamtakanna???
Karl Tómasson (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 02:29
Kæri Karl
Varmársamtökin eru þverpólitísk umhverfis- og íbúasamtök. Áherslurnar eru sem sagt á umhverfismál og íbúalýðræði. Samtökin hafa verið ósamstíga bæjarstjórn um lagningu tengibrauta í bæjarfélaginu, það er algjörlega óháð því hvaða flokkar eru við völd. Áhugi minn á málinu er ekki flokkspólitískur, heldur viðleitni til að efla og vernda ímynd Mosfellsbæjar sem heilsu- og útivistarbær. Þetta er áhugamál sem tengist menntun minni og lífsgildum. Góðum hug til Reykjalundar þar sem ég vann á tímabili, góðum hug til Álafosskvosar þar sem ég hef haft aðstöðu síðustu misseri og kona mín enn lengur, góðum hug til Íþróttamiðstöðvarinnar og skólasvæðisins og góðum hug til hesthúshverfisins, þar sem ég hef verið með hesta. Síðast en ekki síst góðum hug til Varmár, útivistarmöguleika, göngustígana og tengslana við fellin. Heldurðu að hesthúseigendur sem hafa mótmælt Tunguvegi séu allír að gera það til að koma pólitísku höggi á bæjarstjórn?
Varmársamtökin eru að vinna að sáttatillögum varðandi tengibrautirnar sem verða tilbúnar eftir páska og munu óska eftir fundi með bæjarstjórn og Vegagerð, undir formerkjunum "Heildarsýn". Samkvæmt Ólafi Gunnarssyni formanni VG og fulltrúa í skipulagsnefnd, er "þetta allt til endurskoðunar" eins og komist var að orði um tengibrautir á fundi VG á Draumakaffi. Þannig að fyrirfram er ekki ástæða til að ætla annað en það sé fagnaðarefni að bæjarstjórn, Vegagerð og Varmársamtök ræði saman. Ert þú ekki tilbúin að mæta á slíkan opin fund, þar sem að er farið yfir möguleika í tengingum við nýju hverfin með sérstakri áherslu á tengslin við Vesturlandsveg?
Það er áhugavert að heyra að VG Mosó leggur til að flokkurinn gangi opin í báða enda til Alþingiskosninga. En stefna VG Mosó ekki að myndun vinstri stjórnar að loknum komandi alþingiskosningum?
Mbk
Gunnlaugur B Ólafsson, 8.4.2007 kl. 10:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.