"Um Varmársamtökin" - Ritverk Bjarka Bjarnasonar

Í Mosfellingi sem borin var í hús hér í bænum síðdegis er grein eftir sagnaritarann Bjarka Bjarnason að Hvirfli í Mosfellsdal. Hann byrjar greinina á að setja sig í stöðu sagnfræðings og fræðimanns sem ætli að gera úttekt á því sem liðið er af sögu Varmársamtakanna. Strax í fyrstu setningu er villa, þar sem að hann segir að Varmársamtökin séu senn að ljúka sínu "fyrsta starfsári". Hið rétta er að samtökin eru á sínu öðru starfsári. Greinin í heild stingur í stúf við þann vandaða tón úttektar sem gefin er í byrjun og helstu boðorð vandaðrar fræðimennsku, eins og hlutlausa meðhöndlun og úrvinnslu fyrirliggjandi heimilda. Að lokum sér maður hið einfalda samhengi flokks- og þrætupólitíkur.

bjarkiBjarki Bjarnason virðist tilheyra þeim hópi vinstri grænna sem ekki treystir sér í opna umræðu um skipulagsmál, en kýs frekar að eyða púðri í mína persónu, dóma og dylgjur um menn og málefni. Markmiðið er að dreifa athyglinni frá lykilatriðum máls, eins og til dæmis þeirri staðreynd að það er búið að leggja tengibraut um Álafosskvos að Helgafellshverfi, án deiliskipulags. Honum og fleirum sem hafa farið fram með slíkum skrifum er vorkunn. Því að í raun er þetta ekki annað en sjálfseyðingarhvöt. Að ráðast að samtökum og fólki sem stendur vaktina í umhverfis- og skipulagsmálum, þar sem vinstri grænir álíta sig í orði kveðnu vera hinu einu réttu fulltrúa. En í reynd hafa þeir málefnalega verið fastir í feni, umvafðir bulli og bloggdólgum.

Ekki átti ég von á þessu útspili frá Bjarka og er satt að segja fyrir vonbrigðum, þar sem að hann margendurtekur mitt nafn, tekur tilvitnanir og lýsingar úr samhengi. Það er auðvelt að sitja til hlés í umræðunni og koma svo fram sem dómari undir neikvæðum formerkjum. Vissulega hafa Varmársamtökin og einstaklingar í stjórn þeirra gert einhver mistök, en í heildina höfum við líka náð miklum árangri og komið mörgu í verk. Meginmarkmið samtakanna eru tvö, að vinna að verndun annarsvegar til að tryggja menningarminjum og útivist verðugan sess. Hinsvegar að tryggja aðkomu almennings að skipulagsmálum og efla veg íbúalýðræðis. Nú, skora ég á Bjarka og aðra af sama sauðahúsi að skrifa um sína framtíðarsýn og hugsjónir í þessum málaflokkum í stað þess að næra sál sína á því sem að þeir segja að aðrir séu að gera vitlaust.  

Tek undir þær óskir Bjarka að það finnist hið hæfasta fólk í stjórn samtakanna, sem getur í framtíðinni unnið á enn markvissari hátt að verndun og íbúalýðræði. Þarft er að leita að slíku fólki. En ég tel að nú sitji í stjórn hæft og skapandi fólk, sem lag t hefur góðan grunn að öflugum samtökum íbúa. Síðan treysti ég á að allir bæjarbúar geti verið í góðum gír á bæjarhátíðinni um næstu helgi. Þar munu Varmársamtökin vera með útimarkað í kvosinni, sem tókst sérlega vel á síðasta ári. Það er engin ástæða til annars en leggja samtökunum og stjórninni til góðar óskir í starfi sínu.  Ég hitti á Ragnheiði bæjarstjóra nýlega á opnuninni upp í listasal og þar spöruðum við ekkert streymi á kossum og kærleika. Það þarf að vera mögulegt að ganga ósár frá velli þar sem tekist er á um málefni en ekki menn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband