ATORKA - Formlegt ballettnám hefst í Mosfellsbæ í haust

Ballett4Það sem komst á hreint í dag varðandi vetrarstarfið er að boðið verður upp á kennslu í ballett fyrir yngstu hópana í Íþróttahúsinu að Varmá. Ekki er vitað til að það hafi áður verið í boði. Kennt verður í tveimur aldurshópum og fleiri hópum ef það næst fjöldi. Kennsla verður á þriðjudögum og fimmtudögum. Hópur á aldri 6-8 ára verður klukkan þrjú og hópur á aldrinum 4-6 ára verður klukkan fjögur.

Aðalkennari verður hin rússneska Kataryna Pavlova sem byrjaði kornung í ballettnámi og var farin að taka þátt í formlegum sýningum og danshópum 12 ára. Utan Úkraínu og Rússlands, hefur hún dansað í fleiri löndum, meðal annars um árabil í Þýskalandi. Frá því árið 2000 hefur hún verið að kenna hér á landi, á Ísafirði, Akranesi og við listdansskóla í Reykjavík.

Aðstoðarkennari verður iðnaðar- og vélaverkfræðineminn María Lovísa Ámundadóttir sem hefur stundað ballett til fjölda ára og lokið prófi frá Listdansskóla Íslands í klassískum ballett. Hún hefur einnig kennt jassballett og dansar nú mað Stúdentadansflokknum.

Kenndur verður grunnur í klassískum dansi en jafnframt kynntur nútímadans. Einstakt tækifæri að taka þátt í að byggja upp ballettnám í okkar ört vaxandi bæjarfélagi, sem ætlar að vera iðandi af menningu. 

http://www.youtube.com/watch?v=tTFZoSuCm-o


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband