Slæmt í dreifðri borg torfærujeppana

Fiat_500Hef oft verið að hugsa um það hversu lítil fyrirhyggja er í skipulagsmálum hér á landi varðandi þann þátt að hin dreifða byggð kallar á gífurlegan bílisma, sem byggir á takmarkaðri auðlind. Fyrst að borgin var ekki byggð í tengslum við öflugar æðar almenningsvagna, þá verðum við að leggja mikla áherslu á þáttöku í þróun einkabíls sem byggir á umhverfisvænni og endurnýjanlegri orku.

Hef verið síðustu mánuðina að skoða af og til spennandi eyðslugranna en svala smábíla. Langar að fjárfesta í einum slíkum, með eyðslu um eða innan við 5L/100 km. Þar hef ég verið spenntur fyrir hinum nýja Fiat 500 bíl, en hann er afrakstur Daihatsu_trevisflottrar hönnunar. Ókosturinn er að hann fæst bara tveggja dyra. Nú er ég orðin svolítið spenntur fyrir Daihatsu Trevis. Hann er fjögurra dyra og uppgefið, 4,6 L/100 km með þriggja sílindra vél, en alveg þokkalega sprækur.

Bíllinn verður að hafa karakter. Ef til vill eru þeir fleiri smávaxnir og svalir, en áðurnefndar tvær gerðir. Trúi því að það verði eitt af viðmiðum kynþokka á næstu misserum hvort þú ert á flottum smábíl. Stórir steravaxnir jeppar inn í borgarakstri er auðvitað bara bilun!


mbl.is Eldsneytisverðið á enn eftir að hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þú vilt vera mjög kynþokkafullur færðu þér náttúrulega lítinn rafmagnsbíl! Í þokkabót kostar rekstur hans svipað og að reka bensínbíl sem eyðir 0,9l/100 og hann mengar ekki neitt.  It's a win/win situation (-:

Skoðaðu hann hér: www.perlukafarinn.is/reva

Kveðja,
Bragi Þór Valsson.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 08:52

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Góð ábending Bragi. Var að skoða síðuna þína. Finnst þetta mjög spennandi möguleiki. Sá ekki verð á gripnum. Tveggja dyra finnst mér örlítill mínus og að hann komist ekki hraðar en 80. En .. aftur .. spennandi!

Gunnlaugur B Ólafsson, 8.11.2007 kl. 10:35

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Mustang!! Svalur, lítill en ekki svo ýkja eyðslugrannur....

Tveir af þremur! Það er ekki slæmt

Hrönn Sigurðardóttir, 8.11.2007 kl. 11:30

4 identicon

Sæll aftur.

Samningur okkar við framleiðanda er furðulegur að því leyti að þeir vilja ekki að við sýnum verðin á vefnum okkar.  Bíllinn kostar frá 1.489.000,- (síðan er eins og gengur hægt að fá aukahluti á borð við álfelgur og leðursæti og slíkt).

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 15:27

5 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Skoda Fabia Diesel

Einar Bragi Bragason., 10.11.2007 kl. 00:05

6 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Takk fyrir innlegg. Gunnar áttu ekki vetnisbíl sem getur keppt við rafmagnstrompið hans Braga?

Gunnlaugur B Ólafsson, 10.11.2007 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband