9.11.2007 | 13:57
Traustsyfirlýsing til Varmársamtakanna
Nú er erilll í búðum Varmársamtakanna, blaðaútgáfa og aðalfundur þann 19. nóvember. Samtökin eru íbúa- og umhverfissamtök sem að hafa verið í forystu um aukna aðkomu almennings að þróun bæjar og byggðar. Félagar okkar á ritstjórn Morgunblaðsins hafa talað um vakningu og skorað á bæjarstjórnir að vinna með þessum öflum í þjóðfélaginu, frekar en á móti þeim. "If you can´t beat them join them".
Það er því ánægjuefni að Bjarki Bjarnason sagnfræðingur/rithöfundur virðist hafa áhuga á því að vinna að starfi samtakanna og gefa kost á sér til stjórnarsetu. Í Mosfellingi hefur hann sett áhersluatriði sín á blað í tíu liðum. Það sem að er athyglisvert er að átta af þessum atriðum hafa nú þegar verið rædd sem áhersluatriði samtakanna. Þannig að annaðhvort er hann svona samstíga meginlínum samtakanna eða hann hefur ákveðið að gera áherslur þeirra að sínum.
Að skilgreina framtíðarhlutverk Brúarlands hefur jafnframt verið áhugamál mitt lengi og sendi ég erindi til menningarmálanefndar um það efni fyrir mörgum árum, án svars. Ég held að það séu fáir búnir að kaupa hugmyndir um ævintýragarð á milli Varmár og Köldukvíslar. Flestir trúi ég að vilji einbeita sér að verndun og eflingu Varmársvæðisins.
Útiloka ekki að ég geti stutt Bjarka til stjórnar, nái hann að sannfæra mig og aðra um að hann sé opinn og einlægur í ásetningi sínum um að vinna að vexti Varmársamtakanna. Íbúalýðræðið þróast best ef blandað er saman heilindum og kærleika inn í skynsemi og skipulagshyggju.
Skora á Mosfellinga alla að ganga í samtökin, gefa kost á sér til ábyrgðar, taka þátt í uppbyggingunni og láta samtökin verða enn sterkara afl umhverfisverndar, íbúalýðræðis og gróskumikils mannlífs.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:07 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.