Þátttaka almennings í stefnumótun

Háskóli Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga og Landsbankinn undirrituðu í gær yfirlýsingu um samstarf og stuðning við þróunar- og rannsóknarverkefni Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála um íbúalýðræði og félagsauð. Markmið verkefnisins er að leggja grunn að aukinni lýðræðislegri þátttöku með vandaðri aðferðafræði sem byggist á rannsóknum og umræðu.

Þessu ber að fagna af heilum hug. Varmársamtökin hafa beitt sér fyrir aðkomu almennings að skipulagsáætlunum í Mosfellsbæ. Reynslan hefur sýnt að bæjarstjórn Mosfellsbæjar á mjög langt í land með að tileinka sér nútíma vinnubrögð í anda opinnar umræðu og íbúalýðræðis. Þar hefur ríkt verktakalýðræði þar sem afskiptum íbúa hefur ýmist verið mætt með hroka eða skemmdarstarfsemi.

Sjálfstæðisflokkur í bæjarfélaginu virðist telja lokaðan klúbb innvígðra réttborna til valda en VG telja sig hafna yfir þátttöku í almennri umræðu. Mæta henni sitt á hvað með þögn eða bulli, sem er ætlað að spilla eðli hennar. Nú liggja fyrir stór viðfangsefni í bænum við þróun miðbæjarskipulags og brýnt að bæjarfulltrúar skynji ábyrgð sína í að leiða opna og heilbrigða umræðu. Hlusta á og bera virðingu fyrir væntingum almennings.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband