30.12.2007 | 13:54
Einleikur með boltann
Varmársamtökin hafa verið ánægð með þann samhljóm sem þau finna með ritstjórn Morgunblaðsins í kröfunni um eðlilega aðkomu íbúa að skipulagsvinnu. Það hefur líka verið ánægjulegt að skynja þennan tón í viðhorfum bæjarstjóra Garðabæjar. Sjálfstæðismenn í Mosfellsbæ ættu að fara í smiðju flokksfélaga hinum megin við lækinn og læra hvernig hægt er að tryggja eðlilegt jafnvægi milli hagsmuna verktaka og bæjarbúa.
Það sem að Gunnar Einarsson varar við í viðtalinu er einmitt það sem gerðist í Mosfellsbæ. Verktakar og landeigendur fá boltann og spila einleik í skjóli bindandi samninga við bæjarstjórn. ..."þá fer byggingarmagn að ráða miklu meir ferðinni en einhver heildarsýn". ..."Mér hefur fundist, þegar ég er farinn að kafa betur ofan í þessi mál, að verktakar geti ráðið hér fullmiklu".
Aumkunarverðastur er þó hlutur vinstri grænna í Mosfellsbæ sem gengust eftir síðustu kosningar undir þau jarðarmen að láta hagsmuni fjármagns og verktaka eina ráða för. Gera síðan kröfuna um aðkomu íbúa tortryggilega og telja alla þá sem bera hana upp vera hættulega útsendara Samfylkingarinnar. Morgunblaðið og vinnulag bæjarstjórans í Garðabæ undirstrika að þetta er tónn í skipulagsvinnu sem ber að virða til framtíðar. Leið sátta og ánægju meðal allra aðila.
Verktakar með boltann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:18 | Facebook
Athugasemdir
Gleðilegt ár - takk fyrir áhugaverða pistla.
Ásgeir Eiríksson, 31.12.2007 kl. 13:19
Gleðilegt ár Gunnlaugur og takk fyrir allt gamalt og gott
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 31.12.2007 kl. 14:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.